Nýr leikmaður Bayern ökklabraut eina af stjörnum liðsins á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 20:45 Álvaro Odriozola kom til Bayern München í síðasta mánuði. Getty/Alex Grimm Alvaro Odriozola er nýkominn til þýska stórliðsins Bayern München en virðist hafa verið aðeins of kappsamur á æfingu liðsins í dag. Þýska blaðið Bild greindi frá því að Alvaro Odriozola hafi ökklabrotið Króatann Ivan Perisic á æfingu liðsins í dag. Ivan Perisic verður frá í að minnsta kosti einn mánuð vegna meiðslanna. Hansi Flick, sem tók tímabundið við liði Bayern München, staðfesti meiðsli leikmannsins á Twitter-síðu Bayern. ℹ️ Hansi #Flick: "Ivan's ankle has to be screwed together. It will take around four weeks for the injury to heal, then he'll begin recovery training."https://t.co/qnA5e8KgQW#ComeBackStronger— FC Bayern English (@FCBayernEN) February 4, 2020 Meiðslin voru að sjálfsögðu slys því Alvaro Odriozola ætlaði aldrei að meiða liðsfélaga sinn. „Við héldum fyrst að þetta væri ekki svo slæmt en svo kom brotið í ljós þegar ökklinn var skoðaður betur,“ sagði Hansi Flick. „Svona hlutir gerast í fótboltanum en auðvitað hefðum við viljað sjá þetta fara öðruvísi,“ sagði Flick. Bayern fékk Alvaro Odriozola á láni frá Real Madrid en hann hafði aðeins spilað fjóra deildarleiki með Real á leiktíðinni. January 22: Alvaro Odriozola joins Bayern Munich February 4: Odriozola fractures Ivan Perisic's ankle in training, reports Bildpic.twitter.com/94iVTBooy4— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 Alvaro Odriozola er 24 ára gamall hægri bakvörður sem kom til Real Madrid frá Real Sociedad árið 2018. Hann hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Spán og skoraði eitt mark. Ivan Perisic er 31 árs gamall og er með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í fimmtán leikjum með Bayern München í þýsku deildinni á þessu tímabili. Það eru líka góðar fréttir af leikmannamálum Bayern því Serge Gnabry hefur náð sér að fullu og það styttist í endurkomu Kingsley Coman. Bayern München er komið aftur í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir sex sigurleiki í röð en liðið var í 5. sæti fyrir sex umferðum síðan. Liðið mætir Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrri leikurinn er í London 25. febrúar. Þýski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira
Alvaro Odriozola er nýkominn til þýska stórliðsins Bayern München en virðist hafa verið aðeins of kappsamur á æfingu liðsins í dag. Þýska blaðið Bild greindi frá því að Alvaro Odriozola hafi ökklabrotið Króatann Ivan Perisic á æfingu liðsins í dag. Ivan Perisic verður frá í að minnsta kosti einn mánuð vegna meiðslanna. Hansi Flick, sem tók tímabundið við liði Bayern München, staðfesti meiðsli leikmannsins á Twitter-síðu Bayern. ℹ️ Hansi #Flick: "Ivan's ankle has to be screwed together. It will take around four weeks for the injury to heal, then he'll begin recovery training."https://t.co/qnA5e8KgQW#ComeBackStronger— FC Bayern English (@FCBayernEN) February 4, 2020 Meiðslin voru að sjálfsögðu slys því Alvaro Odriozola ætlaði aldrei að meiða liðsfélaga sinn. „Við héldum fyrst að þetta væri ekki svo slæmt en svo kom brotið í ljós þegar ökklinn var skoðaður betur,“ sagði Hansi Flick. „Svona hlutir gerast í fótboltanum en auðvitað hefðum við viljað sjá þetta fara öðruvísi,“ sagði Flick. Bayern fékk Alvaro Odriozola á láni frá Real Madrid en hann hafði aðeins spilað fjóra deildarleiki með Real á leiktíðinni. January 22: Alvaro Odriozola joins Bayern Munich February 4: Odriozola fractures Ivan Perisic's ankle in training, reports Bildpic.twitter.com/94iVTBooy4— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 Alvaro Odriozola er 24 ára gamall hægri bakvörður sem kom til Real Madrid frá Real Sociedad árið 2018. Hann hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Spán og skoraði eitt mark. Ivan Perisic er 31 árs gamall og er með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í fimmtán leikjum með Bayern München í þýsku deildinni á þessu tímabili. Það eru líka góðar fréttir af leikmannamálum Bayern því Serge Gnabry hefur náð sér að fullu og það styttist í endurkomu Kingsley Coman. Bayern München er komið aftur í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir sex sigurleiki í röð en liðið var í 5. sæti fyrir sex umferðum síðan. Liðið mætir Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrri leikurinn er í London 25. febrúar.
Þýski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira