Þrír komust í fjögurra áratuga klúbbinn í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2020 23:30 Fulltrúar 1980-kynslóðarinnar í Olís-deild karla. vísir/vilhelm/bára Þrír leikmenn náðu þeim merka áfanga að spila leik í efstu deild á Íslandi á fjórða mismunandi áratugnum þegar keppni í Olís-deild karla í handbolta hófst aftur í gær. Þetta eru jafnaldrarnir Hreiðar Levý Guðmundsson, Vignir Svavarsson og Sturla Ásgeirsson (fæddir 1980). Allir fögnuðu þeir sigri í leikjum gærdagsins. Hreiðar átti frábæra innkomu þegar Valur vann ÍBV, 25-26, í Eyjum. Fasteignasalinn knái varði sjö skot, þar af tvö víti, af þeim 15 skotum sem hann fékk á sig (47%). Hreiðar lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Gróttu/KR í 2. deild tímabilið 1997-98. Hans fyrsti leikur í efstu deild var með Gróttu/KR í 20-24 tapi fyrir þáverandi Íslandsmeisturum Vals 3. október 1998. Á löngum ferli hefur Hreiðar komið víða við. Hann gekk til liðs við Val fyrir þetta tímabil eftir að hafa leikið með Gróttu í tvö ár þar á undan. Vignir og félagar hans í Haukum náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á Fram, 23-21, á Ásvöllum. Vignir skoraði eitt mark í leiknum. Vignir lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í tapi fyrir HK, 28-25, 7. mars 1999. Hann lék með Haukum til 2005 þegar hann fór til Lemgo í Þýskalandi. Vignir lék sem atvinnumaður í 14 ár en sneri aftur til Hauka síðasta sumar. Sturla skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍR rúllaði yfir KA, 34-22, í Austurberginu. Sturla lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í sigri á HK, 29-26, 26. nóvember 1999. Hann lék með ÍR til ársins 2004 þegar hann gekk í raðir Århus í Danmörku. Eftir fjögur ár hjá Århus og tvö hjá Düsseldorf í Þýskalandi sneri Sturla aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir Vals. Hann lék með Val í tvö ár en fór svo aftur í ÍR 2012 þar sem hann hefur leikið síðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Þrír leikmenn náðu þeim merka áfanga að spila leik í efstu deild á Íslandi á fjórða mismunandi áratugnum þegar keppni í Olís-deild karla í handbolta hófst aftur í gær. Þetta eru jafnaldrarnir Hreiðar Levý Guðmundsson, Vignir Svavarsson og Sturla Ásgeirsson (fæddir 1980). Allir fögnuðu þeir sigri í leikjum gærdagsins. Hreiðar átti frábæra innkomu þegar Valur vann ÍBV, 25-26, í Eyjum. Fasteignasalinn knái varði sjö skot, þar af tvö víti, af þeim 15 skotum sem hann fékk á sig (47%). Hreiðar lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Gróttu/KR í 2. deild tímabilið 1997-98. Hans fyrsti leikur í efstu deild var með Gróttu/KR í 20-24 tapi fyrir þáverandi Íslandsmeisturum Vals 3. október 1998. Á löngum ferli hefur Hreiðar komið víða við. Hann gekk til liðs við Val fyrir þetta tímabil eftir að hafa leikið með Gróttu í tvö ár þar á undan. Vignir og félagar hans í Haukum náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á Fram, 23-21, á Ásvöllum. Vignir skoraði eitt mark í leiknum. Vignir lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í tapi fyrir HK, 28-25, 7. mars 1999. Hann lék með Haukum til 2005 þegar hann fór til Lemgo í Þýskalandi. Vignir lék sem atvinnumaður í 14 ár en sneri aftur til Hauka síðasta sumar. Sturla skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍR rúllaði yfir KA, 34-22, í Austurberginu. Sturla lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í sigri á HK, 29-26, 26. nóvember 1999. Hann lék með ÍR til ársins 2004 þegar hann gekk í raðir Århus í Danmörku. Eftir fjögur ár hjá Århus og tvö hjá Düsseldorf í Þýskalandi sneri Sturla aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir Vals. Hann lék með Val í tvö ár en fór svo aftur í ÍR 2012 þar sem hann hefur leikið síðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00