Ræddum aldrei að draga liðið úr leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2019 10:30 Þórsarar fagna hér deildarmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum síðasta vor þegar sætið í efstu deild var tryggt. Mynd/Páll Jóhannesson „Þessi orðrómur var kominn svolítið þangað. Það kom aldrei til greina hjá stjórn körfuknattleiksdeildar að draga liðið úr keppni í vetur enda eru menn orðnir spenntir fyrir vetrinum,“ segir Hjálmar Pálsson, stjórnarmeðlimur körfuknattleiksdeildar Þórs, aðspurður hvort umræðan um að félagið myndi draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla hafi verið stormur í vatnsglasi. Á sunnudagskvöld fór fram samstöðufundur á Akureyri þar sem framtíð körfuboltaliðsins var tryggð og verða nýliðarnir því með í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina í fyrra. Þór komst upp í efstu deild á nýjan leik eftir eitt ár í 1. deildinni síðasta vor og teflir fram liði í efstu deild í þriðja sinn á síðustu tíu árum. Liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2008 og hefur aldrei farið lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp. Spurður út í aðdraganda samstöðufundarins segir Hjálmar að mannekla í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins og skuldastaða hafi leitt til þess að aðalstjórn hafi skoðað möguleikann en málið hafi ekki farið lengra en það. „Aðalstjórn félagsins Þórs hafði smá áhyggjur af skuldbindingum og óskaði eftir fundi með okkur. Þau gáfu til kynna að þau væru að skoða þennan möguleika enda áhyggjufull yfir því að það yrði erfitt að standa við skuldbindingarnar sem fylgja liðinu nema okkur tækist að laga stöðuna. Það voru bara 1-2 sem voru virkir í stjórninni og fyrir vikið yrði erfitt að fjármagna allt saman en það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni,“ segir Hjálmar aðspurður út í þessar umræður. „Við óskuðum eftir hjálp og fengum hana á þessum samstöðufundi sem var haldinn. Það eru núna komin níu í stjórnina, fólk héðan og þaðan og við förum bjartsýn inn í veturinn skipuð úrvalsfólki.“ Fyrr í sumar var það tilkynnt að Þór myndi ekki tefla fram liði í 1. deild kvenna í ár vegna manneklu. Félagið hefði horft á eftir mörgum lykilleikmönnum og var því ákveðið að senda ekki til leiks lið í meistaraflokki í vetur og einblínt á að tefla fram liði í stúlknaflokki. Er það leið sem mörg lið hafa farið undanfarin ár til að hlúa betur að ungum leikmönnum liðanna. Spurður um þá ákvörðun að karlalið Þórs verði með fjóra erlenda leikmenn í ár segir Hjálmar reksturinn ódýrari í ár en í fyrra. „Þetta tímabil verður ódýrara en í fyrra. Við erum að reyna að gera þetta af viti en erum samt með ódýrara lið þrátt fyrir að vera með fjóra útlendinga. Það er enn þá erfitt að fá Íslendinga út á land, það er einhver landsbyggðarskattur alltaf í gangi og menn eru að taka minna í bænum í staðinn fyrir að koma hingað,“ segir Hjálmar, aðspurður út í ákvörðunina um að taka inn fjóra erlenda leikmenn. „Meðalaldurinn í hópnum fyrir utan þessa fjóra er um átján ár þannig að þeir færa okkur einnig mikla reynslu.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Þessi orðrómur var kominn svolítið þangað. Það kom aldrei til greina hjá stjórn körfuknattleiksdeildar að draga liðið úr keppni í vetur enda eru menn orðnir spenntir fyrir vetrinum,“ segir Hjálmar Pálsson, stjórnarmeðlimur körfuknattleiksdeildar Þórs, aðspurður hvort umræðan um að félagið myndi draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla hafi verið stormur í vatnsglasi. Á sunnudagskvöld fór fram samstöðufundur á Akureyri þar sem framtíð körfuboltaliðsins var tryggð og verða nýliðarnir því með í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina í fyrra. Þór komst upp í efstu deild á nýjan leik eftir eitt ár í 1. deildinni síðasta vor og teflir fram liði í efstu deild í þriðja sinn á síðustu tíu árum. Liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2008 og hefur aldrei farið lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp. Spurður út í aðdraganda samstöðufundarins segir Hjálmar að mannekla í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins og skuldastaða hafi leitt til þess að aðalstjórn hafi skoðað möguleikann en málið hafi ekki farið lengra en það. „Aðalstjórn félagsins Þórs hafði smá áhyggjur af skuldbindingum og óskaði eftir fundi með okkur. Þau gáfu til kynna að þau væru að skoða þennan möguleika enda áhyggjufull yfir því að það yrði erfitt að standa við skuldbindingarnar sem fylgja liðinu nema okkur tækist að laga stöðuna. Það voru bara 1-2 sem voru virkir í stjórninni og fyrir vikið yrði erfitt að fjármagna allt saman en það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni,“ segir Hjálmar aðspurður út í þessar umræður. „Við óskuðum eftir hjálp og fengum hana á þessum samstöðufundi sem var haldinn. Það eru núna komin níu í stjórnina, fólk héðan og þaðan og við förum bjartsýn inn í veturinn skipuð úrvalsfólki.“ Fyrr í sumar var það tilkynnt að Þór myndi ekki tefla fram liði í 1. deild kvenna í ár vegna manneklu. Félagið hefði horft á eftir mörgum lykilleikmönnum og var því ákveðið að senda ekki til leiks lið í meistaraflokki í vetur og einblínt á að tefla fram liði í stúlknaflokki. Er það leið sem mörg lið hafa farið undanfarin ár til að hlúa betur að ungum leikmönnum liðanna. Spurður um þá ákvörðun að karlalið Þórs verði með fjóra erlenda leikmenn í ár segir Hjálmar reksturinn ódýrari í ár en í fyrra. „Þetta tímabil verður ódýrara en í fyrra. Við erum að reyna að gera þetta af viti en erum samt með ódýrara lið þrátt fyrir að vera með fjóra útlendinga. Það er enn þá erfitt að fá Íslendinga út á land, það er einhver landsbyggðarskattur alltaf í gangi og menn eru að taka minna í bænum í staðinn fyrir að koma hingað,“ segir Hjálmar, aðspurður út í ákvörðunina um að taka inn fjóra erlenda leikmenn. „Meðalaldurinn í hópnum fyrir utan þessa fjóra er um átján ár þannig að þeir færa okkur einnig mikla reynslu.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira