Aron og Alexander mættu saman í viðtal og fóru á kostum Anton Ingi Leifsson skrifar 13. janúar 2020 19:22 Alexander Petersson og Aron Pálmarsson mættu saman í viðtal eftir sigur Íslands á Rússlandi í dag. Ísland hefur þar af leiðandi unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. „Við mættum hrikalega vel stemmdir inn í þennan leik. Það var mikið undir og talað um það hvað við höfum verið að klúðra á síðustu mótum. Við mættum 120% og sýndum það að við ætluðum ekki að klúðra þessu,“ sagði Aron. „Við sýndum það að við erum orðnir alvöru lið og kafsigldum þá,“ bætti Aron við. Alexander var magnaður varnarlega og hann var sáttur. Aðspurður hvort að vörnin hafi minnt á Peking svaraði hann: „Ég man það ekki. Það er svo langt síðan,“ sagði hann og hló áður en hann hélt áfram. „Strákarnir gerðu þetta mjög vel. Allir eru að berjast eins og ljón. Við erum bara tveir gamlir karlar,“ sagði Alexander sem brosti til Arons. Aron komst ekki á blað í dag eftir magnaðan leik á laugardaginn og Alexander skilur það enda var Aron tekinn úr umferð. „Hvaðan átti hann að skjóta? Af 15-20 metrum? Sjáðu að Viggó kemur inn og allir hinir. Geggjaðir leikmenn og gaman að spila með þeim.“ Aron segir að innkoma strákanna af bekknum sé jákvæð. „Það er ekki sjálfgefið að koma inn af bekknum í leik sem er svona þægilegur og halda svona standard. Þeir sýndu það strákarnir að þeir eru helvíti góðir og þeir gáfu í ef eitthvað var. Það er mjög jákvætt fyrir okkur sem lið og þá sem einstaklinganna.“ Alexander segir að líkaminn hafi það fínt. „Ég er bara góður. Við verðum svo bara sjá til. Ég þarf að jafna mig og svo sjáum við til.“ Aron vill að liðið haldi uppteknum hætti í síðasta leiknum í riðlinum gegn Ungverjum á miðvikudag. „Við sýndum í dag að við getum haldið standard. Erum nú búnir að gera það tvo leiki í röð og nú er bara bæta einum leik við. Mæta alveg eins í næsta leik.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 Guðmundur fékk gæsahúð yfir varnarleiknum Guðmundur Guðmundsson gekk stoltur frá borði í kvöld. 13. janúar 2020 19:04 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Alexander Petersson og Aron Pálmarsson mættu saman í viðtal eftir sigur Íslands á Rússlandi í dag. Ísland hefur þar af leiðandi unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. „Við mættum hrikalega vel stemmdir inn í þennan leik. Það var mikið undir og talað um það hvað við höfum verið að klúðra á síðustu mótum. Við mættum 120% og sýndum það að við ætluðum ekki að klúðra þessu,“ sagði Aron. „Við sýndum það að við erum orðnir alvöru lið og kafsigldum þá,“ bætti Aron við. Alexander var magnaður varnarlega og hann var sáttur. Aðspurður hvort að vörnin hafi minnt á Peking svaraði hann: „Ég man það ekki. Það er svo langt síðan,“ sagði hann og hló áður en hann hélt áfram. „Strákarnir gerðu þetta mjög vel. Allir eru að berjast eins og ljón. Við erum bara tveir gamlir karlar,“ sagði Alexander sem brosti til Arons. Aron komst ekki á blað í dag eftir magnaðan leik á laugardaginn og Alexander skilur það enda var Aron tekinn úr umferð. „Hvaðan átti hann að skjóta? Af 15-20 metrum? Sjáðu að Viggó kemur inn og allir hinir. Geggjaðir leikmenn og gaman að spila með þeim.“ Aron segir að innkoma strákanna af bekknum sé jákvæð. „Það er ekki sjálfgefið að koma inn af bekknum í leik sem er svona þægilegur og halda svona standard. Þeir sýndu það strákarnir að þeir eru helvíti góðir og þeir gáfu í ef eitthvað var. Það er mjög jákvætt fyrir okkur sem lið og þá sem einstaklinganna.“ Alexander segir að líkaminn hafi það fínt. „Ég er bara góður. Við verðum svo bara sjá til. Ég þarf að jafna mig og svo sjáum við til.“ Aron vill að liðið haldi uppteknum hætti í síðasta leiknum í riðlinum gegn Ungverjum á miðvikudag. „Við sýndum í dag að við getum haldið standard. Erum nú búnir að gera það tvo leiki í röð og nú er bara bæta einum leik við. Mæta alveg eins í næsta leik.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 Guðmundur fékk gæsahúð yfir varnarleiknum Guðmundur Guðmundsson gekk stoltur frá borði í kvöld. 13. janúar 2020 19:04 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47
Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45
Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14
Guðmundur fékk gæsahúð yfir varnarleiknum Guðmundur Guðmundsson gekk stoltur frá borði í kvöld. 13. janúar 2020 19:04