Jóhannes um atvikið umdeilda: Hún hefur séð eitthvað allt annað en við Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2020 21:00 Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari KR sem berst í botnabaráttu Pepsi Max deildar kvenna. VÍSIR/VILHELM Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Garðbæingar voru 0-2 undir að honum loknum og það urðu lokatölur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var afspyrnu lélegur. Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik, voru mikið betra liðið og við vorum stálheppnar að vera bara 0-2 undir. Við mættum í seinni hálfleikinn en það er ekki nóg. Þú verður að vera klár þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jóhannes eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og gerðu sig líklega í nokkur skipti. En svo dró af þeim. „Mér reyndum allan tímann og fengum hornspyrnur og svona. En Stjarnan var þétt og við hreinlega höfðum ekki þann sóknarþunga sem til þurfti til að skora. Við fengum gott færi í upphafi seinni hálfleiks en að öðru leyti sköpuðum við okkur ekki nóg til að skora,“ sagði Jóhannes. Snemma í seinni hálfleik átti KR að fá vítaspyrnu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan teigs. Bríet Bragadóttir dæmdi hins vegar aukaspyrnu. „Ég var of langt frá. En frá bekknum séð virkaði þetta klárt víti. Hún spjaldaði ekki einu sinni leikmanninn þannig ég veit ekki alveg hvernig Bríet sá þetta en hún hefur séð eitthvað allt annað en við,“ sagði Jóhannes. KR á sex leiki eftir í Pepsi Max-deildinni og dagskrá liðsins er gríðarlega þétt. Ekki bætir úr skák að lykilmenn hefur vantað í lið KR eins og í dag. „Framhaldið er strembið. Við þurfum að fá leikmenn til baka. Þórdís var í banni í dag og Katrín Ásbjörnsdóttir vinnur á Landsspítalanum og var send í sóttkví í morgun og var því ekki með,“ sagði Jóhannes. „Við eigum sex leiki eftir til 8. október og ég vonast til að við fáum leikmenn inn til að geta dreift álaginu. Við erum í þannig stöðu að við verðum að berjast fyrir þremur stigum í hverjum einasta leik. Það er bara næsti leikur og áfram gakk.“ KR Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Garðbæingar voru 0-2 undir að honum loknum og það urðu lokatölur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var afspyrnu lélegur. Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik, voru mikið betra liðið og við vorum stálheppnar að vera bara 0-2 undir. Við mættum í seinni hálfleikinn en það er ekki nóg. Þú verður að vera klár þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jóhannes eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og gerðu sig líklega í nokkur skipti. En svo dró af þeim. „Mér reyndum allan tímann og fengum hornspyrnur og svona. En Stjarnan var þétt og við hreinlega höfðum ekki þann sóknarþunga sem til þurfti til að skora. Við fengum gott færi í upphafi seinni hálfleiks en að öðru leyti sköpuðum við okkur ekki nóg til að skora,“ sagði Jóhannes. Snemma í seinni hálfleik átti KR að fá vítaspyrnu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan teigs. Bríet Bragadóttir dæmdi hins vegar aukaspyrnu. „Ég var of langt frá. En frá bekknum séð virkaði þetta klárt víti. Hún spjaldaði ekki einu sinni leikmanninn þannig ég veit ekki alveg hvernig Bríet sá þetta en hún hefur séð eitthvað allt annað en við,“ sagði Jóhannes. KR á sex leiki eftir í Pepsi Max-deildinni og dagskrá liðsins er gríðarlega þétt. Ekki bætir úr skák að lykilmenn hefur vantað í lið KR eins og í dag. „Framhaldið er strembið. Við þurfum að fá leikmenn til baka. Þórdís var í banni í dag og Katrín Ásbjörnsdóttir vinnur á Landsspítalanum og var send í sóttkví í morgun og var því ekki með,“ sagði Jóhannes. „Við eigum sex leiki eftir til 8. október og ég vonast til að við fáum leikmenn inn til að geta dreift álaginu. Við erum í þannig stöðu að við verðum að berjast fyrir þremur stigum í hverjum einasta leik. Það er bara næsti leikur og áfram gakk.“
KR Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42