Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 08:00 Breiðablik hefur verið á ágætis skriði það sem af er sumri. Vísir/Bára Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á Fylki í Árbænum í gærkvöld. Var þetta sjöundi leikur liðsins í Pepsi Max deildinni en flest lið deildarinnar hafa nú leikið sjö eða átta leiki. Það sem meira er að þetta var sjöundi sigurleikur Blika sem og sjöunda skiptið í röð sem þær halda hreinu. Þá unnu Blikar 1-0 sigur á Fylki í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Því hefur liðið leikið átta leiki án þess að fá á sig mark en hér verður árangurinn í deildinni skoðaður. Ólafur Pétursson [markmannsþjálfari Blika] og Þorsteinn Halldórsson virðast leggja mikið upp úr stífum varnarleik ef marka má varnarárangur Breiðabliks undanfarin ár.Vísir/Bára Síðan Þorsteinn Halldórsson tók við stjórnartaumunum á Kópavogsvelli hefur Blika liðið verið ógnarsterkt varnarlega ásamt því að skora haug af mörkum. Hvað Þorsteinn lét leikmenn sína gera á meðan hefðbundnar fótboltaæfingar voru ekki leyfilegar í Covid-pásunni svokölluðu er rannsóknarefni en þær virðast hreint óstöðvandi. Ef fer sem horfir þá bætir Breiðablik eigin árangur í Pepsi Max deild kvenna en eftir sjö leiki er liðið ekki aðeins með fullt hús stiga heldur hafa þær skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Líkt og árið 2015 – sem var fyrsta ár Þorsteins með liðið – er Sonný Lára Þráinsdóttir í marki Blika en á sama tímapunkti það sumarið hafði hún þegar þurft að sækja boltann tvívegis í netið. Þá gerðu Blikar 1-1 jafntefli við KR í 3. umferð svo árangur liðsins það sem af er sumri er töluvert betri en fyrir fimm árum Sonný Lára eftir sigurinn á Fylki.Vísir/Sveinn Liðið varð þó Íslandsmeistari það sumarið, endaði með 50 stig og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Eflaust myndu þær taka sama árangri fagnandi í ár en það er þó erfitt að sjá hvaða lið á að skora gegn þeim. Blikar hafa nefnilega unnið 4-0 sigra á bæði Val og Fylki en það eru liðin sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Fari svo að Breiðablik vinni leikinn sem þeir eiga inni á Val þá verða þær með fimm stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna álíka árangur og Breiðablik skartar eftir sjö umferðir. Þá var Stjarnan á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en liðið hafði fengið á sig eitt mark og „aðeins“ skorað 25 [Blikar hafa skorað 28 til þessa í sumar]. Stjarnan fékk á sig sex mörk sumarið 2013 en það er það næsta sem lið kemst varnarárangri Blika frá 2015 þegar liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Nú virðist sem Blikar ætli að gera gott betur og einfaldlega sleppa því að fá á sig mark. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á Fylki í Árbænum í gærkvöld. Var þetta sjöundi leikur liðsins í Pepsi Max deildinni en flest lið deildarinnar hafa nú leikið sjö eða átta leiki. Það sem meira er að þetta var sjöundi sigurleikur Blika sem og sjöunda skiptið í röð sem þær halda hreinu. Þá unnu Blikar 1-0 sigur á Fylki í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Því hefur liðið leikið átta leiki án þess að fá á sig mark en hér verður árangurinn í deildinni skoðaður. Ólafur Pétursson [markmannsþjálfari Blika] og Þorsteinn Halldórsson virðast leggja mikið upp úr stífum varnarleik ef marka má varnarárangur Breiðabliks undanfarin ár.Vísir/Bára Síðan Þorsteinn Halldórsson tók við stjórnartaumunum á Kópavogsvelli hefur Blika liðið verið ógnarsterkt varnarlega ásamt því að skora haug af mörkum. Hvað Þorsteinn lét leikmenn sína gera á meðan hefðbundnar fótboltaæfingar voru ekki leyfilegar í Covid-pásunni svokölluðu er rannsóknarefni en þær virðast hreint óstöðvandi. Ef fer sem horfir þá bætir Breiðablik eigin árangur í Pepsi Max deild kvenna en eftir sjö leiki er liðið ekki aðeins með fullt hús stiga heldur hafa þær skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Líkt og árið 2015 – sem var fyrsta ár Þorsteins með liðið – er Sonný Lára Þráinsdóttir í marki Blika en á sama tímapunkti það sumarið hafði hún þegar þurft að sækja boltann tvívegis í netið. Þá gerðu Blikar 1-1 jafntefli við KR í 3. umferð svo árangur liðsins það sem af er sumri er töluvert betri en fyrir fimm árum Sonný Lára eftir sigurinn á Fylki.Vísir/Sveinn Liðið varð þó Íslandsmeistari það sumarið, endaði með 50 stig og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Eflaust myndu þær taka sama árangri fagnandi í ár en það er þó erfitt að sjá hvaða lið á að skora gegn þeim. Blikar hafa nefnilega unnið 4-0 sigra á bæði Val og Fylki en það eru liðin sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Fari svo að Breiðablik vinni leikinn sem þeir eiga inni á Val þá verða þær með fimm stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna álíka árangur og Breiðablik skartar eftir sjö umferðir. Þá var Stjarnan á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en liðið hafði fengið á sig eitt mark og „aðeins“ skorað 25 [Blikar hafa skorað 28 til þessa í sumar]. Stjarnan fékk á sig sex mörk sumarið 2013 en það er það næsta sem lið kemst varnarárangri Blika frá 2015 þegar liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Nú virðist sem Blikar ætli að gera gott betur og einfaldlega sleppa því að fá á sig mark.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52