Kristinn: Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni Einar Kárason skrifar 28. janúar 2020 22:09 Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, ásamt Erlingi Richardssyni, meðþjálfara sínum. vísir/ „Þetta féll með þeim í lokin og því fór sem fór,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir eins marks tap gegn Val á heimavelli er Olís-deild karla fór aftur af stað eftir hlé. „Þetta er leikur sem klárast á smáatriðum.” Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum þegar gengið var til búningsherbergja en mættu ekki tilbúnir til leiks í síðari hálfleik þar sem gestirnir tóku völd. „Þetta er leikur sem er mjög sveiflukenndur. Við erum að ná þarna tvisvar fjögurra marka forustu. Þeir (Valsmenn) eru að ná henni. Þá ná svo að vera aðeins á undan í seinni hálfleik og við alltaf að jafna.” „Við töluðum um að halda áfram í hálfleik. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja á aðra hluti sem við töldum vera möguleikar en við vorum bara ekki nógu sterkir sóknarlega fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Vorum of staðir og kannski ekki alveg klárir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, hvað var það í sóknarleik okkar í upphafi seinni hálfleiks sem var ekki nógu gott og laga það. Það er klárlega kafli í leiknum sem var ekki nógu góður.” ÍBV voru nálægt því að jafna á lokasekúndu leiksins en dómarar leiksins töldu tímann vera liðinn þegar boltinn fór yfir línuna. „Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni. Ég er náttúrulega alveg hlutlaus í því efni,” sagði Kristinn kíminn. „Vonandi hafa þeir haft rétt fyrir sér. Það var örugglega hrikalegt að þurfa að þetta. Var hann inni, var hann ekki inni? Hann þarf að taka ákvörðun og hann tekur þessa ákvörðun að sinni bestu vitund.” Þrátt fyrir tap fannst Kristni spilamennska liðsins ekki vera alls galin. „Við megum ekki grafa okkur niður við eins marks tap á móti liði sem er búið að vera besta liðið í deildinni upp á síðkastið. Það er ekki þar með sagt að maður sé ekki drullusvekktur við að hafa tapað. Við verðum bara að nýta þá daga sem við eigum fram á laugardag en við eigum hörkuleik á móti Selfoss og það verður örugglega eitthvað annað eins bíó.” „Þetta snýst um að vera klókur og stundum höfum við verið það. Við vorum það á móti FH í síðasta leik og núna vorum við undir og við verðum bara að halda áfram. Við verðum að skapa okkar lukku sjálfir,” sagði Kristinn að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
„Þetta féll með þeim í lokin og því fór sem fór,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir eins marks tap gegn Val á heimavelli er Olís-deild karla fór aftur af stað eftir hlé. „Þetta er leikur sem klárast á smáatriðum.” Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum þegar gengið var til búningsherbergja en mættu ekki tilbúnir til leiks í síðari hálfleik þar sem gestirnir tóku völd. „Þetta er leikur sem er mjög sveiflukenndur. Við erum að ná þarna tvisvar fjögurra marka forustu. Þeir (Valsmenn) eru að ná henni. Þá ná svo að vera aðeins á undan í seinni hálfleik og við alltaf að jafna.” „Við töluðum um að halda áfram í hálfleik. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja á aðra hluti sem við töldum vera möguleikar en við vorum bara ekki nógu sterkir sóknarlega fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Vorum of staðir og kannski ekki alveg klárir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, hvað var það í sóknarleik okkar í upphafi seinni hálfleiks sem var ekki nógu gott og laga það. Það er klárlega kafli í leiknum sem var ekki nógu góður.” ÍBV voru nálægt því að jafna á lokasekúndu leiksins en dómarar leiksins töldu tímann vera liðinn þegar boltinn fór yfir línuna. „Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni. Ég er náttúrulega alveg hlutlaus í því efni,” sagði Kristinn kíminn. „Vonandi hafa þeir haft rétt fyrir sér. Það var örugglega hrikalegt að þurfa að þetta. Var hann inni, var hann ekki inni? Hann þarf að taka ákvörðun og hann tekur þessa ákvörðun að sinni bestu vitund.” Þrátt fyrir tap fannst Kristni spilamennska liðsins ekki vera alls galin. „Við megum ekki grafa okkur niður við eins marks tap á móti liði sem er búið að vera besta liðið í deildinni upp á síðkastið. Það er ekki þar með sagt að maður sé ekki drullusvekktur við að hafa tapað. Við verðum bara að nýta þá daga sem við eigum fram á laugardag en við eigum hörkuleik á móti Selfoss og það verður örugglega eitthvað annað eins bíó.” „Þetta snýst um að vera klókur og stundum höfum við verið það. Við vorum það á móti FH í síðasta leik og núna vorum við undir og við verðum bara að halda áfram. Við verðum að skapa okkar lukku sjálfir,” sagði Kristinn að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00