Segir að handboltinn í Þrótti hafi ekki verið aflagður en það komi til greina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2020 11:46 Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla í vetur. mynd/facebook-síða þróttar Finnbogi Hilmarsson, formaður aðalstjórnar Þróttar R., segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um framtíð handboltans í félaginu. Í samtali við Vísi sagði Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, að búið væri að leggja handboltann í félaginu niður. Hún sagði að þetta væri ákvörðun aðalstjórnar Þróttar og vísaði á Finnboga. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki enn verið tekin en umræðan um framtíð handboltans í Þrótt væri óljós vegna aðstöðuvandamála. „Við erum ekki búin að leggja handboltann niður en það er umræða sem við þurfum að taka. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun. Það þarf að skoða þau mál öll í heild sinni út frá okkar aðstöðumálum,“ sagði Finnbogi í samtali við Vísi. „Tímabilið endaði bara í gær og við höfum ekkert hist eftir að það kláraðist. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Gengur illa að halda starfseminni út En kemur til greina að leggja handboltann í Þrótti niður? „Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða. Það er mjög erfitt að halda starfseminni úti og gengur illa að byggja upp yngri flokka þegar svona margar æfingar falla niður. Það gengur illa að fá fólk til að starfa við þetta og borga æfingagjöld, eðlilega því það falla svo margar æfingar niður,“ svaraði Finnbogi. „Við höfum verið í mjög miklum vanda og þetta verður verra og verra eftir því sem árin líða. Þess vegna höfum við þurft að spyrja okkur þessarar spurningar nánast á hverju ári: eigum við að taka eitt tímabil í viðbót. Við eigum eftir að setjast niður og taka þessa ákvörðun um hvort við höldum þessu áfram.“ Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni þegar hún er laus.vísir/vilhelm Iðkendum fækkað á síðustu árum Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni en hún er ekki alltaf laus og aðrir viðburðir hafa forgang. „Okkur er lofað úrbótum, við fáum fleiri tíma og betri aðstöðu, en það er ekki staðið við það,“ sagði Finnbogi. Hann segir að iðkendum í yngri flokkum Þróttar hafi fækkað mikið á undanförnum árum. „Þetta eru undir 100 krakkar en það er ekki langt síðan þeir voru um 150. Þeim hefur snarfækkað á síðustu 4-5 árum. Notkunin á Höllinni hefur breyst svo mikið. Ef mögulegt er að leigja hana út fyrir viðburði ganga þeir alltaf fyrir. Mig minnir að í febrúar hafi um 50% tíma fallið niður.“ Æfðu í Hveragerði Finnbogi segir erfitt að leita annað til að hýsa æfingar. „Við höfum ekkert annað. Við höfum fengið nokkrar æfingar í Egilshöll sem er ekki alveg næsti bær við. Og fyrir tveimur árum síðan leigðum við nokkra tíma í Hveragerði. Öll íþróttahúsin í Reykjavík eru full og það vantar tíma fyrir félögin og skólana.“ Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla á þessu tímabili sem gæti verið það síðasta hjá félaginu, allavega í bili. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Finnbogi Hilmarsson, formaður aðalstjórnar Þróttar R., segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um framtíð handboltans í félaginu. Í samtali við Vísi sagði Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, að búið væri að leggja handboltann í félaginu niður. Hún sagði að þetta væri ákvörðun aðalstjórnar Þróttar og vísaði á Finnboga. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki enn verið tekin en umræðan um framtíð handboltans í Þrótt væri óljós vegna aðstöðuvandamála. „Við erum ekki búin að leggja handboltann niður en það er umræða sem við þurfum að taka. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun. Það þarf að skoða þau mál öll í heild sinni út frá okkar aðstöðumálum,“ sagði Finnbogi í samtali við Vísi. „Tímabilið endaði bara í gær og við höfum ekkert hist eftir að það kláraðist. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Gengur illa að halda starfseminni út En kemur til greina að leggja handboltann í Þrótti niður? „Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða. Það er mjög erfitt að halda starfseminni úti og gengur illa að byggja upp yngri flokka þegar svona margar æfingar falla niður. Það gengur illa að fá fólk til að starfa við þetta og borga æfingagjöld, eðlilega því það falla svo margar æfingar niður,“ svaraði Finnbogi. „Við höfum verið í mjög miklum vanda og þetta verður verra og verra eftir því sem árin líða. Þess vegna höfum við þurft að spyrja okkur þessarar spurningar nánast á hverju ári: eigum við að taka eitt tímabil í viðbót. Við eigum eftir að setjast niður og taka þessa ákvörðun um hvort við höldum þessu áfram.“ Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni þegar hún er laus.vísir/vilhelm Iðkendum fækkað á síðustu árum Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni en hún er ekki alltaf laus og aðrir viðburðir hafa forgang. „Okkur er lofað úrbótum, við fáum fleiri tíma og betri aðstöðu, en það er ekki staðið við það,“ sagði Finnbogi. Hann segir að iðkendum í yngri flokkum Þróttar hafi fækkað mikið á undanförnum árum. „Þetta eru undir 100 krakkar en það er ekki langt síðan þeir voru um 150. Þeim hefur snarfækkað á síðustu 4-5 árum. Notkunin á Höllinni hefur breyst svo mikið. Ef mögulegt er að leigja hana út fyrir viðburði ganga þeir alltaf fyrir. Mig minnir að í febrúar hafi um 50% tíma fallið niður.“ Æfðu í Hveragerði Finnbogi segir erfitt að leita annað til að hýsa æfingar. „Við höfum ekkert annað. Við höfum fengið nokkrar æfingar í Egilshöll sem er ekki alveg næsti bær við. Og fyrir tveimur árum síðan leigðum við nokkra tíma í Hveragerði. Öll íþróttahúsin í Reykjavík eru full og það vantar tíma fyrir félögin og skólana.“ Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla á þessu tímabili sem gæti verið það síðasta hjá félaginu, allavega í bili.
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57
Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00