Sterling áttundi Englendingurinn sem skorar þrennu í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2019 14:30 Sterling er kominn með fjögur mörk í Meistaradeildinni í vetur. vísir/getty Raheem Sterling varð í gær áttundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeild Evrópu. Sterling skoraði þrjú marka Manchester City í 5-1 sigri á Atalanta á Etihad í gær. Englandsmeistararnir eru með fullt hús stiga á toppi C-riðils og komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit keppninnar. Með þrennunni komst Sterling í hóp sjö annarra landa sinna sem hafa skorað þrjú mörk í einum og sama leiknum í Meistaradeildinni.Mike Newell afrekaði það fyrstur Englendinga. Hann skoraði þrjú mörk á níu mínútum þegar Blackburn Rovers vann Rosenborg, 4-1, í desember 1995. Í 16 ár var Newell sá leikmaður sem hafði skorað þrennu á stystum tíma í Meistaradeildinni. Frakkinn Bafétimbi Gomis sló met Newells þegar hann skoraði þrjú mörk á sjö mínútum í 7-1 sigri Lyon á Dinamo Zagreb 2011. Andy Cole skoraði tvær þrennur fyrir Manchester United í Meistaradeildinni; gegn Feyenoord 1997 og Anderlecht 2000.Owen skoraði þrennu í 1-3 útisigri Manchester United á Wolfsburg 2009.vísir/gettyMichael Owen skoraði tvær þrennur í Meistaradeildinni með sjö ára millibili; fyrir Liverpool gegn Spartak Moskvu 2002 og Manchester United gegn Wolfsburg 2009. Owen er eini Englendingurinn sem hefur skorað þrennu fyrir fleiri en eitt félag í Meistaradeildinni. Alan Shearer skoraði þrennu í 3-1 sigri Newcastle United á Bayer Leverkusen 2003. Ári síðar skoraði Wayne Rooney þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik; 6-2 sigri United á Fenerbache. Það er jafnframt eina þrenna hans í Meistaradeildinni. Þá skoraði Danny Welbeck þrennu í 4-1 sigri Arsenal á Galatasary 2014 og Harry Kane í 3-0 sigri Tottenham á APOEL 2017. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Raheem Sterling varð í gær áttundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeild Evrópu. Sterling skoraði þrjú marka Manchester City í 5-1 sigri á Atalanta á Etihad í gær. Englandsmeistararnir eru með fullt hús stiga á toppi C-riðils og komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit keppninnar. Með þrennunni komst Sterling í hóp sjö annarra landa sinna sem hafa skorað þrjú mörk í einum og sama leiknum í Meistaradeildinni.Mike Newell afrekaði það fyrstur Englendinga. Hann skoraði þrjú mörk á níu mínútum þegar Blackburn Rovers vann Rosenborg, 4-1, í desember 1995. Í 16 ár var Newell sá leikmaður sem hafði skorað þrennu á stystum tíma í Meistaradeildinni. Frakkinn Bafétimbi Gomis sló met Newells þegar hann skoraði þrjú mörk á sjö mínútum í 7-1 sigri Lyon á Dinamo Zagreb 2011. Andy Cole skoraði tvær þrennur fyrir Manchester United í Meistaradeildinni; gegn Feyenoord 1997 og Anderlecht 2000.Owen skoraði þrennu í 1-3 útisigri Manchester United á Wolfsburg 2009.vísir/gettyMichael Owen skoraði tvær þrennur í Meistaradeildinni með sjö ára millibili; fyrir Liverpool gegn Spartak Moskvu 2002 og Manchester United gegn Wolfsburg 2009. Owen er eini Englendingurinn sem hefur skorað þrennu fyrir fleiri en eitt félag í Meistaradeildinni. Alan Shearer skoraði þrennu í 3-1 sigri Newcastle United á Bayer Leverkusen 2003. Ári síðar skoraði Wayne Rooney þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik; 6-2 sigri United á Fenerbache. Það er jafnframt eina þrenna hans í Meistaradeildinni. Þá skoraði Danny Welbeck þrennu í 4-1 sigri Arsenal á Galatasary 2014 og Harry Kane í 3-0 sigri Tottenham á APOEL 2017.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15