Phil Jackson sagði „sjáumst næsta sumar“ en Shaq og Kobe voru á öðru máli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 16:00 Kobe Bryant og Shaquille O'Neal fagna saman eftir að Los Angeles Lakers vann NBA-deildina í júní 2000. Getty/Andrew D. Bernstein Shaquille O'Neal var fljótur að svara þegar SportsCenter á ESPN spurði hann út í sína bestu minningu frá ferlinum. Shaq sagði líka söguna á bak við endurkomu Lakers-liðsins þennan dag í byrjun júní fyrir að verða tuttugu árum síðan. Vorið 2000 höfðu þeir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant spilað saman í fjögur ár en aldrei orðið NBA-meistarar. Ár eftir ár hafði Los Angeles Lakers liðið ollið vonbrigðum í úrslitakeppninni og tvö ár á undan hafði liðinu verið sópað út úr úrslitakeppninni. Það leit út fyrir enn ein vonbrigðin þegar liðið var komið í slæma stöðu í oddaleik á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Portland Trail Blazers var 71-58 yfir fyrir lokaleikhlutann. Hér fyrir neðan má sjá Shaq rifja upp atvikið sem kórónaði endurkomu Lakers-liðsins í leiknum en liðið vann fjórða leikhlutann 31-13 og leikinn 89-84. Shaq's favorite sports memory? The iconic Game 7 lob from Kobe in the 2000 Western Conference Finals. (via @shaq) pic.twitter.com/AONaBAaM4D— SportsCenter (@SportsCenter) April 7, 2020 Shaquille O'Neal sagði meðal annars frá því hvað Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, sagði við þá fyrir lokaleikhlutann þegar útlitið var ekki bjart. „Þið eigið að vita svarið þessu en það er sjöundi leikurinn í úrslitum Vesturdeildarinnar 2000 og svífandi sendingin frá Kobe. Ég veit nefnilega að ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá hefðum við Kobe líklega ekki unnið þrjá meistaratitla saman. Það breyttist margt með þessum leik,“ sagði Shaquille O'Neal. „Phil Jackson kom til okkar þegar við vorum sautján stigum undir og sagði: Við sjáumst næsta sumar. Þetta var gott ár en þetta mun ekki ganga upp hjá okkur í dag. Ég, Kobe, Rick Fox og B. Shaw horfðum á hverja aðra og komum síðan til baka,“ sagði Shaq. watch on YouTube „Ég var alltaf að segja Kobe ég væri opinn. Hann gaf svo sendinguna og hún var reyndar of há. Ég þurfti vængina mína, þá sömu og ég er með hér, sagði Shaq í léttur og sýndi vængjaða styttu en hélt svo áfram: „Hann henti boltanum extra hátt en ég náði í hann og negldi honum niður. SportsCenter, þetta er mín uppáhaldsminning,“ sagði Shaquille O'Neal. Los Angeles Lakers komst í lokaúrslitin þar sem liðið tryggði sér titilinn með 4-2 sigri á Indiana Pacers. Lakers vann einnig meistaratitlana 2001 og 2002. Shaquille O'Neal var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í öll þrjú skiptin. watch on YouTube NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira
Shaquille O'Neal var fljótur að svara þegar SportsCenter á ESPN spurði hann út í sína bestu minningu frá ferlinum. Shaq sagði líka söguna á bak við endurkomu Lakers-liðsins þennan dag í byrjun júní fyrir að verða tuttugu árum síðan. Vorið 2000 höfðu þeir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant spilað saman í fjögur ár en aldrei orðið NBA-meistarar. Ár eftir ár hafði Los Angeles Lakers liðið ollið vonbrigðum í úrslitakeppninni og tvö ár á undan hafði liðinu verið sópað út úr úrslitakeppninni. Það leit út fyrir enn ein vonbrigðin þegar liðið var komið í slæma stöðu í oddaleik á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Portland Trail Blazers var 71-58 yfir fyrir lokaleikhlutann. Hér fyrir neðan má sjá Shaq rifja upp atvikið sem kórónaði endurkomu Lakers-liðsins í leiknum en liðið vann fjórða leikhlutann 31-13 og leikinn 89-84. Shaq's favorite sports memory? The iconic Game 7 lob from Kobe in the 2000 Western Conference Finals. (via @shaq) pic.twitter.com/AONaBAaM4D— SportsCenter (@SportsCenter) April 7, 2020 Shaquille O'Neal sagði meðal annars frá því hvað Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, sagði við þá fyrir lokaleikhlutann þegar útlitið var ekki bjart. „Þið eigið að vita svarið þessu en það er sjöundi leikurinn í úrslitum Vesturdeildarinnar 2000 og svífandi sendingin frá Kobe. Ég veit nefnilega að ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá hefðum við Kobe líklega ekki unnið þrjá meistaratitla saman. Það breyttist margt með þessum leik,“ sagði Shaquille O'Neal. „Phil Jackson kom til okkar þegar við vorum sautján stigum undir og sagði: Við sjáumst næsta sumar. Þetta var gott ár en þetta mun ekki ganga upp hjá okkur í dag. Ég, Kobe, Rick Fox og B. Shaw horfðum á hverja aðra og komum síðan til baka,“ sagði Shaq. watch on YouTube „Ég var alltaf að segja Kobe ég væri opinn. Hann gaf svo sendinguna og hún var reyndar of há. Ég þurfti vængina mína, þá sömu og ég er með hér, sagði Shaq í léttur og sýndi vængjaða styttu en hélt svo áfram: „Hann henti boltanum extra hátt en ég náði í hann og negldi honum niður. SportsCenter, þetta er mín uppáhaldsminning,“ sagði Shaquille O'Neal. Los Angeles Lakers komst í lokaúrslitin þar sem liðið tryggði sér titilinn með 4-2 sigri á Indiana Pacers. Lakers vann einnig meistaratitlana 2001 og 2002. Shaquille O'Neal var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í öll þrjú skiptin. watch on YouTube
NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira