Formaður KKÍ segir vandamálið stórt: Allir þurfa að taka þátt í að lækka kostnað Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 07:00 Körfuknattleiksfélögin urðu af miklum tekjum vegna kórónuveirufaraldursins. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Vandamálið er stórt. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við lækkum allan þennan kostnað,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem segir langflest körfuknattleiksfélög á Íslandi í dag eiga erfitt með að láta enda ná saman. Hannes ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag og var hreinskilinn varðandi það að staðan væri mjög erfið hjá körfuknattleiksfélögum nú þegar kórónuveirufaraldurinn hefur bæði tekið úrslitakeppnina af félögunum og efnahagskrísa vegna faraldursins orðið til að fækka styrktaraðilum. „Það er alveg sama hverjir það eru í hreyfingunni okkar, hvort sem það eru þjálfarar, leikmenn, dómarar eða sjúkraþjálfarar, allir sem að þessu koma þurfa að gera sér grein fyrir því að næsta keppnistímabil verðum við öll að taka á okkur einhvers konar launalækkun eða minnka kostnað hvernig sem það verður gert, ef þetta á að vera gerlegt,“ segir Hannes. „Það verður erfiðara að sækja fé, það verður örugglega erfiðara meira að segja að fá fólk til að mæta í íþróttahúsin, þannig að þetta er eitthvað sem við verðum að skoða mjög alvarlega. Við erum, öll sem eitt í hreyfingunni, ábyrg fyrir því að þetta geti tekist,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Körfuboltahreyfingin þarf að lækka kostnað Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Af hverju má ekki ræða launamálin almennilega? „Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. 14. maí 2020 19:00 Hannes um erlenda leikmenn: „Menn sammála um að vera ósammála“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það sé ekki bara á Íslandi þar sem er rætt um fjölda erlenda leikmanna í hverju liði okkar því nágrannar okkar á Norðurlöndunum eru á svipuðum slóðum. 12. maí 2020 17:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Vandamálið er stórt. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við lækkum allan þennan kostnað,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem segir langflest körfuknattleiksfélög á Íslandi í dag eiga erfitt með að láta enda ná saman. Hannes ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag og var hreinskilinn varðandi það að staðan væri mjög erfið hjá körfuknattleiksfélögum nú þegar kórónuveirufaraldurinn hefur bæði tekið úrslitakeppnina af félögunum og efnahagskrísa vegna faraldursins orðið til að fækka styrktaraðilum. „Það er alveg sama hverjir það eru í hreyfingunni okkar, hvort sem það eru þjálfarar, leikmenn, dómarar eða sjúkraþjálfarar, allir sem að þessu koma þurfa að gera sér grein fyrir því að næsta keppnistímabil verðum við öll að taka á okkur einhvers konar launalækkun eða minnka kostnað hvernig sem það verður gert, ef þetta á að vera gerlegt,“ segir Hannes. „Það verður erfiðara að sækja fé, það verður örugglega erfiðara meira að segja að fá fólk til að mæta í íþróttahúsin, þannig að þetta er eitthvað sem við verðum að skoða mjög alvarlega. Við erum, öll sem eitt í hreyfingunni, ábyrg fyrir því að þetta geti tekist,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Körfuboltahreyfingin þarf að lækka kostnað Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Af hverju má ekki ræða launamálin almennilega? „Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. 14. maí 2020 19:00 Hannes um erlenda leikmenn: „Menn sammála um að vera ósammála“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það sé ekki bara á Íslandi þar sem er rætt um fjölda erlenda leikmanna í hverju liði okkar því nágrannar okkar á Norðurlöndunum eru á svipuðum slóðum. 12. maí 2020 17:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Af hverju má ekki ræða launamálin almennilega? „Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. 14. maí 2020 19:00
Hannes um erlenda leikmenn: „Menn sammála um að vera ósammála“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það sé ekki bara á Íslandi þar sem er rætt um fjölda erlenda leikmanna í hverju liði okkar því nágrannar okkar á Norðurlöndunum eru á svipuðum slóðum. 12. maí 2020 17:00