Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 16:30 Dembele í leiknum gegn Dortmund í nóvember. Vísir/Getty Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. Þá er Luis Suarez einnig á meiðslalistanum hjá Barcelona og framlína liðsins því þunnskipuð. LaLiga gives Barcelona permission to sign a replacement for the injured Ousmane Dembele, reports @mundodeportivopic.twitter.com/cCTvmo24CA— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020 Þetta kom fram á spænska miðlinum Mundo Deportivo. Talið er að hinn ungi Ousmane Dembele verði frá í allt að sex mánuði eftir að hafa meiðst á hægra læri í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu þann 27. nóvember. Fór hann í aðgerð nýverið vegna meiðslanna en aðeins eru rúm tvö ár síðan Dembele fór í samskonar aðgerð á vinstra læri. Í 2-1 sigri liðsins á Getafe á laugardaginn var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði Börsunga. Lék hann 85 mínútur en Arturo Vidal kom inn í hans stað undir lok leiks. Barcelona er sem stendur í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi á eftir Real Madrid sem situr á toppnum með 53 stig þegar 24 umferðum er lokið. Liðin mætast svo í hinum margrómaða El Clásico þann 1. mars. Urmull framherja var orðaður við Börsunga á meðan glugginn var opinn í janúar en enginn gekk til liðs við félagið. Eins og stðaan er í dag er talið líklegast Willian Jose, leikmaður Real Sociedad, gangi til liðs við Barcelona en þessi 28 ára framherji hefur skorað átta mörk í 22 leikjum á leiktíðinni. Barcelona mætir Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar næstkomandi. Fyrri leikur liðanna fer fram á Ítalíu. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. Þá er Luis Suarez einnig á meiðslalistanum hjá Barcelona og framlína liðsins því þunnskipuð. LaLiga gives Barcelona permission to sign a replacement for the injured Ousmane Dembele, reports @mundodeportivopic.twitter.com/cCTvmo24CA— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020 Þetta kom fram á spænska miðlinum Mundo Deportivo. Talið er að hinn ungi Ousmane Dembele verði frá í allt að sex mánuði eftir að hafa meiðst á hægra læri í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu þann 27. nóvember. Fór hann í aðgerð nýverið vegna meiðslanna en aðeins eru rúm tvö ár síðan Dembele fór í samskonar aðgerð á vinstra læri. Í 2-1 sigri liðsins á Getafe á laugardaginn var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði Börsunga. Lék hann 85 mínútur en Arturo Vidal kom inn í hans stað undir lok leiks. Barcelona er sem stendur í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi á eftir Real Madrid sem situr á toppnum með 53 stig þegar 24 umferðum er lokið. Liðin mætast svo í hinum margrómaða El Clásico þann 1. mars. Urmull framherja var orðaður við Börsunga á meðan glugginn var opinn í janúar en enginn gekk til liðs við félagið. Eins og stðaan er í dag er talið líklegast Willian Jose, leikmaður Real Sociedad, gangi til liðs við Barcelona en þessi 28 ára framherji hefur skorað átta mörk í 22 leikjum á leiktíðinni. Barcelona mætir Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar næstkomandi. Fyrri leikur liðanna fer fram á Ítalíu.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00
Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52