Ágúst: Eins og enginn vilji koma í Gróttu Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júlí 2020 22:01 Ágúst reynir og reynir að fá menn í Gróttu en það gengur ekkert. vísir/daníel Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu fannst hans lið eiga meira skilið úr leiknum gegn FH í dag en Hafnfirðingar fóru þar með 2-1 sigur af hólmi. Hér að neðan má sjá bút úr viðtalinu við Ágúst úr Pepsi Max Tilþrifunum. „Þetta er sennilega besta frammistaða okkar í deildinni í sumar. Þetta er besti völlurinn á landinu, gaman að koma hingað og sýna úr hverju við erum gerðir. Svekkelsið er að þegar þú sýnir góða frammistöðu að fá ekki neitt út úr henni. Ég var brjálaður inni í klefa, menn voru sáttir með frammistöðuna en ég er ósáttur að fá ekkert út úr þessu.“ Grótta setti FH-inga oft undir ansi mikla pressu og undir lokin var einstefna að marki heimamanna. „Við getum skoðað þennan leik og tekið ansi margt út úr honum fyrir framhaldið. En stigasöfnunin var núll stig í dag, því miður. Með svona frammistöðu eigum við að taka þrjá punkta og ekkert annað og það er það sem svíður og er svekkjandi.“ „Við erum í leit að stigum og það er það sem telur í þessu. Við þurfum að koma okkur upp töfluna en ég tek það ekki af strákunum að þetta var frábær frammistaða og frábær stuðningur. Það var eins og við værum á heimavelli,“ sagði Ágúst en gestirnir höfðu yfirburði hvað varðar stuðning í stúkunni í kvöld. Eftir að Grótta jafnaði metin í síðari hálfleik tók það heimamenn aðeins tvær mínútur að komast yfir á nýjan leik. „Smá einbeitingarleysi og mistök sem gerir það að verkum að þeir setja okkur fljótt aftur niður á jörðina. Markið sem við skorum var óheppilegt fyrir FH-inga en að mínu viti sanngjarnt. Eftir að þeir komast í 2-1 lágum við á þeim en náðum ekki að jafna.“ Aðspurður hvort Grótta stefndi á að styrka liðið í félagaskiptaglugganum kom Ágúst með ansi áhugavert svar um hversu erfitt það væri að fá leikmenn á Seltjarnarnesið. „Ég er ánægður með hópinn og við erum að gera þetta vel með góðan liðsanda og slíkt. En það er eins og enginn vilji koma í Gróttu. Það er okkar hausverkur og við erum með okkar stráka í þessu og byggjum á því.“ Hafið þið verið að reyna að fá menn? „Já, við höfum reynt ýmislegt síðan í janúar og fengið einn eða tvo leikmenn eftir það. Það er eins og Grótta sé eitthvað að fæla frá. Það er frábær aðstoða, gott þjálfarateymi og aðstaðan gríðarlega flott. Ég skil ekki alveg þessa hræðslu að koma í Gróttu,“ sagði Ágúst að lokum. Klippa: Eins og enginn vilji koma til Gróttu Fréttin hefur verið uppfærð. Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu fannst hans lið eiga meira skilið úr leiknum gegn FH í dag en Hafnfirðingar fóru þar með 2-1 sigur af hólmi. Hér að neðan má sjá bút úr viðtalinu við Ágúst úr Pepsi Max Tilþrifunum. „Þetta er sennilega besta frammistaða okkar í deildinni í sumar. Þetta er besti völlurinn á landinu, gaman að koma hingað og sýna úr hverju við erum gerðir. Svekkelsið er að þegar þú sýnir góða frammistöðu að fá ekki neitt út úr henni. Ég var brjálaður inni í klefa, menn voru sáttir með frammistöðuna en ég er ósáttur að fá ekkert út úr þessu.“ Grótta setti FH-inga oft undir ansi mikla pressu og undir lokin var einstefna að marki heimamanna. „Við getum skoðað þennan leik og tekið ansi margt út úr honum fyrir framhaldið. En stigasöfnunin var núll stig í dag, því miður. Með svona frammistöðu eigum við að taka þrjá punkta og ekkert annað og það er það sem svíður og er svekkjandi.“ „Við erum í leit að stigum og það er það sem telur í þessu. Við þurfum að koma okkur upp töfluna en ég tek það ekki af strákunum að þetta var frábær frammistaða og frábær stuðningur. Það var eins og við værum á heimavelli,“ sagði Ágúst en gestirnir höfðu yfirburði hvað varðar stuðning í stúkunni í kvöld. Eftir að Grótta jafnaði metin í síðari hálfleik tók það heimamenn aðeins tvær mínútur að komast yfir á nýjan leik. „Smá einbeitingarleysi og mistök sem gerir það að verkum að þeir setja okkur fljótt aftur niður á jörðina. Markið sem við skorum var óheppilegt fyrir FH-inga en að mínu viti sanngjarnt. Eftir að þeir komast í 2-1 lágum við á þeim en náðum ekki að jafna.“ Aðspurður hvort Grótta stefndi á að styrka liðið í félagaskiptaglugganum kom Ágúst með ansi áhugavert svar um hversu erfitt það væri að fá leikmenn á Seltjarnarnesið. „Ég er ánægður með hópinn og við erum að gera þetta vel með góðan liðsanda og slíkt. En það er eins og enginn vilji koma í Gróttu. Það er okkar hausverkur og við erum með okkar stráka í þessu og byggjum á því.“ Hafið þið verið að reyna að fá menn? „Já, við höfum reynt ýmislegt síðan í janúar og fengið einn eða tvo leikmenn eftir það. Það er eins og Grótta sé eitthvað að fæla frá. Það er frábær aðstoða, gott þjálfarateymi og aðstaðan gríðarlega flott. Ég skil ekki alveg þessa hræðslu að koma í Gróttu,“ sagði Ágúst að lokum. Klippa: Eins og enginn vilji koma til Gróttu Fréttin hefur verið uppfærð.
Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46
Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10