Tumi vill vinna titla með vinum sínum í Val - „Gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara“ Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2020 15:30 Tumi Steinn Rúnarsson hefur leikið mikilvægt hlutverk hjá Aftureldingu síðustu tvö ár. VÍSIR/BÁRA „Ég saknaði þess að vera í Val og spila fyrir uppeldisfélagið,“ segir Tumi Steinn Rúnarsson sem er orðinn leikmaður Vals á nýjan leik eftir að hafa leikið með Aftureldingu síðustu tvö handknattleikstímabil. Tumi, sem er tvítugur leikstjórnandi, hefur verið í stóru hlutverki hjá Aftureldingu sem varð í 3. sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Leiktíðin var styttri en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Nú heldur hann hins vegar heim á Hlíðarenda og byrjar æfingar þar að nýju um miðjan næsta mánuð, eftir að hafa komist að samkomulagi við Aftureldingu um riftun samnings sem gilti til næsta árs. „Það eru leikmenn á mínum aldri sem ég ólst upp með, eins og Arnór [Óskarsson], Tjörvi [Gíslason] og Stiven [Valencia], að stíga upp og fá stærra hlutverk í meistaraflokki Vals núna. Ég upplifði það að vinna titla með þeim í yngri flokkum og langar að gera það aftur, og þá gerir maður það í Val, þar sem mér líður best,“ segir Tumi sem óttast ekki samkeppnina hjá liðinu sem varð deildarmeistari á síðustu leiktíð. „Á Einari Andra endalaust mikið að þakka“ „Samkeppni er alltaf holl. Það var líka að koma samkeppni í Aftureldingu svo ég hugsaði með mér að ég gæti líka farið í samkeppni í Val. Það er geggjaður klúbbur og svo hef ég mjög sterka trú á Snorra sem þjálfara. Hann var náttúrulega líka miðjumaður, í heimsklassa, og það gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara,“ segir Tumi um Snorra Stein Guðjónsson. Hann er þakklátur Aftureldingu og þjálfaranum Einari Andra Einarssyni sem stýrði liðinu þar til í sumar: „Ég á Aftureldingu alveg hrikalega mikið að þakka, að hafa gefið einhverjum ungum leikmanni úr 3. flokki sénsinn til að spila og þroskast sem leikmaður. Ég á Einari Andra endalaust mikið að þakka. Þvílíkur toppmaður. Og körlunum þarna sem leyfðu manni að vera á miðjunni, eins og Einari Inga, Elvari Ásgeirs, Birki Ben og fleirum. Við skildum í góðu, allir vinir og svona er bara boltinn.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Ég saknaði þess að vera í Val og spila fyrir uppeldisfélagið,“ segir Tumi Steinn Rúnarsson sem er orðinn leikmaður Vals á nýjan leik eftir að hafa leikið með Aftureldingu síðustu tvö handknattleikstímabil. Tumi, sem er tvítugur leikstjórnandi, hefur verið í stóru hlutverki hjá Aftureldingu sem varð í 3. sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Leiktíðin var styttri en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Nú heldur hann hins vegar heim á Hlíðarenda og byrjar æfingar þar að nýju um miðjan næsta mánuð, eftir að hafa komist að samkomulagi við Aftureldingu um riftun samnings sem gilti til næsta árs. „Það eru leikmenn á mínum aldri sem ég ólst upp með, eins og Arnór [Óskarsson], Tjörvi [Gíslason] og Stiven [Valencia], að stíga upp og fá stærra hlutverk í meistaraflokki Vals núna. Ég upplifði það að vinna titla með þeim í yngri flokkum og langar að gera það aftur, og þá gerir maður það í Val, þar sem mér líður best,“ segir Tumi sem óttast ekki samkeppnina hjá liðinu sem varð deildarmeistari á síðustu leiktíð. „Á Einari Andra endalaust mikið að þakka“ „Samkeppni er alltaf holl. Það var líka að koma samkeppni í Aftureldingu svo ég hugsaði með mér að ég gæti líka farið í samkeppni í Val. Það er geggjaður klúbbur og svo hef ég mjög sterka trú á Snorra sem þjálfara. Hann var náttúrulega líka miðjumaður, í heimsklassa, og það gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara,“ segir Tumi um Snorra Stein Guðjónsson. Hann er þakklátur Aftureldingu og þjálfaranum Einari Andra Einarssyni sem stýrði liðinu þar til í sumar: „Ég á Aftureldingu alveg hrikalega mikið að þakka, að hafa gefið einhverjum ungum leikmanni úr 3. flokki sénsinn til að spila og þroskast sem leikmaður. Ég á Einari Andra endalaust mikið að þakka. Þvílíkur toppmaður. Og körlunum þarna sem leyfðu manni að vera á miðjunni, eins og Einari Inga, Elvari Ásgeirs, Birki Ben og fleirum. Við skildum í góðu, allir vinir og svona er bara boltinn.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira