Henderson til Chelsea? Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 11:30 Henderson í leik gegn Chelsea í gær. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er sagður hafa áhuga á að fá markmanninn Dean Henderson í sínar raðir. Henderson spilar með Sheffield United að láni frá Manchester United. Chelsea hefur verið í miklum vandræðum með markvarðarstöðuna á tímabilinu og fengið á sig 49 mörk, en það þarf að fara niður í 12. sæti í töflunni til að finna lið sem hefur fengið á sig fleiri mörk. Kepa Arrizabalaga hefur byrjað flesta leiki í markinu hjá Chelsea, en hann þótti ekki standa sig vel og var tekinn út úr byrjunarliðinu í fimm leiki í febrúar og í stað hans fór Willy Caballero í markið. Caballero náði hinsvegar ekki að heilla Frank Lampard og fór Kepa aftur í markið í marsmánuði. Dean Henderson hefur farið á kostum með Sheffield í vetur og haldið tólf sinnum hreinu í 32 leikjum. Hann hefur verið nefndur sem framtíðarmarkmaður Manchester United og enska landsliðsins. Hinsvegar er David de Gea aðalmarkvörður Man Utd og virðist ekkert vera á förum. Henderson er ekki tilbúinn að sætta sig við að vera varamarkvörður og því líklegt að hann verði áfram á láni hjá Sheffield eða fari eitthvert annað. Chelsea skoðar nú þann möguleika að fá Henderson í markið hjá sér. Þeir eru sagðir hafa sent fyrirspurn um kaupverð til Manchester United en eru einnig tilbúnir að skoða þann möguleika að fá hann að láni frá Rauðu djöflunum fyrir næsta tímabil. Það er hinsvegar spurning hvort United vilji lána Henderson til samkeppnisaðila sinna í Chelsea, en líklegra þykir að hann verði hjá Sheffield að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Aðrir kostir sem Chelsea skoðar eru Nick Pope hjá Burnley og Andre Onana hjá Ajax. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er sagður hafa áhuga á að fá markmanninn Dean Henderson í sínar raðir. Henderson spilar með Sheffield United að láni frá Manchester United. Chelsea hefur verið í miklum vandræðum með markvarðarstöðuna á tímabilinu og fengið á sig 49 mörk, en það þarf að fara niður í 12. sæti í töflunni til að finna lið sem hefur fengið á sig fleiri mörk. Kepa Arrizabalaga hefur byrjað flesta leiki í markinu hjá Chelsea, en hann þótti ekki standa sig vel og var tekinn út úr byrjunarliðinu í fimm leiki í febrúar og í stað hans fór Willy Caballero í markið. Caballero náði hinsvegar ekki að heilla Frank Lampard og fór Kepa aftur í markið í marsmánuði. Dean Henderson hefur farið á kostum með Sheffield í vetur og haldið tólf sinnum hreinu í 32 leikjum. Hann hefur verið nefndur sem framtíðarmarkmaður Manchester United og enska landsliðsins. Hinsvegar er David de Gea aðalmarkvörður Man Utd og virðist ekkert vera á förum. Henderson er ekki tilbúinn að sætta sig við að vera varamarkvörður og því líklegt að hann verði áfram á láni hjá Sheffield eða fari eitthvert annað. Chelsea skoðar nú þann möguleika að fá Henderson í markið hjá sér. Þeir eru sagðir hafa sent fyrirspurn um kaupverð til Manchester United en eru einnig tilbúnir að skoða þann möguleika að fá hann að láni frá Rauðu djöflunum fyrir næsta tímabil. Það er hinsvegar spurning hvort United vilji lána Henderson til samkeppnisaðila sinna í Chelsea, en líklegra þykir að hann verði hjá Sheffield að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Aðrir kostir sem Chelsea skoðar eru Nick Pope hjá Burnley og Andre Onana hjá Ajax.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira