Hazard var ekki í formi til að spila á móti Íslandi: Mætti aftur of þungur til Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 16:00 Eden Hazard lék bara 16 af 38 deildarleikjum Real Madrid á síðasta tímabili. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Spænskir fjölmiðlar hneykslast nú á ástandinu á belgíska knattspyrnumanninum Eden Hazard eftir að hann mætti annað árið of þungur til æfinga hjá Real Madrid. Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum í Þjóðadeildinni en spilaði ekki eina mínútu á móti Danmörku eða Íslandi. Það var mikið gert úr því í fyrra þegar Eden Hazard mætti alltof þungur til æfinga hjá Real Madrid en spænska stórliðið hafði þá borgað Chelsea meira en hundrað milljónir evra fyrir hann. Kaupverðið gæti hækkað upp í 146 milljónir evra sem myndi gera Hazard að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. 2019: Arrives at Real Madrid 5kg overweight 2020: Returns for pre-season training out of shape Eden Hazard skrifaði líka undir fimm ára samning með laun upp á um 400 þúsund pund á viku eða um 70 milljónir í íslenskum krónum. Eden Hazard átti að fylla í skarð Cristiano Ronaldo og eftir að hafa séð Ronaldo í ótrúlegu formi öll árin sín hjá Real Madrid þá fengu margir sjokk þegar Eden Hazard mætti á Bernabeu. Eden Hazard viðurkenndi það fyrir ári síðan að hann væri að gera vel sig í fríinu. „Þegar ég er í fríi þá er ég í frí. Ég bætti á mig fimm kílóum en ég er sá sem bæti fljótt á mig en næ líka kílóunum fljótt af mér aftur,“ sagði Eden Hazard þá í viðtali við L’Equipe. Eden Hazard náði sér aldrei almennilega á strik á sínu fyrsta ári. Fyrst þurfti hann að koma sér aftur í form og svo glímdi hann við meiðsli. Jafnvel einhver tengsl þar á milli. Hann skoraði bara eitt mark í 22 leikjum í deild og Meistaradeild sem eru ekki tölur sem þú borgar meira en sextán milljarða íslenskra króna fyrir. Eftir alla gagnrýnina í fyrra þá bjuggust nú flestir við því að Eden Hazard myndi læra af reynslunni og sýna meiri metnað í þessu sumarfrí. Annað hefur þó komið á daginn. Spænski fjölmiðillinn ABC slær því upp að Eden Hazard sé að endurtaka leikinn í ár. Hann mætti alltof þungur annað árið í röð. Worrying statement from Belgium's head coach.Do you think Hazard will be fit for the start of the new season? https://t.co/fwXIWhLhMo— Infinite Madrid (@InfiniteMadrid) September 10, 2020 Hinn 29 ára gamli Hazard er ekki að verða yngri og að sjálfsögðu var Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, mjög ósáttur með formið á kappanum. Zidane var ekki sá eini. Ástæðan fyrir að Hazard spilaði ekki mínútu á móti Íslandi eða Danmörku var að landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez taldi hann ekki vera í nógu góðu formi til að spila fyrir belgíska landsliðið. Eden Hazard kom samt til móts við landsliðshópinn í staðinn fyrir að reyna að bæta formið hjá Real Madrid. Real Madrid hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann hlaupa af sér kílóin á móti Íslandi í stað þess að sitja á bekknum. Annað árið í röð verður því örugglega lítið að frétta af Eden Hazard í byrjun tímabilsins hjá Real Madrid. Á meðan er Chelsea að kaupa marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu fyrir peninga sem Lundúnaliðið fékk fyrir Hazard. Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar hneykslast nú á ástandinu á belgíska knattspyrnumanninum Eden Hazard eftir að hann mætti annað árið of þungur til æfinga hjá Real Madrid. Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum í Þjóðadeildinni en spilaði ekki eina mínútu á móti Danmörku eða Íslandi. Það var mikið gert úr því í fyrra þegar Eden Hazard mætti alltof þungur til æfinga hjá Real Madrid en spænska stórliðið hafði þá borgað Chelsea meira en hundrað milljónir evra fyrir hann. Kaupverðið gæti hækkað upp í 146 milljónir evra sem myndi gera Hazard að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. 2019: Arrives at Real Madrid 5kg overweight 2020: Returns for pre-season training out of shape Eden Hazard skrifaði líka undir fimm ára samning með laun upp á um 400 þúsund pund á viku eða um 70 milljónir í íslenskum krónum. Eden Hazard átti að fylla í skarð Cristiano Ronaldo og eftir að hafa séð Ronaldo í ótrúlegu formi öll árin sín hjá Real Madrid þá fengu margir sjokk þegar Eden Hazard mætti á Bernabeu. Eden Hazard viðurkenndi það fyrir ári síðan að hann væri að gera vel sig í fríinu. „Þegar ég er í fríi þá er ég í frí. Ég bætti á mig fimm kílóum en ég er sá sem bæti fljótt á mig en næ líka kílóunum fljótt af mér aftur,“ sagði Eden Hazard þá í viðtali við L’Equipe. Eden Hazard náði sér aldrei almennilega á strik á sínu fyrsta ári. Fyrst þurfti hann að koma sér aftur í form og svo glímdi hann við meiðsli. Jafnvel einhver tengsl þar á milli. Hann skoraði bara eitt mark í 22 leikjum í deild og Meistaradeild sem eru ekki tölur sem þú borgar meira en sextán milljarða íslenskra króna fyrir. Eftir alla gagnrýnina í fyrra þá bjuggust nú flestir við því að Eden Hazard myndi læra af reynslunni og sýna meiri metnað í þessu sumarfrí. Annað hefur þó komið á daginn. Spænski fjölmiðillinn ABC slær því upp að Eden Hazard sé að endurtaka leikinn í ár. Hann mætti alltof þungur annað árið í röð. Worrying statement from Belgium's head coach.Do you think Hazard will be fit for the start of the new season? https://t.co/fwXIWhLhMo— Infinite Madrid (@InfiniteMadrid) September 10, 2020 Hinn 29 ára gamli Hazard er ekki að verða yngri og að sjálfsögðu var Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, mjög ósáttur með formið á kappanum. Zidane var ekki sá eini. Ástæðan fyrir að Hazard spilaði ekki mínútu á móti Íslandi eða Danmörku var að landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez taldi hann ekki vera í nógu góðu formi til að spila fyrir belgíska landsliðið. Eden Hazard kom samt til móts við landsliðshópinn í staðinn fyrir að reyna að bæta formið hjá Real Madrid. Real Madrid hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann hlaupa af sér kílóin á móti Íslandi í stað þess að sitja á bekknum. Annað árið í röð verður því örugglega lítið að frétta af Eden Hazard í byrjun tímabilsins hjá Real Madrid. Á meðan er Chelsea að kaupa marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu fyrir peninga sem Lundúnaliðið fékk fyrir Hazard.
Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira