Fórnar því að vera viðstaddur fæðingu sonarins fyrir leiki í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 11:01 Gordon Hayward kom aftur inn í lið Boston Celtics í síðasta leik og Jayson Tatum var sáttur með það. Getty/Kevin C. Cox Leikmenn NBA-deildarinnar mega ekki yfirgefa „NBA-bubbluna“ í Disneygarðinum á Flórída. Sumir þurfa því að taka stóra og persónulega ákvörðun þegar þeir eru að verða pabbar í miðri úrslitakeppninni. Boston Celtics leikmaðurinn Gordon Hayward á von á barni með eiginkonu sinni á sama tíma og hann er á fullu með Boston Celtics liðinu í úrslitakeppninni. Eiginkonan hans hefur nú komið einu á hreint. Gordon Hayward hefur misst af mörgum leikjum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár vegna meiðsla en hann ætlar ekki að missa af fleirum jafnvel þótt að hann sé að verða faðir á næstunni. Gordon Hayward will not leave the bubble to be present for the birth of his child as previously planned, per @Rachel__Nichols pic.twitter.com/tZA2EkhfiE— Bleacher Report (@BleacherReport) September 20, 2020 Allir leikmenn NBA-deildarinnar eru staddir í svokallaðir „bubblu“ og hafa verið þar í marga mánuði. Leikmenn þurfa að fara í sóttkví fari þeir út úr „bubblunni“ í Disney World. Gordon Hayward er nýkominn til baka eftir mánaðarfjarveru vegna ökklameiðsla. Boston tapaði án hans á móti Miami Heat í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar en minnkaði muninn í 2-1 í hans fyrsta leik. Það munaði greinilega um endurkomu Gordon Hayward sem var með 6 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum. Eiginkona Gordon Hayward á von á sér í lok þessa mánaðar. Hayward ætlaði að yfirgefa bubbluna og vera hjá henni en hefur nú breytt um skoðun. Hefði Hayward yfirgefið „NBA-bubbluna“ þá hefði hann örugglega misst af leikjum í úrslitakeppninni. „Nei ég er ekki með hríðir. Þegar ég vil segja frá því að þessi strákur sé kominn í heiminn þá geri ég það. Þangað til vinsamlega hættið að tala um það. Gordan mun ekki yfirgefa bubbluna til að vera viðstaddur fæðinguna svo hættið að spyrja um það líka. Takk fyrir,“ skrifaði Robyn Hayward, eiginkona Gordon Hayward, á Instagram. Gordon og Robyn Hayward eiga saman þrjár stelpur en þetta verður fyrsti strákurinn. Stelpurnar þeirra eru hér fyrir neðan. View this post on Instagram The girls are ready to see their daddy! @gordonhayward A post shared by Robyn Hayward (@robynmhayward) on Jul 31, 2020 at 2:32pm PDT NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Leikmenn NBA-deildarinnar mega ekki yfirgefa „NBA-bubbluna“ í Disneygarðinum á Flórída. Sumir þurfa því að taka stóra og persónulega ákvörðun þegar þeir eru að verða pabbar í miðri úrslitakeppninni. Boston Celtics leikmaðurinn Gordon Hayward á von á barni með eiginkonu sinni á sama tíma og hann er á fullu með Boston Celtics liðinu í úrslitakeppninni. Eiginkonan hans hefur nú komið einu á hreint. Gordon Hayward hefur misst af mörgum leikjum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár vegna meiðsla en hann ætlar ekki að missa af fleirum jafnvel þótt að hann sé að verða faðir á næstunni. Gordon Hayward will not leave the bubble to be present for the birth of his child as previously planned, per @Rachel__Nichols pic.twitter.com/tZA2EkhfiE— Bleacher Report (@BleacherReport) September 20, 2020 Allir leikmenn NBA-deildarinnar eru staddir í svokallaðir „bubblu“ og hafa verið þar í marga mánuði. Leikmenn þurfa að fara í sóttkví fari þeir út úr „bubblunni“ í Disney World. Gordon Hayward er nýkominn til baka eftir mánaðarfjarveru vegna ökklameiðsla. Boston tapaði án hans á móti Miami Heat í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar en minnkaði muninn í 2-1 í hans fyrsta leik. Það munaði greinilega um endurkomu Gordon Hayward sem var með 6 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum. Eiginkona Gordon Hayward á von á sér í lok þessa mánaðar. Hayward ætlaði að yfirgefa bubbluna og vera hjá henni en hefur nú breytt um skoðun. Hefði Hayward yfirgefið „NBA-bubbluna“ þá hefði hann örugglega misst af leikjum í úrslitakeppninni. „Nei ég er ekki með hríðir. Þegar ég vil segja frá því að þessi strákur sé kominn í heiminn þá geri ég það. Þangað til vinsamlega hættið að tala um það. Gordan mun ekki yfirgefa bubbluna til að vera viðstaddur fæðinguna svo hættið að spyrja um það líka. Takk fyrir,“ skrifaði Robyn Hayward, eiginkona Gordon Hayward, á Instagram. Gordon og Robyn Hayward eiga saman þrjár stelpur en þetta verður fyrsti strákurinn. Stelpurnar þeirra eru hér fyrir neðan. View this post on Instagram The girls are ready to see their daddy! @gordonhayward A post shared by Robyn Hayward (@robynmhayward) on Jul 31, 2020 at 2:32pm PDT
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira