Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Íþróttadeild skrifar 14. október 2019 21:02 Kolbeinn skorar mark sitt í kvöld. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu gegn Andorra í kvöld. Kolbeinn var besti maður íslenska liðsins í 2-0 sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Kolbeinn skoraði eitt mark og var mjög líflegur í fremstu víglínu Íslands í kvöld en nokkrir voru nærri honum með sjö í einkunn. Alfreð Finnbogason náði sér ekki á strik við hlið Kolbeins í fremstu víglínunni í kvöld en hann fékk lægstu einkunn kvöldsins. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið sem ekkert að gera í markinu í dag enda sóknarleikur Androra varla til umræðu.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 7 Átti nokkrar ferðir upp hægri kantinn og átti fína fyrirgjöf á Kolbein þegar Ísland komst yfir. Skilaði boltanum ágætlega frá sér en það reyndi lítið á hann varnarlega.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 6 Skilaði sínu. Lenti einu sinni í vandræðum í fyrri hálfleik þegar hann missti boltann úti við hornfána. Að öðru leyti þurfti hann litlar áhyggjur að hafa af sóknarmönnum Andorra.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Reyndi lítið á Ragnar í miðri vörninni. Átti frábæra sendingu innfyrir vörn Andorra þegar Kolbeinn kom Íslandi í 2-0. Fór meiddur af velli strax eftir annað mark Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti nokkrar fyrirgjafir og var duglegur að koma upp vinstri kantinn enda lítil pressa á honum í vörninni. Hornspyrnur hans sköpuðu sjaldan hættu og Ari hefur oft verið hættulegri sóknarlega en í dag.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 7 Kom Íslandi í 1-0 með sínu fyrsta landsliðsmarki. Var áræðinn og gerði mjög vel í markinu þegar hann kom inn í teiginn af kantinum. Var ógnandi með hraða sínum og leikni og skilaði góðri vinnu.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Lét bæði leikmenn Andorra og dómarann fara töluvert mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleiknum. Hljóp mikið eins og venjulega og boltinn flaut vel í gegnum hann. Misnotaði vítaspyrnu í síðari hálfleik og átti stangarskot á lokasekúndum leiksins.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Var duglegur á miðjunni og töluvert í boltanum til að byrja með. Dró aðeins af honum þegar líða fór á leikinn en hélt boltanum vel og var ekkert í því að flækja hlutina. Frammistaðan í þessum tveimur landsleikjum hlýtur að hjálpa honum í leit hans að félagsliði að leika með.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Gerðist ekki mikið í kringum hann sóknarlega lengst af. Átti fínan sprett þegar Ísland fékk vítið og skilaði sinni vinnu. Vann á þegar á leið leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Komst ekki í takt við leikinn í framlínunni og fór af velli eftir klukkutíma leik. Var lítið í boltanum en átti eitt hálffæri í fyrri hálfleik. Tengdi lítið við Kolbein í fremstu víglínu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði seinna mark Íslands og lagði upp það fyrra. Var eins og kóngur í ríki sínu í loftinu og kláraði færið frábærlega þegar hann skoraði. Kolli er kominn nálægt sínu allra besta formi sem eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 64.mínútu) Kom inn í framlínuna en var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inná.Sverrir Ingi Ingason - 5 (Kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson á 68.mínútu) Fór í miðja vörnina strax eftir seinna mark Íslands. Reyndi ekkert á hann þær mínútur sem hann spilaði.Emil Hallfreðsson - 5 (Kom inn fyrir Birki Bjarnason á 70.mínútu) Fékk nokkrar mínútur í dag. Var þónokkuð í boltanum og sinnti því sem þurfti að gera ágætlega. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Andorra 2-0 | Strákarnir gerðu sitt í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu gegn Andorra í kvöld. Kolbeinn var besti maður íslenska liðsins í 2-0 sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Kolbeinn skoraði eitt mark og var mjög líflegur í fremstu víglínu Íslands í kvöld en nokkrir voru nærri honum með sjö í einkunn. Alfreð Finnbogason náði sér ekki á strik við hlið Kolbeins í fremstu víglínunni í kvöld en hann fékk lægstu einkunn kvöldsins. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið sem ekkert að gera í markinu í dag enda sóknarleikur Androra varla til umræðu.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 7 Átti nokkrar ferðir upp hægri kantinn og átti fína fyrirgjöf á Kolbein þegar Ísland komst yfir. Skilaði boltanum ágætlega frá sér en það reyndi lítið á hann varnarlega.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 6 Skilaði sínu. Lenti einu sinni í vandræðum í fyrri hálfleik þegar hann missti boltann úti við hornfána. Að öðru leyti þurfti hann litlar áhyggjur að hafa af sóknarmönnum Andorra.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Reyndi lítið á Ragnar í miðri vörninni. Átti frábæra sendingu innfyrir vörn Andorra þegar Kolbeinn kom Íslandi í 2-0. Fór meiddur af velli strax eftir annað mark Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti nokkrar fyrirgjafir og var duglegur að koma upp vinstri kantinn enda lítil pressa á honum í vörninni. Hornspyrnur hans sköpuðu sjaldan hættu og Ari hefur oft verið hættulegri sóknarlega en í dag.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 7 Kom Íslandi í 1-0 með sínu fyrsta landsliðsmarki. Var áræðinn og gerði mjög vel í markinu þegar hann kom inn í teiginn af kantinum. Var ógnandi með hraða sínum og leikni og skilaði góðri vinnu.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Lét bæði leikmenn Andorra og dómarann fara töluvert mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleiknum. Hljóp mikið eins og venjulega og boltinn flaut vel í gegnum hann. Misnotaði vítaspyrnu í síðari hálfleik og átti stangarskot á lokasekúndum leiksins.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Var duglegur á miðjunni og töluvert í boltanum til að byrja með. Dró aðeins af honum þegar líða fór á leikinn en hélt boltanum vel og var ekkert í því að flækja hlutina. Frammistaðan í þessum tveimur landsleikjum hlýtur að hjálpa honum í leit hans að félagsliði að leika með.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Gerðist ekki mikið í kringum hann sóknarlega lengst af. Átti fínan sprett þegar Ísland fékk vítið og skilaði sinni vinnu. Vann á þegar á leið leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Komst ekki í takt við leikinn í framlínunni og fór af velli eftir klukkutíma leik. Var lítið í boltanum en átti eitt hálffæri í fyrri hálfleik. Tengdi lítið við Kolbein í fremstu víglínu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði seinna mark Íslands og lagði upp það fyrra. Var eins og kóngur í ríki sínu í loftinu og kláraði færið frábærlega þegar hann skoraði. Kolli er kominn nálægt sínu allra besta formi sem eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 64.mínútu) Kom inn í framlínuna en var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inná.Sverrir Ingi Ingason - 5 (Kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson á 68.mínútu) Fór í miðja vörnina strax eftir seinna mark Íslands. Reyndi ekkert á hann þær mínútur sem hann spilaði.Emil Hallfreðsson - 5 (Kom inn fyrir Birki Bjarnason á 70.mínútu) Fékk nokkrar mínútur í dag. Var þónokkuð í boltanum og sinnti því sem þurfti að gera ágætlega.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Andorra 2-0 | Strákarnir gerðu sitt í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Andorra 2-0 | Strákarnir gerðu sitt í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30
Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42