Immobile jafnaði markamet Higuain og tryggði sér Gullskóinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 10:45 Immobile fagnar einu marka sinna á leiktíðinni. EPA-EFE/EMANUELE PENNACCHIO Ciro Immobile – framherji Lazio og ítalska landsliðsins – er markahæsti leikmaður Evrópu á leiktíðinni sem var að ljúka. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem markahæsti leikmaður álfunnar spilar ekki á Spáni. Hinn þrítugi Immobile var frábær í liði Lazio sem lengi vel var í toppbaráttu á Ítalíu. Fór það svo að Juventus vann sinn níunda meistaratitil í röð en Lazio fataðist flugið og endaði í 4. sæti, fimm stigum á eftir Juventus. Lazio tapaði 3-1 fyrir Napoli í lokaumferð deildarinnar sem fram fór í gær. Þar skoraði Immobile sitt 36. mark í deildinni og tryggði sér bæði markakóngstitilinn á Ítalíu sem og hinn eftirsótta Gullskó Evrópu. Einnig jafnaði hann markamet Serie A-deildarinnar en Gonzalo Higuain skoraði einnig 36 mörk tímabilið 2015-2016. The Golden Boot winners across Europe's top five leagues: J. Vardy (@LCFC) - 23 goals L. Messi (@FCBarcelona) - 25 C. Immobile (@OfficialSSLazio) - 36 R. Lewandowski (@FCBayern) - 34 K. Mbappe (@PSG_inside) - 18 pic.twitter.com/ATfXCEH4HJ— WhoScored.com (@WhoScored) August 2, 2020 Gullskórinn fær sá leikmaður sem skorar mest allra í álfunni – það er að segja í sterkustu deildunum. Íslenska deildin hefur til dæmis ekki sama vægi og sú enska eða þýska. Portúgalinn Cristiano Ronaldo var næst markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar í ár með 31 mark en hann hvíldi er Juventus tapaði fyrir Roma í lokaumferð deildarinnar. Titillinn þegar í höfn og hinn 35 ára gamli Ronaldo hefur viljað hvíla sig fyrir komandi átök í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo var þriðji markahæsti leikmaður Evrópu en Robert Lewandowski – framherji Bayern Munich og Póllands – var í öðru sæti. Immobile came out of nowhere pic.twitter.com/BeqHwKrLjv— B/R Football (@brfootball) July 30, 2020 Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem Gullskórinn endar ekki á Spáni. Þá var Cristiano Ronaldo – þáverandi leikmaður Manchester United – markahæsti leikmaður Evrópu. Síðan þá hefur Ronaldo þrisvar unnið Gullskóinn sem leikmaður Real Madrid. Lionel Messi hefur undanfarin þrjú ár verð markahæsti leikmaður álfunnar og árið þar á undan var Luis Suarez, samherji hans hjá Barcelona, markahæstur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Ciro Immobile – framherji Lazio og ítalska landsliðsins – er markahæsti leikmaður Evrópu á leiktíðinni sem var að ljúka. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem markahæsti leikmaður álfunnar spilar ekki á Spáni. Hinn þrítugi Immobile var frábær í liði Lazio sem lengi vel var í toppbaráttu á Ítalíu. Fór það svo að Juventus vann sinn níunda meistaratitil í röð en Lazio fataðist flugið og endaði í 4. sæti, fimm stigum á eftir Juventus. Lazio tapaði 3-1 fyrir Napoli í lokaumferð deildarinnar sem fram fór í gær. Þar skoraði Immobile sitt 36. mark í deildinni og tryggði sér bæði markakóngstitilinn á Ítalíu sem og hinn eftirsótta Gullskó Evrópu. Einnig jafnaði hann markamet Serie A-deildarinnar en Gonzalo Higuain skoraði einnig 36 mörk tímabilið 2015-2016. The Golden Boot winners across Europe's top five leagues: J. Vardy (@LCFC) - 23 goals L. Messi (@FCBarcelona) - 25 C. Immobile (@OfficialSSLazio) - 36 R. Lewandowski (@FCBayern) - 34 K. Mbappe (@PSG_inside) - 18 pic.twitter.com/ATfXCEH4HJ— WhoScored.com (@WhoScored) August 2, 2020 Gullskórinn fær sá leikmaður sem skorar mest allra í álfunni – það er að segja í sterkustu deildunum. Íslenska deildin hefur til dæmis ekki sama vægi og sú enska eða þýska. Portúgalinn Cristiano Ronaldo var næst markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar í ár með 31 mark en hann hvíldi er Juventus tapaði fyrir Roma í lokaumferð deildarinnar. Titillinn þegar í höfn og hinn 35 ára gamli Ronaldo hefur viljað hvíla sig fyrir komandi átök í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo var þriðji markahæsti leikmaður Evrópu en Robert Lewandowski – framherji Bayern Munich og Póllands – var í öðru sæti. Immobile came out of nowhere pic.twitter.com/BeqHwKrLjv— B/R Football (@brfootball) July 30, 2020 Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem Gullskórinn endar ekki á Spáni. Þá var Cristiano Ronaldo – þáverandi leikmaður Manchester United – markahæsti leikmaður Evrópu. Síðan þá hefur Ronaldo þrisvar unnið Gullskóinn sem leikmaður Real Madrid. Lionel Messi hefur undanfarin þrjú ár verð markahæsti leikmaður álfunnar og árið þar á undan var Luis Suarez, samherji hans hjá Barcelona, markahæstur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira