Braut útivistarbann til að fagna 18 ára afmæli kærustunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 22:15 Eflaust stendur ,,Ástin spyr ekki um aldur" á bringunni á Smolov. Kerstin Joensson/AP Spánn er að fara inn í sína fjórðu viku með útivistarbann í gildi og mun það standa til 26. apríl, að lágmarki. Er það gert í von um að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar sem hefur nú þegar dregið 12 þúsund manns til dauða í landinu. Það gefur því auga leið að ekki er ætlast til þess að fólk sé á ferðinni og hvað þá á milli landa. Fedor Smolov, leikmaður Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni, lét það þó ekki stöðva sig en hann flaug nýverið með einkaþotu til Rússlands til að vera viðstaddur afmælisveislu kærustu sinnar. Celta Vigo's Smolov defies lockdown to return home for fiance's 18th birthday https://t.co/q24ZkB9ErE— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Eðlilega vildi hinn þrítugi Smolov vera viðstaddur enda um stórafmæli að ræða. Kærasta hans, Maria Yumesheva, er jú að verða 18 ára gömul. Parið trúlofaði sig í janúar á þessu ári og mun brúðkaupið fara fram í sumar. Áðurnefnd Yumesheva er barnabarn Boris Nikolayevich Yeltsin, fyrrum forseta Rússlands. Yeltsin var forseti Rússlands frá 1991 til 1999 en Yumesheva var ekki fædd þegar hann lét af embætti. „Leikmaðurinn hafði ítrekað beðið um leyfi til að fara til Rússlands vegna persónulegra mála. Félagið gat ekki leyft honum það þar sem spænska úrvalsdeildin gaf ekki leyfi,“ segir í frétt AS um málið. Smolov ku hafa látið félagið vita að hann yrði að fara til Rússlands til að leysa úr sínum málum en hann kæmi til baka um leið og mögulegt væri. Er hann annar leikmaður Celta Vigo sem brýtur útivistarbannið en Pione Sisto gerði sér lítið fyrir og keyrði alla leið frá Spáni til Danmerkur eftir að útivistarbannið var sett á. Mega þeir báðir búast við þungri sekt frá félaginu sem og spænska knattspyrnusambandinu. The Guardian greindi frá. Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Sjá meira
Spánn er að fara inn í sína fjórðu viku með útivistarbann í gildi og mun það standa til 26. apríl, að lágmarki. Er það gert í von um að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar sem hefur nú þegar dregið 12 þúsund manns til dauða í landinu. Það gefur því auga leið að ekki er ætlast til þess að fólk sé á ferðinni og hvað þá á milli landa. Fedor Smolov, leikmaður Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni, lét það þó ekki stöðva sig en hann flaug nýverið með einkaþotu til Rússlands til að vera viðstaddur afmælisveislu kærustu sinnar. Celta Vigo's Smolov defies lockdown to return home for fiance's 18th birthday https://t.co/q24ZkB9ErE— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Eðlilega vildi hinn þrítugi Smolov vera viðstaddur enda um stórafmæli að ræða. Kærasta hans, Maria Yumesheva, er jú að verða 18 ára gömul. Parið trúlofaði sig í janúar á þessu ári og mun brúðkaupið fara fram í sumar. Áðurnefnd Yumesheva er barnabarn Boris Nikolayevich Yeltsin, fyrrum forseta Rússlands. Yeltsin var forseti Rússlands frá 1991 til 1999 en Yumesheva var ekki fædd þegar hann lét af embætti. „Leikmaðurinn hafði ítrekað beðið um leyfi til að fara til Rússlands vegna persónulegra mála. Félagið gat ekki leyft honum það þar sem spænska úrvalsdeildin gaf ekki leyfi,“ segir í frétt AS um málið. Smolov ku hafa látið félagið vita að hann yrði að fara til Rússlands til að leysa úr sínum málum en hann kæmi til baka um leið og mögulegt væri. Er hann annar leikmaður Celta Vigo sem brýtur útivistarbannið en Pione Sisto gerði sér lítið fyrir og keyrði alla leið frá Spáni til Danmerkur eftir að útivistarbannið var sett á. Mega þeir báðir búast við þungri sekt frá félaginu sem og spænska knattspyrnusambandinu. The Guardian greindi frá.
Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Sjá meira