Fyrrum leikmaður kvennaliðs Keflavíkur skrifaði NBA söguna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 11:45 Jenny Boucek á bekknum hjá Dallas Mavericks. Getty/Tom Pennington Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta, gaf miklum Íslandsvini tímabundna stöðuhækkun í leik liðsins í nótt. Stephen Silas, aðstoðarþjálfari Dallas, var veikur og gat ekki tekið þátt í í leiknum. Rick Carlisle ákvað því að kalla á aðstoðarþjálfarann Jenny Boucek sem sat við hlið hans í leiknum í nótt. Rick Carlisle sent a post-midnight text to several reporters to note a piece of NBA history. pic.twitter.com/lSFjTxiHUe— Tim MacMahon (@espn_macmahon) December 27, 2019 Eftir leikinn sendi Rick Carlisle síðan nokkrum fjölmiðlamönnum skilaboð til að vekja athygli á því að þær Jenny Boucek og Becky Hammon hafi skrifað NBA-söguna í þessum leik. Becky Hammon er aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs. Jenny Boucek hefur verið með Dallas liðinu í nokkurn tíma en þetta var í fyrsta sinn sem hún situr við hlið aðalþjálfarans á bekknum. Samkvæmt skilboðum frá Rick Carlisle þá er þetta í fyrsta sinn sem konur sitja við hlið aðalþjálfara hjá báðum liðum í NBA-deildinni. An ill Stephen Silas led Dallas' Rick Carlisle to move Jenny Boucek onto the bench vs. San Antonio. Said Carlisle: "I believe this is the first time in NBA history there were two female assistant coaches (Becky Hammon and Boucek) on the front of opposing benches in the same game"— Marc Stein (@TheSteinLine) December 27, 2019 Jenny Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland síðan að hún spilaði eitt tímabil með kvennaliði Keflavíkur veturinn 1997 til 1998. Jenny Boucek hjálpaði þá Keflavíkurliðinu að vinna bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina. Í úrslitakeppninni var Boucek með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali en hún var einnig frábær varnarmaður og mikill leiðtogi. Boucek stal meðal annars 30 boltum í þessum sex leikjum sínum í úrslitakeppninni vorið 1998. Hún varð seinna þjálfari í WNBA-deildinni en hefur undanfarin ár unnið fyrir NBA-lið. NBA Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta, gaf miklum Íslandsvini tímabundna stöðuhækkun í leik liðsins í nótt. Stephen Silas, aðstoðarþjálfari Dallas, var veikur og gat ekki tekið þátt í í leiknum. Rick Carlisle ákvað því að kalla á aðstoðarþjálfarann Jenny Boucek sem sat við hlið hans í leiknum í nótt. Rick Carlisle sent a post-midnight text to several reporters to note a piece of NBA history. pic.twitter.com/lSFjTxiHUe— Tim MacMahon (@espn_macmahon) December 27, 2019 Eftir leikinn sendi Rick Carlisle síðan nokkrum fjölmiðlamönnum skilaboð til að vekja athygli á því að þær Jenny Boucek og Becky Hammon hafi skrifað NBA-söguna í þessum leik. Becky Hammon er aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs. Jenny Boucek hefur verið með Dallas liðinu í nokkurn tíma en þetta var í fyrsta sinn sem hún situr við hlið aðalþjálfarans á bekknum. Samkvæmt skilboðum frá Rick Carlisle þá er þetta í fyrsta sinn sem konur sitja við hlið aðalþjálfara hjá báðum liðum í NBA-deildinni. An ill Stephen Silas led Dallas' Rick Carlisle to move Jenny Boucek onto the bench vs. San Antonio. Said Carlisle: "I believe this is the first time in NBA history there were two female assistant coaches (Becky Hammon and Boucek) on the front of opposing benches in the same game"— Marc Stein (@TheSteinLine) December 27, 2019 Jenny Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland síðan að hún spilaði eitt tímabil með kvennaliði Keflavíkur veturinn 1997 til 1998. Jenny Boucek hjálpaði þá Keflavíkurliðinu að vinna bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina. Í úrslitakeppninni var Boucek með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali en hún var einnig frábær varnarmaður og mikill leiðtogi. Boucek stal meðal annars 30 boltum í þessum sex leikjum sínum í úrslitakeppninni vorið 1998. Hún varð seinna þjálfari í WNBA-deildinni en hefur undanfarin ár unnið fyrir NBA-lið.
NBA Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira