„Everton ætti að gefa Duncan starfið út leiktíðina“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2019 15:00 Duncan Ferguson fagnar ákaflega í leiknum um helgina. vísir/getty Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Tottenham og Liverpool og núverandi sparkspekingur, segir að Everton eigi að gefa Duncan Ferguson stjórastarfið út leiktíðina. Everton-goðsögnin stýrði félaginu á laugardaginn er liðið vann 3-1 sigur á Chelsea á heimavelli en Marco Silva var rekinn úr starfi í síðustu viku. Everton leitar nú að nýjum stjóra en Redknapp segir að þeir þurfi ekki að leita langt. Hann skrifar um málið í Daily Mail í dag. „Ef þú ert hlutlaus áhorfandi þá er ekkert betra en að fara á Goodison Park þegar stuðningsmennirnir eru í stuði. Hárin rísa upp en ef þú ert andstæðingur, trúðu mér, þá er það ógnvekjandi. Þeir rísa upp og fagna góðri tæklingu eins og marki,“ sagði Redknapp í pistli sínum. „Það er enginn eins staður og þessi í ensku úrvalsdeildinni eða út í heimi. Það er það sem ég elska við Everton. Þeir eru ekki hugsi yfir falegum fótbolta. Það sem þeir vilja helst sjá er ástríða og ákefð.“ JAMIE REDKNAPP: Everton should give Duncan Ferguson the job for the rest of the season https://t.co/543b2Jkuhj— MailOnline Sport (@MailSport) December 9, 2019 „Þetta var það sem ég sá þegar Duncan Ferguson var á vellinum og ég spilaði nokkrum sinnum gegn honum. Það kom mér því ekkert á óvart hvað gerðist gegn Chelsea á laugardaginn. Löngun hans til þess að vinna er ótrúleg.“ „Þegar ég sá hann svona stoltan á hliðarlínunni, hlaupandi niður eftir hliðarlínunni, knúsandi boltastrákanna hugsaði ég: Hann vill fá starfið. Og af hverju ekki? Af hverju ekki að leyfa honum að taka við út tímabilið? Hann elskar Everton meira en allt. Hann er þeirra maður og eins blár og þeir verða.“ Former @Everton hard man Duncan Ferguson has made an immediate impact... The Toffees made 37 tackles against @ChelseaFC — the most by any team in the @premierleague this season. ANALYSIS: https://t.co/bKe1YS5Aztpic.twitter.com/Jk1UGFidoT— FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) December 8, 2019 „Þeir unnu Chelsea þægilega og lyftu sér úr fallsæti,“ sagði Redknapp en allan pistil hans má lesa hér. Everton mætir Manchester United um næstu helgi og verður Ferguson að öllum líkindum enn í stjórastólnum hjá Everton í þeim leik. Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Duncan stýrði Everton til sigurs gegn Chelsea Everton tók á móti Chelsea í fyrsta leiknum eftir að Marco Silva var rekinn. 7. desember 2019 14:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Tottenham og Liverpool og núverandi sparkspekingur, segir að Everton eigi að gefa Duncan Ferguson stjórastarfið út leiktíðina. Everton-goðsögnin stýrði félaginu á laugardaginn er liðið vann 3-1 sigur á Chelsea á heimavelli en Marco Silva var rekinn úr starfi í síðustu viku. Everton leitar nú að nýjum stjóra en Redknapp segir að þeir þurfi ekki að leita langt. Hann skrifar um málið í Daily Mail í dag. „Ef þú ert hlutlaus áhorfandi þá er ekkert betra en að fara á Goodison Park þegar stuðningsmennirnir eru í stuði. Hárin rísa upp en ef þú ert andstæðingur, trúðu mér, þá er það ógnvekjandi. Þeir rísa upp og fagna góðri tæklingu eins og marki,“ sagði Redknapp í pistli sínum. „Það er enginn eins staður og þessi í ensku úrvalsdeildinni eða út í heimi. Það er það sem ég elska við Everton. Þeir eru ekki hugsi yfir falegum fótbolta. Það sem þeir vilja helst sjá er ástríða og ákefð.“ JAMIE REDKNAPP: Everton should give Duncan Ferguson the job for the rest of the season https://t.co/543b2Jkuhj— MailOnline Sport (@MailSport) December 9, 2019 „Þetta var það sem ég sá þegar Duncan Ferguson var á vellinum og ég spilaði nokkrum sinnum gegn honum. Það kom mér því ekkert á óvart hvað gerðist gegn Chelsea á laugardaginn. Löngun hans til þess að vinna er ótrúleg.“ „Þegar ég sá hann svona stoltan á hliðarlínunni, hlaupandi niður eftir hliðarlínunni, knúsandi boltastrákanna hugsaði ég: Hann vill fá starfið. Og af hverju ekki? Af hverju ekki að leyfa honum að taka við út tímabilið? Hann elskar Everton meira en allt. Hann er þeirra maður og eins blár og þeir verða.“ Former @Everton hard man Duncan Ferguson has made an immediate impact... The Toffees made 37 tackles against @ChelseaFC — the most by any team in the @premierleague this season. ANALYSIS: https://t.co/bKe1YS5Aztpic.twitter.com/Jk1UGFidoT— FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) December 8, 2019 „Þeir unnu Chelsea þægilega og lyftu sér úr fallsæti,“ sagði Redknapp en allan pistil hans má lesa hér. Everton mætir Manchester United um næstu helgi og verður Ferguson að öllum líkindum enn í stjórastólnum hjá Everton í þeim leik.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Duncan stýrði Everton til sigurs gegn Chelsea Everton tók á móti Chelsea í fyrsta leiknum eftir að Marco Silva var rekinn. 7. desember 2019 14:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Stóri Duncan stýrði Everton til sigurs gegn Chelsea Everton tók á móti Chelsea í fyrsta leiknum eftir að Marco Silva var rekinn. 7. desember 2019 14:15