Pau Gasol skírði dóttur sína eftir dóttur Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 10:30 Kobe Bryant og Pau Gasol urðu NBA-meistarar saman 2009 og 2010. Getty/Kevork Djansezian Pau Gasol heiðraði minningu Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu með því að skíra nýfædda dóttur sína eftir dóttur fyrrum liðsfélaga síns. Pau Gasol og eiginkonan hans Cat eignuðust dóttur á dögunum og Gasol tilkynnti heiminum í gær að þau höfðu ákveðið að skíra hana Elisabet Gianna Gasol. Pau Gasol og Kobe Bryant spiluðu ekki bara saman og unnu tvo NBA-titla sem liðsfélagar heldur voru þeir góðir vinur. Pau Gasol var líka mikil fjölskylduvinur og hefur eytt tíma með Vanessu Bryant og stelpunum eftir fráfall Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu sem létust bæði í þyrluslysi í lok janúar síðastliðnum. .@paugasol and his wife Cat named their newborn daughter Elisabet Gianna Gasol pic.twitter.com/Snn2zvqlDI— SportsCenter (@SportsCenter) September 13, 2020 Gianna Bryant var aðeins þrettán ára gömul þegar hún fórst í þessu þyrluslysi en hún, Kobe faðir hennar og sjö aðrir voru þá á leið í körfuboltaleik hjá liði hennar. „Litla okkar er loksins komin í heiminn. Fæðingin gekk mjög vel og við gætum ekki verið hamingjusamari. Elisabet Gianna Gasol er þýðingarmikið nafn fyrir okkar mjög svo fallegu dóttur,“ skrifaði Pau Gasol og bætti við myllumerkinu stelpupabbi Vanessa Bryant sjálf fagnaði líka fæðingunni á Instagram reikningnum sínum. „Guðdóttir mín er komin í heiminn,“ skrifaði Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. Paul Gasol skrifaði við færsluna: „Við elskum þig systir. Þú átt eftir að vera besta mögulega guðmóðirin fyrir okkar Ellie Gianna,“ skrifaði Gasol. View this post on Instagram Nuestra pequeña ya está con nosotros! Todo ha ido muy bien y no podemos estar más felices!! Elisabet Gianna Gasol , un nombre con mucho significado para nuestra preciosa hija!! #Padredeniña Our little one has finally arrived!! The delivery went really well and we couldn t be happier!! Elisabet Gianna Gasol , a very meaningful name for our super beautiful daughter!! #girldad A post shared by Pau (@paugasol) on Sep 13, 2020 at 1:27pm PDT Bryant og Pau Gasol voru liðsfélagar frá 2008 til 2014. Gasol var síðan áfram mikill vinur hans þótt að hann væri kominn í annað lið. Nú síðast vakti athygli þegar Pau Gasol og eiginkona hans fóru saman í bátsferð með Vanessu og dætrunum Nataliu, Biönku og Capri. View this post on Instagram My wife, my future baby, my sister and my nieces. So much beauty in one picture #Family A post shared by Pau (@paugasol) on Aug 21, 2020 at 12:42pm PDT NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Pau Gasol heiðraði minningu Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu með því að skíra nýfædda dóttur sína eftir dóttur fyrrum liðsfélaga síns. Pau Gasol og eiginkonan hans Cat eignuðust dóttur á dögunum og Gasol tilkynnti heiminum í gær að þau höfðu ákveðið að skíra hana Elisabet Gianna Gasol. Pau Gasol og Kobe Bryant spiluðu ekki bara saman og unnu tvo NBA-titla sem liðsfélagar heldur voru þeir góðir vinur. Pau Gasol var líka mikil fjölskylduvinur og hefur eytt tíma með Vanessu Bryant og stelpunum eftir fráfall Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu sem létust bæði í þyrluslysi í lok janúar síðastliðnum. .@paugasol and his wife Cat named their newborn daughter Elisabet Gianna Gasol pic.twitter.com/Snn2zvqlDI— SportsCenter (@SportsCenter) September 13, 2020 Gianna Bryant var aðeins þrettán ára gömul þegar hún fórst í þessu þyrluslysi en hún, Kobe faðir hennar og sjö aðrir voru þá á leið í körfuboltaleik hjá liði hennar. „Litla okkar er loksins komin í heiminn. Fæðingin gekk mjög vel og við gætum ekki verið hamingjusamari. Elisabet Gianna Gasol er þýðingarmikið nafn fyrir okkar mjög svo fallegu dóttur,“ skrifaði Pau Gasol og bætti við myllumerkinu stelpupabbi Vanessa Bryant sjálf fagnaði líka fæðingunni á Instagram reikningnum sínum. „Guðdóttir mín er komin í heiminn,“ skrifaði Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. Paul Gasol skrifaði við færsluna: „Við elskum þig systir. Þú átt eftir að vera besta mögulega guðmóðirin fyrir okkar Ellie Gianna,“ skrifaði Gasol. View this post on Instagram Nuestra pequeña ya está con nosotros! Todo ha ido muy bien y no podemos estar más felices!! Elisabet Gianna Gasol , un nombre con mucho significado para nuestra preciosa hija!! #Padredeniña Our little one has finally arrived!! The delivery went really well and we couldn t be happier!! Elisabet Gianna Gasol , a very meaningful name for our super beautiful daughter!! #girldad A post shared by Pau (@paugasol) on Sep 13, 2020 at 1:27pm PDT Bryant og Pau Gasol voru liðsfélagar frá 2008 til 2014. Gasol var síðan áfram mikill vinur hans þótt að hann væri kominn í annað lið. Nú síðast vakti athygli þegar Pau Gasol og eiginkona hans fóru saman í bátsferð með Vanessu og dætrunum Nataliu, Biönku og Capri. View this post on Instagram My wife, my future baby, my sister and my nieces. So much beauty in one picture #Family A post shared by Pau (@paugasol) on Aug 21, 2020 at 12:42pm PDT
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira