Sjáðu glæsimörkin þrjú sem Juventus skoraði gegn Genoa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2020 17:30 Paulo Dybala fagnar eftir að hafa komið Juventus í 0-1 gegn Genoa í gær. getty/Daniele Badolato Juventus vann 1-3 sigur á Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Paulo Dybala, Cristiano Ronaldo og Douglas Costa skoruðu mörkin sem voru öll í glæsilegri kantinum. Talsverð pressa var á Juventus fyrir leikinn í gær því fyrr um kvöldið minnkaði Lazio forskot liðsins á toppi deildarinnar niður í eitt stig með 1-2 sigri á Torino. Leikmönnum Juventus tókst ekki að koma boltanum framhjá Mattia Perin, markverði Genoa, í fyrri hálfleiknum í gær. En á 50. mínútu braut Dybala ísinn. Argentínumaðurinn dansaði þá framhjá varnarmönnum Genoa og skaut boltanum í fjærhornið. Perrin var með hönd á bolta en það dugði ekki til. Sex mínútum síðar kom Ronaldo Juventus tveimur mörkum yfir með frábæru skoti af löngu færi. Þetta var 24. mark Portúgalans í 25 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, framherji Lazio, hefur skorað fleiri mörk (29). Douglas Costa kom inn á sem varamaður í liði Juventus á 66. mínútu. Sjö mínútum síðar mundaði hann vinstri fótinn fyrir utan vítateig og sneri boltann upp í fjærhornið. Andrea Pinamonti minnkaði muninn í 1-3 á 76. mínútu en nær komst Genoa ekki. Liðið er í 17. sæti deildarinnar með 29 stig, einu stigi frá fallsæti. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppnum. Bæði lið eiga níu leiki eftir. Þau mætast innbyrðis á Allianz vellinum í Tórínó 20. júlí. Mörkin úr leik Genoa og Juventus má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sigurganga Juventus heldur áfram Ítalski boltinn Tengdar fréttir Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50 Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30 Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00 Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Juventus vann 1-3 sigur á Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Paulo Dybala, Cristiano Ronaldo og Douglas Costa skoruðu mörkin sem voru öll í glæsilegri kantinum. Talsverð pressa var á Juventus fyrir leikinn í gær því fyrr um kvöldið minnkaði Lazio forskot liðsins á toppi deildarinnar niður í eitt stig með 1-2 sigri á Torino. Leikmönnum Juventus tókst ekki að koma boltanum framhjá Mattia Perin, markverði Genoa, í fyrri hálfleiknum í gær. En á 50. mínútu braut Dybala ísinn. Argentínumaðurinn dansaði þá framhjá varnarmönnum Genoa og skaut boltanum í fjærhornið. Perrin var með hönd á bolta en það dugði ekki til. Sex mínútum síðar kom Ronaldo Juventus tveimur mörkum yfir með frábæru skoti af löngu færi. Þetta var 24. mark Portúgalans í 25 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, framherji Lazio, hefur skorað fleiri mörk (29). Douglas Costa kom inn á sem varamaður í liði Juventus á 66. mínútu. Sjö mínútum síðar mundaði hann vinstri fótinn fyrir utan vítateig og sneri boltann upp í fjærhornið. Andrea Pinamonti minnkaði muninn í 1-3 á 76. mínútu en nær komst Genoa ekki. Liðið er í 17. sæti deildarinnar með 29 stig, einu stigi frá fallsæti. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppnum. Bæði lið eiga níu leiki eftir. Þau mætast innbyrðis á Allianz vellinum í Tórínó 20. júlí. Mörkin úr leik Genoa og Juventus má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sigurganga Juventus heldur áfram
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50 Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30 Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00 Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50
Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30
Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00
Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00