Aron Einar lék með handboltaliði Þórs síðast þegar það var í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2020 12:30 Aron Einar Gunnarsson þótti mjög efnilegur handboltamaður. vísir/bára Þór sækir Aftureldingu heim í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Þetta er fyrsti leikur Þórs undir „eigin merkjum“ í efstu deild í fjórtán ár, eða frá tímabilinu 2005-06. Þórsarar enduðu þá í 12. sæti af fjórtán liðum í efstu deild. Næstu ár léku þeir undir merkjum Akureyrar. Nokkrar kunnar kempur léku með Þór tímabilið 2005-06. Rúnar Sigtryggsson var spilandi þjálfari liðsins og markahæsti leikmaður þess var landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Og þetta tímabil lék bróðir hans, Aron Einar, tvo leiki með Þór. Þá var fyrirliði fótboltalandsliðsins enn með annan fótinn í handboltanum og þótti mjög góður á því sviði. Fótboltinn varð þó fyrir valinu á endanum og Aron Einar fór til AZ Alkmaar í Hollandi 2006. Fyrir fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti, gegn Argentínu 16. júní 2018, birti Rúnar skemmtilega mynd af þeim Aroni Einari í leik með Þór. Þá var landsliðsfyrirliðinn ekki alveg jafn vígalegur og í dag og líkaminn ekki þakinn húðflúrum. #tbt það var ekki töluð vitleysan þarna Viss um að Captain 6 3 muni á morgun sparka í allt sem hreyfist #NGAISL og leiða liðið áfram á #WorldCup til sigurs https://t.co/SBICFhvAFq pic.twitter.com/L8pmz4mHTc— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) June 21, 2018 Aron Einar lék alls fjóra leiki í efstu deild í handbolta og skoraði níu mörk. Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með handboltaliði Þórs. Aron Einar lék einnig fimmtán deildar- og bikarleiki með Þór í fótbolta áður en hann fór til Hollands. Þór var spáð 10. sæti í Olís-deild karla í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Við hér á Vísi spáðum Þórsurum hins vegar 11. sæti deildarinnar en þeir gera væntanlega allt til að afsanna hana. Fyrsti heimaleikur Þórs í Olís-deildinni er gegn FH í Höllinni á Akureyri næsta fimmtudag, 17. september. Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Þór sækir Aftureldingu heim í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Þetta er fyrsti leikur Þórs undir „eigin merkjum“ í efstu deild í fjórtán ár, eða frá tímabilinu 2005-06. Þórsarar enduðu þá í 12. sæti af fjórtán liðum í efstu deild. Næstu ár léku þeir undir merkjum Akureyrar. Nokkrar kunnar kempur léku með Þór tímabilið 2005-06. Rúnar Sigtryggsson var spilandi þjálfari liðsins og markahæsti leikmaður þess var landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Og þetta tímabil lék bróðir hans, Aron Einar, tvo leiki með Þór. Þá var fyrirliði fótboltalandsliðsins enn með annan fótinn í handboltanum og þótti mjög góður á því sviði. Fótboltinn varð þó fyrir valinu á endanum og Aron Einar fór til AZ Alkmaar í Hollandi 2006. Fyrir fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti, gegn Argentínu 16. júní 2018, birti Rúnar skemmtilega mynd af þeim Aroni Einari í leik með Þór. Þá var landsliðsfyrirliðinn ekki alveg jafn vígalegur og í dag og líkaminn ekki þakinn húðflúrum. #tbt það var ekki töluð vitleysan þarna Viss um að Captain 6 3 muni á morgun sparka í allt sem hreyfist #NGAISL og leiða liðið áfram á #WorldCup til sigurs https://t.co/SBICFhvAFq pic.twitter.com/L8pmz4mHTc— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) June 21, 2018 Aron Einar lék alls fjóra leiki í efstu deild í handbolta og skoraði níu mörk. Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með handboltaliði Þórs. Aron Einar lék einnig fimmtán deildar- og bikarleiki með Þór í fótbolta áður en hann fór til Hollands. Þór var spáð 10. sæti í Olís-deild karla í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Við hér á Vísi spáðum Þórsurum hins vegar 11. sæti deildarinnar en þeir gera væntanlega allt til að afsanna hana. Fyrsti heimaleikur Þórs í Olís-deildinni er gegn FH í Höllinni á Akureyri næsta fimmtudag, 17. september.
Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00
Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39