Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 19:26 Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenksa landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. Ísland gerði 0-0 jafntefli við Tyrki, en þurfti að vinna til þess að eiga möguleika á að fara upp úr riðlinum. „Frammistaðan var góð og ég er stoltur af leikmönnunum. Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Hamrén við Óskar Ófeig Jónsson úti í Tyrklandi í leikslok. „Þeir reyndu allt sem þeir gátu, við lokuðum vel á þá og vorum nálægt því að skora í lokin.“ „Það verður áhugavert að skoða upptöku af leiknum því mér fannst Jón Daði eiga að fá víti undir lokin en ég þarf að sjá þetta aftur.“ Hvað var það sem vantaði upp á að mati Hamrén, var það bara smá heppni? „Við vorum að spila við mjög gott lið, þeir hafa sýnt það alla undankeppnina. En þú þarft á heppni að halda.“ „Við áttum okkar tækifæri og með heppni hefðum við skorað. En við reyndum allt sem við gátum og þú getur ekki gert betur en það.“ Hamrén byrjaði með þrjá framherja í liðinu, þá Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson frammi og Jón Daða Böðvarsson úti á kantinum. „Ég vildi hafa jafnvægi í liðinu og sækja þegar við vorum með boltann. Þess vegna var Jón Daði á kantinum, við reyndum að nota hlaupin hans en því miður þá komu meiðsli snemma í leiknum og þá þurftum við að breyta,“ sagði Hamrén en Alfreð fór meiddur af velli eftir rúmlega tuttugu mínútur. „Í lok leiksins þá gátum við ekki breytt of snemma því við opnuðum okkur og þeir fengu hálffæri. Ef þú gerir það of snemma þá getum við fengið skyndisókn á okkur. Það sást í lokin þegar þeir fengu hálffæri því við vorum með allt liðið uppi. Mér fannst við gera þetta rétt,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenksa landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. Ísland gerði 0-0 jafntefli við Tyrki, en þurfti að vinna til þess að eiga möguleika á að fara upp úr riðlinum. „Frammistaðan var góð og ég er stoltur af leikmönnunum. Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Hamrén við Óskar Ófeig Jónsson úti í Tyrklandi í leikslok. „Þeir reyndu allt sem þeir gátu, við lokuðum vel á þá og vorum nálægt því að skora í lokin.“ „Það verður áhugavert að skoða upptöku af leiknum því mér fannst Jón Daði eiga að fá víti undir lokin en ég þarf að sjá þetta aftur.“ Hvað var það sem vantaði upp á að mati Hamrén, var það bara smá heppni? „Við vorum að spila við mjög gott lið, þeir hafa sýnt það alla undankeppnina. En þú þarft á heppni að halda.“ „Við áttum okkar tækifæri og með heppni hefðum við skorað. En við reyndum allt sem við gátum og þú getur ekki gert betur en það.“ Hamrén byrjaði með þrjá framherja í liðinu, þá Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson frammi og Jón Daða Böðvarsson úti á kantinum. „Ég vildi hafa jafnvægi í liðinu og sækja þegar við vorum með boltann. Þess vegna var Jón Daði á kantinum, við reyndum að nota hlaupin hans en því miður þá komu meiðsli snemma í leiknum og þá þurftum við að breyta,“ sagði Hamrén en Alfreð fór meiddur af velli eftir rúmlega tuttugu mínútur. „Í lok leiksins þá gátum við ekki breytt of snemma því við opnuðum okkur og þeir fengu hálffæri. Ef þú gerir það of snemma þá getum við fengið skyndisókn á okkur. Það sást í lokin þegar þeir fengu hálffæri því við vorum með allt liðið uppi. Mér fannst við gera þetta rétt,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45