Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Íþróttadeild skrifar 16. júlí 2020 12:49 Svo virðist sem Ólafur Kristjánsson sé á förum frá FH. Hann tók við liðinu haustið 2017. vísir/hag Ólafur Kristjánsson er á förum frá FH til að taka við danska B-deildarliðinu Esbjerg. Þetta herma heimildir sparkspekingsins Hjörvars Hafliðasonar. Óli til DK. FH þarf þjálfara út tímabilið. @davidarsson væri frábær lausn með Lauga með sér.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 16, 2020 Ef satt reynist þarf FH því að finna sér nýjan þjálfara. Hér fyrir neðan eru nokkrir þjálfarar sem gætu tekið við Fimleikafélaginu. Gæti Logi snúið aftur til FH?vísir/bára Logi Ólafsson Maðurinn sem lagði grunninn að sigurgöngu FH. Undir hans stjórn unnu FH-ingar B-deildina 2000 og lentu svo í 3. sæti efstu deildar árið eftir. Fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson og Frey Bjarnason til FH. Stýrði síðast Víkingi R. 2017 og 2018 og hefur þjálfað síðan á miðjum 9. áratug síðustu aldar. Þorvaldur hefur komið víða við á þjálfaraferlinum en ekki enn fengið tækifæri með eitt af stærstu liðum landsins.vísir/vilhelm Þorvaldur Örlygsson Þrautreyndur þjálfari sem hefur oft gert mikið úr litlu. Hefur þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík. Er í dag þjálfari U-19 ára landsliðs karla. Leitar hugurinn aftur í félagsliðaþjálfun? Eyjólfur kom íslenska U-21 árs landsliðinu á EM á sínum tíma.vísir/vilhelm Eyjólfur Sverrisson Var lengi með U-21 árs landslið karla og um tíma aðstoðarþjálfari Wolfsburg í Þýskalandi. Á enn eftir að stýra félagsliði. Davíð varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH, þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins.vísir/bára Davíð Þór Viðarsson Leiðtogi FH-liðsins til margra ára. Lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur síðan getið sér gott orð sem sérfræðingur á Stöð 2 Sport. Mikill og sterkur karakter sem gæti náð langt í þjálfun. Arnar var ráðinn þjálfari U-21 árs landsliðsins í byrjun síðasta árs.vísir/bára Arnar Þór Viðarsson Eldri bróðir Davíðs hefur áður verið orðaður við FH. Stýrði Cercle Brugge og Lokeren í Belgíu um tíma. Er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Er hann tilbúinn að sleppa takinu af því? Willum átti eftirminnilega endurkomu í þjálfun 2016.vísir/bára Willum Þór Þórsson Afar ólíklegt er að formaður fjárlaganefndar Alþingis fari aftur í þjálfun núna. En síðast þegar hann tók við liði á miðju tímabili (2016) reif hann KR úr fallbaráttu og kom liðinu í Evrópukeppni. Guðlaugur var bæði aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar og Ólafs Kristjánssonar með FH.vísir/bára Guðlaugur Baldursson/Ásmundur Haraldsson Það vantar ekki reynsluna í aðstoðarþjálfara FH. Guðlaugur hefur meiri reynslu úr efstu deild og stýrði þar ÍBV og Keflavík. Ásmundur var lengi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Annar hvor þeirra, eða báðir, gætu stýrt FH út tímabilið. Fáum við að sjá Eið Smára í íslensku deildinni í fyrsta sinn síðan 1998?vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen Okkar besti fótboltamaður og hafsjór af þekkingu um leikinn fagra. Hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs með U-21 árs landsliðið. Gæti hann tekið stökkið út í félagsliðaþjálfun? Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Ólafur Kristjánsson er á förum frá FH til að taka við danska B-deildarliðinu Esbjerg. Þetta herma heimildir sparkspekingsins Hjörvars Hafliðasonar. Óli til DK. FH þarf þjálfara út tímabilið. @davidarsson væri frábær lausn með Lauga með sér.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 16, 2020 Ef satt reynist þarf FH því að finna sér nýjan þjálfara. Hér fyrir neðan eru nokkrir þjálfarar sem gætu tekið við Fimleikafélaginu. Gæti Logi snúið aftur til FH?vísir/bára Logi Ólafsson Maðurinn sem lagði grunninn að sigurgöngu FH. Undir hans stjórn unnu FH-ingar B-deildina 2000 og lentu svo í 3. sæti efstu deildar árið eftir. Fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson og Frey Bjarnason til FH. Stýrði síðast Víkingi R. 2017 og 2018 og hefur þjálfað síðan á miðjum 9. áratug síðustu aldar. Þorvaldur hefur komið víða við á þjálfaraferlinum en ekki enn fengið tækifæri með eitt af stærstu liðum landsins.vísir/vilhelm Þorvaldur Örlygsson Þrautreyndur þjálfari sem hefur oft gert mikið úr litlu. Hefur þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík. Er í dag þjálfari U-19 ára landsliðs karla. Leitar hugurinn aftur í félagsliðaþjálfun? Eyjólfur kom íslenska U-21 árs landsliðinu á EM á sínum tíma.vísir/vilhelm Eyjólfur Sverrisson Var lengi með U-21 árs landslið karla og um tíma aðstoðarþjálfari Wolfsburg í Þýskalandi. Á enn eftir að stýra félagsliði. Davíð varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH, þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins.vísir/bára Davíð Þór Viðarsson Leiðtogi FH-liðsins til margra ára. Lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur síðan getið sér gott orð sem sérfræðingur á Stöð 2 Sport. Mikill og sterkur karakter sem gæti náð langt í þjálfun. Arnar var ráðinn þjálfari U-21 árs landsliðsins í byrjun síðasta árs.vísir/bára Arnar Þór Viðarsson Eldri bróðir Davíðs hefur áður verið orðaður við FH. Stýrði Cercle Brugge og Lokeren í Belgíu um tíma. Er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Er hann tilbúinn að sleppa takinu af því? Willum átti eftirminnilega endurkomu í þjálfun 2016.vísir/bára Willum Þór Þórsson Afar ólíklegt er að formaður fjárlaganefndar Alþingis fari aftur í þjálfun núna. En síðast þegar hann tók við liði á miðju tímabili (2016) reif hann KR úr fallbaráttu og kom liðinu í Evrópukeppni. Guðlaugur var bæði aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar og Ólafs Kristjánssonar með FH.vísir/bára Guðlaugur Baldursson/Ásmundur Haraldsson Það vantar ekki reynsluna í aðstoðarþjálfara FH. Guðlaugur hefur meiri reynslu úr efstu deild og stýrði þar ÍBV og Keflavík. Ásmundur var lengi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Annar hvor þeirra, eða báðir, gætu stýrt FH út tímabilið. Fáum við að sjá Eið Smára í íslensku deildinni í fyrsta sinn síðan 1998?vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen Okkar besti fótboltamaður og hafsjór af þekkingu um leikinn fagra. Hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs með U-21 árs landsliðið. Gæti hann tekið stökkið út í félagsliðaþjálfun?
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12