Sá mikilvægasti í NBA-deildinni sendur í sturtu fyrir að skalla andstæðing Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 12:30 Moritz Wagner heldur upp andlitið eftir að Giannis Antetokounmpo hafði skallað hann. Giannis Antetokounmpo sést fyrir aftan mjög ósáttur. AP/Ashley Landis Giannis Antetokounmpo, mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils í NBA-deildinni og sá líklegasti til að fá þau verðlaun aftur í ár, varð sér til skammar í nótt og viðurkenndi það sjálfur eftir leik. Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo var rekinn út úr húsi fyrir að skalla Mo Wagner hjá liði Washington Wizards. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og spilaði Giannis Antetokounmpo því aðeins í tíu mínútur. Grikkinn var samt með 12 stig og 9 fráköst og Milwaukee Bucks liðunu tókst að vinna leikinn án hans 126-113. „Skelfileg framkoma,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leik. „Ef ég gæti farið til baka og breytt þessu þá hefði ég aldrei gert þetta. Við erum allir mannlegir og við gerum öll mistök,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel í vetur og á mínum ferli að halda ró minni og einbeita mér að leiknum. Ég er samt bara mannlegur og verð stundum á í messunni. Ég verð bara að læra af þessu, halda áfram að spila góðan körfubolta og horfa til framtíðar,“ sagði Antetokounmpo. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Giannis headbutted Mo Wagner and got ejected pic.twitter.com/vmRJuKqF5v— ESPN (@espn) August 12, 2020 Mo Wagner hafði fiskað ruðning á Giannis Antetokounmpo hinum megin á vellinum og þeim lenti saman. Þeir héldu áfram að karpa upp allan völlinn sem endaði með að Giannis Antetokounmpo gekk að Wagner og skallaði hann. „Ég hef ekkert á móti Wagner og þetta var ekki bara hann. Þetta var, í mínum huga, samansafn af öllum þessum leikjum þar sem menn hafa verið að berja á mér og ég missti bara stjórn á mér í eina sekúndu,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Þetta er ekkert. Giannis hefur þurft að eiga við þetta í langan tíma. Hann er mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Menn munu láta reyna á hann. Hann er vanalega stórkostlegur en gerði mistök í dag. Ég held samt, að einhverju leiti, að þetta geti verið eitt það besta sem gat gerst. Hann lærir af þessu. Við munum síðan allir muna eftir því að við verðum að halda ró okkar, sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks liðsins. Giannis Antetokounmpo has been ejected from tonight's Bucks-Wizards game for headbutting Washington's Moe Wagner in the 2nd quarter. It is his 3rd career ejection in the regular season & 4th overall including playoffs (1st since April 1, 2018 at Nuggets). pic.twitter.com/R97BY0poql— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Giannis Antetokounmpo, mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils í NBA-deildinni og sá líklegasti til að fá þau verðlaun aftur í ár, varð sér til skammar í nótt og viðurkenndi það sjálfur eftir leik. Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo var rekinn út úr húsi fyrir að skalla Mo Wagner hjá liði Washington Wizards. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og spilaði Giannis Antetokounmpo því aðeins í tíu mínútur. Grikkinn var samt með 12 stig og 9 fráköst og Milwaukee Bucks liðunu tókst að vinna leikinn án hans 126-113. „Skelfileg framkoma,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leik. „Ef ég gæti farið til baka og breytt þessu þá hefði ég aldrei gert þetta. Við erum allir mannlegir og við gerum öll mistök,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel í vetur og á mínum ferli að halda ró minni og einbeita mér að leiknum. Ég er samt bara mannlegur og verð stundum á í messunni. Ég verð bara að læra af þessu, halda áfram að spila góðan körfubolta og horfa til framtíðar,“ sagði Antetokounmpo. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Giannis headbutted Mo Wagner and got ejected pic.twitter.com/vmRJuKqF5v— ESPN (@espn) August 12, 2020 Mo Wagner hafði fiskað ruðning á Giannis Antetokounmpo hinum megin á vellinum og þeim lenti saman. Þeir héldu áfram að karpa upp allan völlinn sem endaði með að Giannis Antetokounmpo gekk að Wagner og skallaði hann. „Ég hef ekkert á móti Wagner og þetta var ekki bara hann. Þetta var, í mínum huga, samansafn af öllum þessum leikjum þar sem menn hafa verið að berja á mér og ég missti bara stjórn á mér í eina sekúndu,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Þetta er ekkert. Giannis hefur þurft að eiga við þetta í langan tíma. Hann er mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Menn munu láta reyna á hann. Hann er vanalega stórkostlegur en gerði mistök í dag. Ég held samt, að einhverju leiti, að þetta geti verið eitt það besta sem gat gerst. Hann lærir af þessu. Við munum síðan allir muna eftir því að við verðum að halda ró okkar, sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks liðsins. Giannis Antetokounmpo has been ejected from tonight's Bucks-Wizards game for headbutting Washington's Moe Wagner in the 2nd quarter. It is his 3rd career ejection in the regular season & 4th overall including playoffs (1st since April 1, 2018 at Nuggets). pic.twitter.com/R97BY0poql— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira