Fyrstur til að verða meistari með báðum Madrídarliðunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2020 17:15 Thibaut Courtois hefur átt frábært tímabil með Real Madrid. getty/Diego Souto Thibaut Courtois og félagar í Real Madrid urðu Spánarmeistarar í gær. Real Madrid sigraði Villarreal, 2-1, á meðan Barcelona tapaði fyrir Osasuna, 1-2. Þetta er 34. Spánarmeistaratitill Real Madrid. Þetta er í annað sinn sem Courtois verður spænskur meistari en belgíski landsliðsmarkvörðurinn afrekaði það einnig með Atlético Madrid 2014. Courtois er fyrsti leikmaðurinn sem verður Spánarmeistari með báðum stóru Madrídarliðunum, Real og Atlético. Thibaut Courtois is the first player ever to win the La Liga title for both halves of Madrid pic.twitter.com/wFNjziHzPy— B/R Football (@brfootball) July 16, 2020 Eftir erfiða byrjun hjá Real Madrid eftir félagaskiptin frá Chelsea hefur Courtois náð fyrri styrk og verið frábær á þessu tímabili. Ljóst er að Courtois fær Zamora verðlaunin sem eru veitt þeim markverði sem fær á sig fæst mörk að meðaltali í leik í spænsku úrvalsdeildinni. Hann fékk þessi verðlaun einnig tvisvar þegar hann lék með Atlético Madrid, þ.á.m. meistaratímabilið 2013-14. Ferilskrá Courtois er ansi glæsileg en hann hefur einnig unnið landstitla í Belgíu og á Englandi. Þá var hann valinn besti markvörður HM 2018 þar sem Belgar enduðu í 3. sæti. Courtois á nóg eftir en hann er aðeins 28 ára. Thibaut Courtois has basically completed goalkeeping: Zamora trophy and league titles in Spain Golden glove and league titles in England GOTY and league title in Belgium Golden Glove at the World Cup for best keeper pic.twitter.com/PCS7QFx2hp— ESPN FC (@ESPNFC) July 17, 2020 Real Madrid mætir Leganés í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar klukkan 19:00 á sunnudaginn. Þann 7. ágúst mæta nýkrýndir Spánarmeistarar Manchester City í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabéu, 1-2, og stendur því vel að vígi fyrir þann seinni. Spænski boltinn Tengdar fréttir Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00 Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30 Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14 Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59 Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Sjá meira
Thibaut Courtois og félagar í Real Madrid urðu Spánarmeistarar í gær. Real Madrid sigraði Villarreal, 2-1, á meðan Barcelona tapaði fyrir Osasuna, 1-2. Þetta er 34. Spánarmeistaratitill Real Madrid. Þetta er í annað sinn sem Courtois verður spænskur meistari en belgíski landsliðsmarkvörðurinn afrekaði það einnig með Atlético Madrid 2014. Courtois er fyrsti leikmaðurinn sem verður Spánarmeistari með báðum stóru Madrídarliðunum, Real og Atlético. Thibaut Courtois is the first player ever to win the La Liga title for both halves of Madrid pic.twitter.com/wFNjziHzPy— B/R Football (@brfootball) July 16, 2020 Eftir erfiða byrjun hjá Real Madrid eftir félagaskiptin frá Chelsea hefur Courtois náð fyrri styrk og verið frábær á þessu tímabili. Ljóst er að Courtois fær Zamora verðlaunin sem eru veitt þeim markverði sem fær á sig fæst mörk að meðaltali í leik í spænsku úrvalsdeildinni. Hann fékk þessi verðlaun einnig tvisvar þegar hann lék með Atlético Madrid, þ.á.m. meistaratímabilið 2013-14. Ferilskrá Courtois er ansi glæsileg en hann hefur einnig unnið landstitla í Belgíu og á Englandi. Þá var hann valinn besti markvörður HM 2018 þar sem Belgar enduðu í 3. sæti. Courtois á nóg eftir en hann er aðeins 28 ára. Thibaut Courtois has basically completed goalkeeping: Zamora trophy and league titles in Spain Golden glove and league titles in England GOTY and league title in Belgium Golden Glove at the World Cup for best keeper pic.twitter.com/PCS7QFx2hp— ESPN FC (@ESPNFC) July 17, 2020 Real Madrid mætir Leganés í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar klukkan 19:00 á sunnudaginn. Þann 7. ágúst mæta nýkrýndir Spánarmeistarar Manchester City í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabéu, 1-2, og stendur því vel að vígi fyrir þann seinni.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00 Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30 Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14 Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59 Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Sjá meira
Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00
Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30
Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14
Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59
Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57