Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2020 12:30 Leikmenn skulu forðast snertingu en svona þökkuðu Eyjamenn og Selfyssingar hver öðrum eftir leik um helgina. skjáskot/Selfoss TV Til að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju, þrátt fyrir almennar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins, hafa verið útbúnar sérstakar sóttvarnareglur fyrir mismunandi íþróttagreinar. Misvel gengur að fylgja þeim eftir. Þannig virtust sum lið ekki meðvituð um, eða hreinlega hundsa, reglu um að forðast samgang og heilsast ekki með snertingu eftir leiki á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. Þó að leikmenn megi eftir sem áður spila handbolta með öllum þeim faðmlögum og snertingum sem því fylgja eru nýju reglurnar skýrar um að slíkt er ekki í boði eftir að leik lýkur. Í reglum sem stjórn HSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði, og samþykktar voru af ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum, segir meðal annars: Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“ Í flestum ef ekki öllum leikjum á Ragnarsmótinu mátti sjá samherja fagna í leikslok með spaðafimmum og faðmlögum. Slíkt hefur einnig sést í knattspyrnuleikjum hér á landi, þvert á reglur KSÍ. Í lok sumra leikja á Ragnarsmótinu mátti hins vegar líka sjá ekki bara samherja heldur andstæðinga fallast í faðma, eða slá saman lófum, jafnvel þannig að gengið var á röðina. Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Reyndar virðist hafa gengið mun betur að fylgja reglunum í kvennaflokki á mótinu, þar sem andstæðingar létu nægja að klappa hver til annars úr góðri fjarlægð, og þannig var það einnig í mörgum karlaleikjanna. Það virðist alltaf hafa verið gott bil á milli liða á Ragnarsmóti kvenna þegar þau þökkuðu andstæðingum eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
Til að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju, þrátt fyrir almennar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins, hafa verið útbúnar sérstakar sóttvarnareglur fyrir mismunandi íþróttagreinar. Misvel gengur að fylgja þeim eftir. Þannig virtust sum lið ekki meðvituð um, eða hreinlega hundsa, reglu um að forðast samgang og heilsast ekki með snertingu eftir leiki á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. Þó að leikmenn megi eftir sem áður spila handbolta með öllum þeim faðmlögum og snertingum sem því fylgja eru nýju reglurnar skýrar um að slíkt er ekki í boði eftir að leik lýkur. Í reglum sem stjórn HSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði, og samþykktar voru af ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum, segir meðal annars: Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“ Í flestum ef ekki öllum leikjum á Ragnarsmótinu mátti sjá samherja fagna í leikslok með spaðafimmum og faðmlögum. Slíkt hefur einnig sést í knattspyrnuleikjum hér á landi, þvert á reglur KSÍ. Í lok sumra leikja á Ragnarsmótinu mátti hins vegar líka sjá ekki bara samherja heldur andstæðinga fallast í faðma, eða slá saman lófum, jafnvel þannig að gengið var á röðina. Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Reyndar virðist hafa gengið mun betur að fylgja reglunum í kvennaflokki á mótinu, þar sem andstæðingar létu nægja að klappa hver til annars úr góðri fjarlægð, og þannig var það einnig í mörgum karlaleikjanna. Það virðist alltaf hafa verið gott bil á milli liða á Ragnarsmóti kvenna þegar þau þökkuðu andstæðingum eftir leik.skjáskot/Selfoss TV
Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00