Emil bíður eftir meiri upplýsingum frá Ítalíu en útilokar ekki að spila með FH Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2020 16:00 Emil Hallfreðsson gæti leikið á Íslandi í sumar. vísir/s2s Emil Hallfreðsson hefur enn ekki gert upp hug sinn hvort að hann spili með FH í Pepsi Max-deild karla í sumar en hann segir enn fremur að hann sé samningsbundinn ítalska C-deildarliðinu Padova þangað til í lok júní. Emil hefur æft með FH undanfarnar vikur eftir að kórónuveiran skall á Ítalíu og hann segir að það sé góð stemning í FH-liðinu er þrjár vikur eru þangað til að deildin fari af stað. „Ég held að staðan sé góð og stemningin fín. Það eru ekki búnir að vera neinir leikir en æfingarnar hafa verið góðar miðað við allar reglurnar. Ég held að þetta sé bara í fínum gír,“ sagði Emil við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Mikið hefur verið rætt um FH í topp sex en ekki að berjast um titilinn. „Eigum við ekki bara að kýla niður væntingar og þykjast vera „underdogs“ í ár? Ég held að þeir eigi eftir að vera flottir en það eru mörg önnur góð lið. Ég held að þetta verði nokkuð jafnt. Ef FH kemst í gírinn þá verða þeir pottþétt í toppbaráttu.“ Hann segir að enginn niðurstaða sé kominn í hans mál. „Ég er samningsbundinn Padova til 30. júní og ég er að sjá hvað gerist með deildina; hvort hún fari af stað eða ekki. Ég held að það eigi eitthvað að koma í ljós á fimmtudaginn. Á meðan ég er í óvissunni þá er ég hér og æfi með FH sem er frábært. Þetta er minn klúbbur en tíminn verður að leiða það í ljós,“ en hann er klár í að spila með FH í sumar? „Maður er alltaf opinn fyrir því en ég get samt ekki sagt já eða nei. Ég veit ekki hvernig þetta fer úti. Þeir eru að tala um það að tímabilið verði til 1. ágúst en það er möguleiki,“ sagði Emil um möguleikann að spila með FH í sumar. Klippa: Sportpakkinn - Emil Hallfreðsson Pepsi Max-deild karla Ítalski boltinn Sportpakkinn FH Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Emil Hallfreðsson hefur enn ekki gert upp hug sinn hvort að hann spili með FH í Pepsi Max-deild karla í sumar en hann segir enn fremur að hann sé samningsbundinn ítalska C-deildarliðinu Padova þangað til í lok júní. Emil hefur æft með FH undanfarnar vikur eftir að kórónuveiran skall á Ítalíu og hann segir að það sé góð stemning í FH-liðinu er þrjár vikur eru þangað til að deildin fari af stað. „Ég held að staðan sé góð og stemningin fín. Það eru ekki búnir að vera neinir leikir en æfingarnar hafa verið góðar miðað við allar reglurnar. Ég held að þetta sé bara í fínum gír,“ sagði Emil við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Mikið hefur verið rætt um FH í topp sex en ekki að berjast um titilinn. „Eigum við ekki bara að kýla niður væntingar og þykjast vera „underdogs“ í ár? Ég held að þeir eigi eftir að vera flottir en það eru mörg önnur góð lið. Ég held að þetta verði nokkuð jafnt. Ef FH kemst í gírinn þá verða þeir pottþétt í toppbaráttu.“ Hann segir að enginn niðurstaða sé kominn í hans mál. „Ég er samningsbundinn Padova til 30. júní og ég er að sjá hvað gerist með deildina; hvort hún fari af stað eða ekki. Ég held að það eigi eitthvað að koma í ljós á fimmtudaginn. Á meðan ég er í óvissunni þá er ég hér og æfi með FH sem er frábært. Þetta er minn klúbbur en tíminn verður að leiða það í ljós,“ en hann er klár í að spila með FH í sumar? „Maður er alltaf opinn fyrir því en ég get samt ekki sagt já eða nei. Ég veit ekki hvernig þetta fer úti. Þeir eru að tala um það að tímabilið verði til 1. ágúst en það er möguleiki,“ sagði Emil um möguleikann að spila með FH í sumar. Klippa: Sportpakkinn - Emil Hallfreðsson
Pepsi Max-deild karla Ítalski boltinn Sportpakkinn FH Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira