Fjórtán daga bann í Slóvakíu ógnar samskonar umspilsleik og á að spilast í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 09:00 Slóvakísku landsliðsmennirnir Martin Skrtel, Michal Sulla, Adam Nemec og Ondrej Duda. Getty/Pakawich Damrongkiattisak Slóvakar hafa ákveðið að banna alla íþróttaviðburði næstu fjórtán daga á meðan berst við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Þetta er samskonar bann og var sett á Ítalíu en Ítalir eru reyndar með mánaðarbann. Ólíkt Slóvakíu þá eru Ítalir ekki á leiðinni í umspil um sæti á EM eins og við Íslendingar. Ítalar eru búnir að tryggja sér sæti á EM. Bannið í Slóvakíu ógnar aftur á móti umspilsleik þjóðarinnar á móti Írlandi sem á að fara fram sama dag og leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum.A 14-day ban on all sporting events in Slovakia because of #coronavirus has put in doubt the #Euro2020 play-off with the Republic of Ireland on 26 March. More details https://t.co/AM3eoQTNRL#bbcfootballpic.twitter.com/vXoZOIfDWd — BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2020Leikur Slóvakíu og Írlands á að fara fram í Bratislava 26. mars eða eftir sextán daga. Það þýðir að bannið verður enn í gildi þremur dögum fyrir leikinn. Peter Pellegrini, forsætisráðherra Slóvakíu, tilkynnti um bannið í gær en þar snýr ekki bara að íþróttaviðburðum heldur öllum viðburðum þar sem fólk kemur saman og öllum viðburðum á vegum stjórnvalda. Þetta eru mjög hörð viðbrögð því „aðeins“ hafa fundist sjö Covid-19 veirusmit í landinu. Slóvakíska knattspyrnusambandið hafði sagt áður að leikurinn við Írland færi hugsanlega fram með enga áhorfendur í stúkunni en sambandið ætlar að endurgreiða miðana verði það niðurstaðan. Í kringum 2200 Slóvakar hafa keypt miða á leikinn en það er langt frá því að vera uppselt eins og á leik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum. Eins og staðan er núna mun leikurinn í Bratislava fara fram en eins og með allt annað á þessum óvissutímum er það í stöðugri endurskoðun. EM 2020 í fótbolta Slóvakía Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira
Slóvakar hafa ákveðið að banna alla íþróttaviðburði næstu fjórtán daga á meðan berst við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Þetta er samskonar bann og var sett á Ítalíu en Ítalir eru reyndar með mánaðarbann. Ólíkt Slóvakíu þá eru Ítalir ekki á leiðinni í umspil um sæti á EM eins og við Íslendingar. Ítalar eru búnir að tryggja sér sæti á EM. Bannið í Slóvakíu ógnar aftur á móti umspilsleik þjóðarinnar á móti Írlandi sem á að fara fram sama dag og leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum.A 14-day ban on all sporting events in Slovakia because of #coronavirus has put in doubt the #Euro2020 play-off with the Republic of Ireland on 26 March. More details https://t.co/AM3eoQTNRL#bbcfootballpic.twitter.com/vXoZOIfDWd — BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2020Leikur Slóvakíu og Írlands á að fara fram í Bratislava 26. mars eða eftir sextán daga. Það þýðir að bannið verður enn í gildi þremur dögum fyrir leikinn. Peter Pellegrini, forsætisráðherra Slóvakíu, tilkynnti um bannið í gær en þar snýr ekki bara að íþróttaviðburðum heldur öllum viðburðum þar sem fólk kemur saman og öllum viðburðum á vegum stjórnvalda. Þetta eru mjög hörð viðbrögð því „aðeins“ hafa fundist sjö Covid-19 veirusmit í landinu. Slóvakíska knattspyrnusambandið hafði sagt áður að leikurinn við Írland færi hugsanlega fram með enga áhorfendur í stúkunni en sambandið ætlar að endurgreiða miðana verði það niðurstaðan. Í kringum 2200 Slóvakar hafa keypt miða á leikinn en það er langt frá því að vera uppselt eins og á leik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum. Eins og staðan er núna mun leikurinn í Bratislava fara fram en eins og með allt annað á þessum óvissutímum er það í stöðugri endurskoðun.
EM 2020 í fótbolta Slóvakía Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira