Pálmi segir markmið KR einfalt: „Það er alltaf stefnt á titil hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 19:00 Pálmi Rafn og Óskar Örn Hauksson fagna með Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan elliheimilið Grund síðasta haust. Mynd/Twitter-síða Pálma Rafns Íslandsmeistarar KR hafa æft vel síðustu vikur en Pálmi Rafn Pálmason segir það hafa verið tómt puð. Guðjón Guðmundsson ræddi aðeins við Pálma Rafn um komandi tímabil í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Þetta hefur gengið vel finnst mér. Erum búnir að vera einir að æfa í töluverðan tíma og aðallega að hlaupa sem er ekki það skemmtilegasta sem við fótboltamenn getum ímyndað okkur en það hefur valdið því að við erum í hörku formi, ætla ég allavega að vona,“ sagði Pálmi Rafn er Gaupi ræddi við hann í Frostaskjólinu. „Það er það skemmtilega við þetta, færri æfingar og fleiri leikir. Ég held það fagni allir leikmenn því. Þetta er svona eins og þegar Evrópu prógramið byrjar, þá eru þetta tveir til þrír leikir á viku og það er ógeðslega gaman. Við hlökkum til,“ sagði Pálmi óhræddur við leikjaálag sumarsins. „Maður vill auðvitað bara vera í fótbolta. Ég fór ekkert að æfa fótbolta til að hlaupa, ég vill bara vera með bolta við fæturnar og það gildir um alla leikmenn. Þannig að það er það skemmtilegasta sem við gerum og auðvitað mikilvægt líka.“ „Ég hugsa að Valur og Breiðablik verði mjög sterk. FH er alltaf FH, það er aldrei hægt að afskrifa neitt þó gengið hafi ekki verið sérstakt í vetur og sama með Stjörnuna. Þetta eru þessi lið og svo er rosalega mikið talað um Víking en þeir eiga eftir að sanna það hvort þeir verði í þessari baráttu.“ „Þeir greinilega stefna á það og ætla sér það, þeir voru með skemmtilegt lið í fyrra og gekk vel þannig að þeir gætu blandað sér í þetta ef allt smellur. Svo ég held það verði töluvert mörg lið að berjast um þetta,“ sagði Pálmi um toppbaráttuna sem gæti orðið æsispennandi í sumar. „Við nálgumst Norðurlöndin hægt og rólega en við erum náttúrulega ekkert á sama stað og það sýndi sig til að mynda hjá okkur í fyrra. En við erum á uppleið, það er fullt af góðum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega spennandi.“ „Það er alltaf stefnt á titil hér,“ sagði Pálmi að lokum um markmið KR í sumar. Klippa: Pálmi Rafn ræðir komandi sumar KR Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hafa æft vel síðustu vikur en Pálmi Rafn Pálmason segir það hafa verið tómt puð. Guðjón Guðmundsson ræddi aðeins við Pálma Rafn um komandi tímabil í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Þetta hefur gengið vel finnst mér. Erum búnir að vera einir að æfa í töluverðan tíma og aðallega að hlaupa sem er ekki það skemmtilegasta sem við fótboltamenn getum ímyndað okkur en það hefur valdið því að við erum í hörku formi, ætla ég allavega að vona,“ sagði Pálmi Rafn er Gaupi ræddi við hann í Frostaskjólinu. „Það er það skemmtilega við þetta, færri æfingar og fleiri leikir. Ég held það fagni allir leikmenn því. Þetta er svona eins og þegar Evrópu prógramið byrjar, þá eru þetta tveir til þrír leikir á viku og það er ógeðslega gaman. Við hlökkum til,“ sagði Pálmi óhræddur við leikjaálag sumarsins. „Maður vill auðvitað bara vera í fótbolta. Ég fór ekkert að æfa fótbolta til að hlaupa, ég vill bara vera með bolta við fæturnar og það gildir um alla leikmenn. Þannig að það er það skemmtilegasta sem við gerum og auðvitað mikilvægt líka.“ „Ég hugsa að Valur og Breiðablik verði mjög sterk. FH er alltaf FH, það er aldrei hægt að afskrifa neitt þó gengið hafi ekki verið sérstakt í vetur og sama með Stjörnuna. Þetta eru þessi lið og svo er rosalega mikið talað um Víking en þeir eiga eftir að sanna það hvort þeir verði í þessari baráttu.“ „Þeir greinilega stefna á það og ætla sér það, þeir voru með skemmtilegt lið í fyrra og gekk vel þannig að þeir gætu blandað sér í þetta ef allt smellur. Svo ég held það verði töluvert mörg lið að berjast um þetta,“ sagði Pálmi um toppbaráttuna sem gæti orðið æsispennandi í sumar. „Við nálgumst Norðurlöndin hægt og rólega en við erum náttúrulega ekkert á sama stað og það sýndi sig til að mynda hjá okkur í fyrra. En við erum á uppleið, það er fullt af góðum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega spennandi.“ „Það er alltaf stefnt á titil hér,“ sagði Pálmi að lokum um markmið KR í sumar. Klippa: Pálmi Rafn ræðir komandi sumar
KR Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira