Pepsi Max kvenna eftir 6 daga: Þrjár landsliðskonur snúa heim og hafa allar orðið meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2020 12:00 Dagný Brynjarsdóttir fagnar hér einu af 26 mörkum sínum fyrir íslenska A-landsliðið. Vísir/Bára Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir ákváðu allar að koma heim út atvinnumennsku og finna sér lið í Pepsi Max deildinni. Dagný og Anna Björk fóru báðar til bikarmeistara Selfoss sem gerir Selfossliðið líklegt til að blanda sér í titilbaráttuna. Rakel fór aftur á móti til Breiðabliks og styrkir liðið sem var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Dagný Brynjarsdóttir verður í stóru hlutverki á miðju Selfossliðsins í sumar.Vísir/Bára Dagný Brynjarsdóttir spilaði með Selfossi sumurin 2014 og 2015 en hafði leikið með bandaríska liðinu Portland Thorns frá árinu 2016. Hún hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. Dagný hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í langan tíma en þekkir það líka vel að vinna Íslandsmeistaratitla síðan hún lék með gullaldarliði Vals frá 2007 til 2013 og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari. Dagný hefur einnig unnið titla erlendis en hún varð háskólameistari með Florida State, þýskur meistari með Bayern og bandarískur meistari með Portland Thorns. Rakel Hönnudóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum sumarið 2018.Vísir/Daníel Rakel Hönnudóttir snýr aftur til Breiðabliks þar sem hún lék í sex tímabil áður en hún fór út í atvinnumennsku. Rakel hefur eytt síðustu tveimur árum í Svíþjóð og Englandi. Rakel er upphaflega að norðan og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild með Þór/KA/KS. Rakel varð Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2015 og bikarmeistari með liðinu bæði 2013 og 2016. Hún þekkir það því vel að vinna titla með Kópavogsliðinu. Landsliðsferill Rakelar er líka langur og glæsilegur en hún lék sinn hundraðasta landsleik í október í fyrra og er með 9 mörk í 102 landsleikjum. Anna Björk Kristjánsdóttir stillti sér upp á mynd við Ölfusárbrúna á Selfossi þegar hún mynduð að tilefni af félagsskiptunum yfir í Selfoss.Mynd/Selfoss Anna Björk Kristjánsdóttir er komin heim eftir fjögur ár í atvinnumennsku þar sem hún spilaði fyrst með sænsku liðunum Örebro og Limhamn Bunkeflo en síðasta árið spilaði Anna Björk með hollenska liðinu PSV Eindhoven. Anna Björk er alin upp í KR en fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri þegar hún gekk til liðs við Stjörnuliðið sumarið 2009. Anna Björk átti síðan eftir að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni áður en hún fór út í atvinnumennsku. Anna Björk þekkir það vel að vinna leiki en hún hefur verið í sigurliði í 78 prósent leikja sinna í úrvalsdeildinni eða í 101 af 130 leikjum sínum. Anna Björk hefur líka leikið 43 A-landsleiki og á alls 57 leiki fyrir öll landslið Íslands. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir ákváðu allar að koma heim út atvinnumennsku og finna sér lið í Pepsi Max deildinni. Dagný og Anna Björk fóru báðar til bikarmeistara Selfoss sem gerir Selfossliðið líklegt til að blanda sér í titilbaráttuna. Rakel fór aftur á móti til Breiðabliks og styrkir liðið sem var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Dagný Brynjarsdóttir verður í stóru hlutverki á miðju Selfossliðsins í sumar.Vísir/Bára Dagný Brynjarsdóttir spilaði með Selfossi sumurin 2014 og 2015 en hafði leikið með bandaríska liðinu Portland Thorns frá árinu 2016. Hún hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. Dagný hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í langan tíma en þekkir það líka vel að vinna Íslandsmeistaratitla síðan hún lék með gullaldarliði Vals frá 2007 til 2013 og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari. Dagný hefur einnig unnið titla erlendis en hún varð háskólameistari með Florida State, þýskur meistari með Bayern og bandarískur meistari með Portland Thorns. Rakel Hönnudóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum sumarið 2018.Vísir/Daníel Rakel Hönnudóttir snýr aftur til Breiðabliks þar sem hún lék í sex tímabil áður en hún fór út í atvinnumennsku. Rakel hefur eytt síðustu tveimur árum í Svíþjóð og Englandi. Rakel er upphaflega að norðan og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild með Þór/KA/KS. Rakel varð Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2015 og bikarmeistari með liðinu bæði 2013 og 2016. Hún þekkir það því vel að vinna titla með Kópavogsliðinu. Landsliðsferill Rakelar er líka langur og glæsilegur en hún lék sinn hundraðasta landsleik í október í fyrra og er með 9 mörk í 102 landsleikjum. Anna Björk Kristjánsdóttir stillti sér upp á mynd við Ölfusárbrúna á Selfossi þegar hún mynduð að tilefni af félagsskiptunum yfir í Selfoss.Mynd/Selfoss Anna Björk Kristjánsdóttir er komin heim eftir fjögur ár í atvinnumennsku þar sem hún spilaði fyrst með sænsku liðunum Örebro og Limhamn Bunkeflo en síðasta árið spilaði Anna Björk með hollenska liðinu PSV Eindhoven. Anna Björk er alin upp í KR en fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri þegar hún gekk til liðs við Stjörnuliðið sumarið 2009. Anna Björk átti síðan eftir að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni áður en hún fór út í atvinnumennsku. Anna Björk þekkir það vel að vinna leiki en hún hefur verið í sigurliði í 78 prósent leikja sinna í úrvalsdeildinni eða í 101 af 130 leikjum sínum. Anna Björk hefur líka leikið 43 A-landsleiki og á alls 57 leiki fyrir öll landslið Íslands.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira