Guðmundur landsliðsþjálfari: Þetta er óásættanlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 15:45 Guðmundur Guðmundsson fékk ekki langan tíma til að undirbúa strákana okkar fyrir Svíaleikinn og strákarnir fengu lítinn tíma til að ná úr sér þreytunni eftir sjötta leik sinn á EM. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Ekstra blaðið í Danmörku fjallar um óánægju handboltamanna með leikjafyrirkomulagið á Evrópumótinu í handbolta þar sem spilað er mjög þétt. Það er sérstaklega lokaumferðin sem fer fyrir brjóstið á mörgum og þá sérstaklega íslenska landsliðsþjálfaranum, Guðmundi Guðmundssyni. Danska sjónvarpsstöðin TV2 Sport talaði við Guðmund eftir tapleikinn á móti Noregi í gær og þá um leikjafyrirkomulag mótsins. Guðmundur skilur ekki hvernig menn hjá evrópska sambandinu hafi getað sett þetta svona upp. Það eru aðeins 26 tímar á milli leikja íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Svía í kvöld en Spánverjum fengu aftur á móti meira en tvo sólarhringa fyrir sinn síðasta leik í milliriðlinum. „Ég er ekki ánægður með það að sjöundi leikurinn okkar á mótinu sé spilaður daginn eftir okkar sjötta leik. Við fáum ekki hvíldardag og það er óásættanlegt í handboltaheiminum að þurfa að spila tvo daga í röð. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Guðmundur við TV2 Sport en Ekstra blaðið segir frá. Leikir sex og sjö í íslenska milliriðlinum fara fram dag eftir dag en það var ekki þannig í hinum milliriðlinum þar sem keppni lýkur líka í dag. Þar fengu liðin alltaf hvíldardag á milli leikja sinna. Ekstrablaðið ræðir einnig við Morten Henriksen íþróttastjóra danska handboltasambandsins. „Þetta er ekki hundrað prósent sanngjarnt en það er erfitt að hafa þetta hundrað prósent sanngjarnt. Hér bætist einnig við að nokkrar þjóðir hafa verið að ferðast á milli staða og þá fengu heimaþjóðirnar að byrja mótið degi fyrr. Það er erfitt að skipuleggja þetta og við erum háð áhorfendum og sjónvarpsstöðvunum,“ sagði Morten Henriksen. „Þetta er ekki að koma upp í fyrsta sinn þótt að þetta hafi verið meira vandamál á heimsmeistaramótinu. Nú hefur hins vegar Alþjóðahandboltasambandið ákveðið að það verði alltaf af vera einn hvíldardagur á milli leikja sem er mjög athyglisverð regla,“ sagði Morten Henriksen. Það má lesa meira um þetta hér. EM 2020 í handbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Ekstra blaðið í Danmörku fjallar um óánægju handboltamanna með leikjafyrirkomulagið á Evrópumótinu í handbolta þar sem spilað er mjög þétt. Það er sérstaklega lokaumferðin sem fer fyrir brjóstið á mörgum og þá sérstaklega íslenska landsliðsþjálfaranum, Guðmundi Guðmundssyni. Danska sjónvarpsstöðin TV2 Sport talaði við Guðmund eftir tapleikinn á móti Noregi í gær og þá um leikjafyrirkomulag mótsins. Guðmundur skilur ekki hvernig menn hjá evrópska sambandinu hafi getað sett þetta svona upp. Það eru aðeins 26 tímar á milli leikja íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Svía í kvöld en Spánverjum fengu aftur á móti meira en tvo sólarhringa fyrir sinn síðasta leik í milliriðlinum. „Ég er ekki ánægður með það að sjöundi leikurinn okkar á mótinu sé spilaður daginn eftir okkar sjötta leik. Við fáum ekki hvíldardag og það er óásættanlegt í handboltaheiminum að þurfa að spila tvo daga í röð. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Guðmundur við TV2 Sport en Ekstra blaðið segir frá. Leikir sex og sjö í íslenska milliriðlinum fara fram dag eftir dag en það var ekki þannig í hinum milliriðlinum þar sem keppni lýkur líka í dag. Þar fengu liðin alltaf hvíldardag á milli leikja sinna. Ekstrablaðið ræðir einnig við Morten Henriksen íþróttastjóra danska handboltasambandsins. „Þetta er ekki hundrað prósent sanngjarnt en það er erfitt að hafa þetta hundrað prósent sanngjarnt. Hér bætist einnig við að nokkrar þjóðir hafa verið að ferðast á milli staða og þá fengu heimaþjóðirnar að byrja mótið degi fyrr. Það er erfitt að skipuleggja þetta og við erum háð áhorfendum og sjónvarpsstöðvunum,“ sagði Morten Henriksen. „Þetta er ekki að koma upp í fyrsta sinn þótt að þetta hafi verið meira vandamál á heimsmeistaramótinu. Nú hefur hins vegar Alþjóðahandboltasambandið ákveðið að það verði alltaf af vera einn hvíldardagur á milli leikja sem er mjög athyglisverð regla,“ sagði Morten Henriksen. Það má lesa meira um þetta hér.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira