Innslag um íslenska landsliðið í fréttaþætti EM Anton Ingi Leifsson skrifar 11. október 2019 11:00 Hannes Þór Halldórsson. vísir/skjáskot Íslenska landsliðið var til umfjöllunar í fréttaþætti undankeppni EM 2020 fyrir leik liðsins gegn heimsmeisturum Frakka. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Laugardalnum í kvöld en að því tilefni kíktu framleiðendur fréttaþáttarins til Íslands og spjölluðu við þá Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson. Hannes er ekki bara markvörður heldur einnig er hann leikstjóri og fyrsta spurningin var hvenær hann hafi ákveðið að verða knattspyrnumaður. „Þegar ég var 19-20 ára var ég ekkert að pæla í því að verða fótboltamaður. Ég vildi verða leikstjóri og ég vann sem leikstjóri og gerði auglýsingar, tónlistarmyndbönd og sjónvarpsþætti á sama tíma og ég lék með landsliðinu,“ sagði Hannes. Ísland tapaði fyrri leiknum í riðlinum gegn Frakklandi 4-0 á útivelli en Hannes varði einu sinni stórkostlega frá Oliver Giroud. „Ég var ánægður með vörsluna. Hún er ein af mínum betri. Það var heldur ekki leiðinlegt að mæta á leikvanginn með 40 myndavélar á manni og fulla stúku.“ „Ég er hrifin af þessum hægu myndum og augnablik sem þessi verða en stórkostlegri. Það er frábært hvernig kvikmyndataka getur tekið hversdagslegan hlut og gert hann svo dramatískan.“ Hannes viðurkennir það að hann viti yfirleitt hvar myndavélarnar eru þegar hann spilar fótboltaleiki enda hugsar hann bæði sem leikstjóri og fótboltamaður. „Ég hugsa til þess að þegar ég ver þá hugsa ég hvar myndavélarnar eru staðsettar. Ég veit sirka hvar þær eru og veit að sum sjónarhorn eru betri en önnur.“ Gylfi Sigurðsson verður með fyrirliðabandið í kvöld þar sem Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Everton-maðurinn horfir björtum augum til kvöldsins. „Ég er spenntur fyrir leiknum og það verður gaman að mæta þeim á heimavelli. Það verður líklega dálítið kalt fyrir þá og við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarið. Þetta er besta landslið heims.“ Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Innslag um Ísland í fréttaþætti undankeppni EM EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
Íslenska landsliðið var til umfjöllunar í fréttaþætti undankeppni EM 2020 fyrir leik liðsins gegn heimsmeisturum Frakka. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Laugardalnum í kvöld en að því tilefni kíktu framleiðendur fréttaþáttarins til Íslands og spjölluðu við þá Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson. Hannes er ekki bara markvörður heldur einnig er hann leikstjóri og fyrsta spurningin var hvenær hann hafi ákveðið að verða knattspyrnumaður. „Þegar ég var 19-20 ára var ég ekkert að pæla í því að verða fótboltamaður. Ég vildi verða leikstjóri og ég vann sem leikstjóri og gerði auglýsingar, tónlistarmyndbönd og sjónvarpsþætti á sama tíma og ég lék með landsliðinu,“ sagði Hannes. Ísland tapaði fyrri leiknum í riðlinum gegn Frakklandi 4-0 á útivelli en Hannes varði einu sinni stórkostlega frá Oliver Giroud. „Ég var ánægður með vörsluna. Hún er ein af mínum betri. Það var heldur ekki leiðinlegt að mæta á leikvanginn með 40 myndavélar á manni og fulla stúku.“ „Ég er hrifin af þessum hægu myndum og augnablik sem þessi verða en stórkostlegri. Það er frábært hvernig kvikmyndataka getur tekið hversdagslegan hlut og gert hann svo dramatískan.“ Hannes viðurkennir það að hann viti yfirleitt hvar myndavélarnar eru þegar hann spilar fótboltaleiki enda hugsar hann bæði sem leikstjóri og fótboltamaður. „Ég hugsa til þess að þegar ég ver þá hugsa ég hvar myndavélarnar eru staðsettar. Ég veit sirka hvar þær eru og veit að sum sjónarhorn eru betri en önnur.“ Gylfi Sigurðsson verður með fyrirliðabandið í kvöld þar sem Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Everton-maðurinn horfir björtum augum til kvöldsins. „Ég er spenntur fyrir leiknum og það verður gaman að mæta þeim á heimavelli. Það verður líklega dálítið kalt fyrir þá og við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarið. Þetta er besta landslið heims.“ Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Innslag um Ísland í fréttaþætti undankeppni EM
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira