Maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 13:00 Ólafur Karl Finsen með Stjörnunni í leiknum fræga fyrir tæpum sex árum og Ólafur Karl í FH-treyjunni. Mynd/Samsett/S2/FH Ólafur Karl Finsen er komin með keppnisleyfi hjá FH og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir félagið á KR-vellinum í kvöld. FH heimsækir þá KR á Meistaravelli í fyrsta leiknum í Pepsi Max deildinni eftir að Íslandsmótið fékk grænt ljós á nýjan leik frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Ólafur Karl Finsen fékk ekki að spila fyrir Heimi Guðjónsson hjá Val og Valsmenn ákváðu á endanum að lána hann til FH út leiktíðina. Hvort að Heimir Guðjónsson sé ekki enn búinn að fyrirgefa Ólafi Karli fyrir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af honum í uppbótatíma í lokaleik Íslandsmótsins 2014 er ekki vitað en það er alla vega ljóst að maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld. Til upprifjunar þá erum við að tala um hreinan úrslitaleik FH og Stjörnunnar í 22. og síðustu umferð Íslandsmótsins 2014. FH nægði jafntefli í leiknum til að verða Íslandsmeistari en Stjörnumenn urðu að vinna. Ólafur Karl Finsen kom FH í 1-0 á 40. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 64. mínútu. Þannig var staðan þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna og FH-ingar að telja niður í Íslandsmeistaratitil. Ólafur Karl hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta. Hann fiskaði umdeilda vítaspyrnu á Kassim Doumbia í uppbótatímanum og skoraði síðan sjálfur að öryggi úr spyrnunni en þá voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þessi tvenna Ólafs Karls á úrslitastundu tryggði Stjörnunni fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil félagsins til þessa. Það munaði heldur betur um framlag Ólafs Karls í innbyrðis leikjum bestu liðanna því hann skoraði alls fimm mörk í fjórum leikjum á móti liðunum í 2. (FH) og 3. sæti (KR) þetta sumarið 2014. FH-ingar verða samt eflaust mjög fljótir að taka Ólaf Karl í sátt fari hann að sýna sínar bestu hliðar í FH-búningnum. Það ætti að gleðja FH-inga að Ólafur Karl Finsen hefur oftast fundið sig mjög vel á móti KR-liðinu. Hann hefur sem dæmi skorað fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum á móti KR en missti reyndar af öllum KR-leikjunum með sínum liðum frá 2016 til 2018. Nú er að sjá hvort Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen spili Ólafi Karli Finsen í leiknum í kvöld. Hann fær væntanlega einhverjar mínútur en óvíst er hvort hann fái sæti í byrjunarliðinu. Það eru þó flestir sammála um það að Ólafur Karl Finsen er alltof góður leikmaður til að vera aðeins kominn með fjórar mínútur samanlagt eftir níu umferðir af Íslandsmótinu. Ólafur Karl ætti að vera fljótur margfalda þann leiktíma hjá Loga og Eiði Smára. Leikur KR og FH hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 17.45 en klukkan 19.05 hefst síðan útsending frá leik Stjörnunnar og Gróttu á Stöð 2 Sport 3. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Ólafur Karl Finsen er komin með keppnisleyfi hjá FH og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir félagið á KR-vellinum í kvöld. FH heimsækir þá KR á Meistaravelli í fyrsta leiknum í Pepsi Max deildinni eftir að Íslandsmótið fékk grænt ljós á nýjan leik frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Ólafur Karl Finsen fékk ekki að spila fyrir Heimi Guðjónsson hjá Val og Valsmenn ákváðu á endanum að lána hann til FH út leiktíðina. Hvort að Heimir Guðjónsson sé ekki enn búinn að fyrirgefa Ólafi Karli fyrir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af honum í uppbótatíma í lokaleik Íslandsmótsins 2014 er ekki vitað en það er alla vega ljóst að maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld. Til upprifjunar þá erum við að tala um hreinan úrslitaleik FH og Stjörnunnar í 22. og síðustu umferð Íslandsmótsins 2014. FH nægði jafntefli í leiknum til að verða Íslandsmeistari en Stjörnumenn urðu að vinna. Ólafur Karl Finsen kom FH í 1-0 á 40. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 64. mínútu. Þannig var staðan þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna og FH-ingar að telja niður í Íslandsmeistaratitil. Ólafur Karl hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta. Hann fiskaði umdeilda vítaspyrnu á Kassim Doumbia í uppbótatímanum og skoraði síðan sjálfur að öryggi úr spyrnunni en þá voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þessi tvenna Ólafs Karls á úrslitastundu tryggði Stjörnunni fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil félagsins til þessa. Það munaði heldur betur um framlag Ólafs Karls í innbyrðis leikjum bestu liðanna því hann skoraði alls fimm mörk í fjórum leikjum á móti liðunum í 2. (FH) og 3. sæti (KR) þetta sumarið 2014. FH-ingar verða samt eflaust mjög fljótir að taka Ólaf Karl í sátt fari hann að sýna sínar bestu hliðar í FH-búningnum. Það ætti að gleðja FH-inga að Ólafur Karl Finsen hefur oftast fundið sig mjög vel á móti KR-liðinu. Hann hefur sem dæmi skorað fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum á móti KR en missti reyndar af öllum KR-leikjunum með sínum liðum frá 2016 til 2018. Nú er að sjá hvort Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen spili Ólafi Karli Finsen í leiknum í kvöld. Hann fær væntanlega einhverjar mínútur en óvíst er hvort hann fái sæti í byrjunarliðinu. Það eru þó flestir sammála um það að Ólafur Karl Finsen er alltof góður leikmaður til að vera aðeins kominn með fjórar mínútur samanlagt eftir níu umferðir af Íslandsmótinu. Ólafur Karl ætti að vera fljótur margfalda þann leiktíma hjá Loga og Eiði Smára. Leikur KR og FH hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 17.45 en klukkan 19.05 hefst síðan útsending frá leik Stjörnunnar og Gróttu á Stöð 2 Sport 3.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira