Emil Hallfreðsson áfram hjá Padova Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 18:45 Emil Hallfreðsson mun leika áfram með Padova á Ítalíu. Hann er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Englandi á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska C-deildarliðsins Padova á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Emil í viðtali við íþróttadeild RÚV í dag. Þrátt fyrir að vera 36 ára gamall þá höfðu þó nokkur lið áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Á endanum ákvað hann þó að vera áfram hjá Padova. Einhver umræða myndaðist í kringum það að Emil væri í landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann segir þá umræðu hafa verið á villigötum. „Ég var með samning til 31.ágúst við Padova, tímabilið lengdist vegna kórónufaraldursins og eðli málsins samkvæmt var samningurinn framlengdur þar sem við vorum í úrslitakeppni. Ég er búinn að vera undanfarna tíu daga bara í undirbúningstímabili með þeim og kem því í góðu standi í þessa landsleiki“ sagði Emil við íþróttadeild RÚV. Padova ætlar sér upp um deild og á Emil að hjálpa liðinu innanvallar sem utan. „Padova er með spennandi verkefni í gangi og vilja fara beint upp. Ég þekki þjálfarann [Andrea Mandorlini] vel og hann lagði mikið kapp á að fá mig þannig það ríkir gríðarlegt traust á milli okkar. Ég á bara eftir að skrifa undir, þeir ætluðu að senda mér samninginn í tölvupósti eða faxi í dag eða á morgun.“ Emil og fjölskyldu líður vel á Ítalíu, enda verið þar í tæp fimmtán ár. Landsliðsmaðurinn skrifar undir áframhaldandi samning við Padova á næstu dögum.https://t.co/kLbUiwBdY5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2020 „Ég fór í smá sumarfrí og það kom áhugi frá tveimur eða þremur öðrum liðum utan Ítalíu en á endanum tók ég ákvörðun fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína að vera áfram hjá Padova. Við erum að fara út á okkar 14 ár á Ítalíu og þetta er bara orðið okkar annað heimili,“ sagði Emil að lokum. Emil verður að öllum líkindum í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Þremur dögum síðar mætir það Belgíu ytra. Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska C-deildarliðsins Padova á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Emil í viðtali við íþróttadeild RÚV í dag. Þrátt fyrir að vera 36 ára gamall þá höfðu þó nokkur lið áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Á endanum ákvað hann þó að vera áfram hjá Padova. Einhver umræða myndaðist í kringum það að Emil væri í landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann segir þá umræðu hafa verið á villigötum. „Ég var með samning til 31.ágúst við Padova, tímabilið lengdist vegna kórónufaraldursins og eðli málsins samkvæmt var samningurinn framlengdur þar sem við vorum í úrslitakeppni. Ég er búinn að vera undanfarna tíu daga bara í undirbúningstímabili með þeim og kem því í góðu standi í þessa landsleiki“ sagði Emil við íþróttadeild RÚV. Padova ætlar sér upp um deild og á Emil að hjálpa liðinu innanvallar sem utan. „Padova er með spennandi verkefni í gangi og vilja fara beint upp. Ég þekki þjálfarann [Andrea Mandorlini] vel og hann lagði mikið kapp á að fá mig þannig það ríkir gríðarlegt traust á milli okkar. Ég á bara eftir að skrifa undir, þeir ætluðu að senda mér samninginn í tölvupósti eða faxi í dag eða á morgun.“ Emil og fjölskyldu líður vel á Ítalíu, enda verið þar í tæp fimmtán ár. Landsliðsmaðurinn skrifar undir áframhaldandi samning við Padova á næstu dögum.https://t.co/kLbUiwBdY5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2020 „Ég fór í smá sumarfrí og það kom áhugi frá tveimur eða þremur öðrum liðum utan Ítalíu en á endanum tók ég ákvörðun fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína að vera áfram hjá Padova. Við erum að fara út á okkar 14 ár á Ítalíu og þetta er bara orðið okkar annað heimili,“ sagði Emil að lokum. Emil verður að öllum líkindum í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Þremur dögum síðar mætir það Belgíu ytra. Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira