Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór Björnsson í leik með KR. Vísir/Bára Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. Brynjar Þór Björnsson gaf það út fyrr í dag að hann myndi ekki mæta í leik KR og Stjörnunnar í Domino´s deildar karla í körfubolta þar sem hann telur að það sé óskynsamlegt að mæta á jafn fjölmennan stað og DHL-Höllin þegar fólk er að glíma við mjög alvarlegan smitsjúkdóm á Íslandi. Brynjar er þar að tala um Kórónuveiruna. „Þessi tilkynning kom mjög á óvart og þarna talar Brynjar sem einstaklingur. Hann er ekki að tala fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR. Það er alveg ljóst að sérsamböndin eru í miklum samskiptum við yfirvöld útaf þessu máli. Það er þeirra að kalla það hvort að leikir fara fram eða ekki. Það er ekki félaganna, leikmanns, þjálfara eða stjórnarmanna að ákveða það,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem ég er því miður ekki sáttur við og mér finnst hann hafa hlaupið á sig í þessum efnum. Ég ítreka það að sérsamböndin eru í sambandi við yfirvöld og það er þeirra að ákveða hvort leikir fari fram eða ekki,“ sagði Böðvar. Þessi yfirlýsing frá Brynjari breytir engu með leikinn á morgun þar sem Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Frostaskjóli. „Að sjálfsögðu fer þessi leikur fram nema að það gerist eitthvað í dag eða á morgun eða að eitthvað annað komi í ljós. Það er ekki KR-inga að ákveða það hvort leikurinn fari fram eða ekki. Það er auðvitað KKÍ eins og HSÍ, KSÍ og öll þessi sérsambönd. Það er þeirra að taka ákvörðun í samráði við yfirvöld,“ sagði Böðvar en ætlar hann að reyna að sannfæra Brynjar um að breyta ákvörðun sinni. „Ég heyrði í honum áðan. Hann er þarna að gefa út persónulega yfirlýsingu á sinni persónulegu fésbókarsíðu. Hann gerir það án þess að vera í samráði við mig eða stjórn deildarinnar. Hann verður þá bara að standa og falla með því,“ sagði Böðvar. „Þessi veira er staðreynd. Brynjar er samt starfsmaður KR. Það myndi nú heyrast hljóð úr horni ef starfsmaður einhvers banka eða stórfyrirtækis myndi taka það upp á eigin spýtur að fara í fjölmiðla og segjast ekki ætla að mæta í vinnuna útaf þessum faraldri. Sá hinn sami eða hin sama væri búin að missa vinnuna á núll einni,“ sagði Böðvar en hann ætlar þó ekki að reka Brynjar. „Við öndum með nefinu og erum bara róleg í þessum efnum. Auðvitað fylgjumst við grannt með framvindu mála og förum eftir einu og öllu ef eitthvað breytist. Þá er það bara gert í gegnum okkar sérsamband, KKÍ,“ sagði Böðvar. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. Brynjar Þór Björnsson gaf það út fyrr í dag að hann myndi ekki mæta í leik KR og Stjörnunnar í Domino´s deildar karla í körfubolta þar sem hann telur að það sé óskynsamlegt að mæta á jafn fjölmennan stað og DHL-Höllin þegar fólk er að glíma við mjög alvarlegan smitsjúkdóm á Íslandi. Brynjar er þar að tala um Kórónuveiruna. „Þessi tilkynning kom mjög á óvart og þarna talar Brynjar sem einstaklingur. Hann er ekki að tala fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR. Það er alveg ljóst að sérsamböndin eru í miklum samskiptum við yfirvöld útaf þessu máli. Það er þeirra að kalla það hvort að leikir fara fram eða ekki. Það er ekki félaganna, leikmanns, þjálfara eða stjórnarmanna að ákveða það,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem ég er því miður ekki sáttur við og mér finnst hann hafa hlaupið á sig í þessum efnum. Ég ítreka það að sérsamböndin eru í sambandi við yfirvöld og það er þeirra að ákveða hvort leikir fari fram eða ekki,“ sagði Böðvar. Þessi yfirlýsing frá Brynjari breytir engu með leikinn á morgun þar sem Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Frostaskjóli. „Að sjálfsögðu fer þessi leikur fram nema að það gerist eitthvað í dag eða á morgun eða að eitthvað annað komi í ljós. Það er ekki KR-inga að ákveða það hvort leikurinn fari fram eða ekki. Það er auðvitað KKÍ eins og HSÍ, KSÍ og öll þessi sérsambönd. Það er þeirra að taka ákvörðun í samráði við yfirvöld,“ sagði Böðvar en ætlar hann að reyna að sannfæra Brynjar um að breyta ákvörðun sinni. „Ég heyrði í honum áðan. Hann er þarna að gefa út persónulega yfirlýsingu á sinni persónulegu fésbókarsíðu. Hann gerir það án þess að vera í samráði við mig eða stjórn deildarinnar. Hann verður þá bara að standa og falla með því,“ sagði Böðvar. „Þessi veira er staðreynd. Brynjar er samt starfsmaður KR. Það myndi nú heyrast hljóð úr horni ef starfsmaður einhvers banka eða stórfyrirtækis myndi taka það upp á eigin spýtur að fara í fjölmiðla og segjast ekki ætla að mæta í vinnuna útaf þessum faraldri. Sá hinn sami eða hin sama væri búin að missa vinnuna á núll einni,“ sagði Böðvar en hann ætlar þó ekki að reka Brynjar. „Við öndum með nefinu og erum bara róleg í þessum efnum. Auðvitað fylgjumst við grannt með framvindu mála og förum eftir einu og öllu ef eitthvað breytist. Þá er það bara gert í gegnum okkar sérsamband, KKÍ,“ sagði Böðvar.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00