Segir KR-inga hungraða í meiri árangur og útilokar ekki að bæta við sig fleiri leikmönnum Anton Ingi Leifsson skrifar 28. ágúst 2019 19:15 Ingi Þór Steinsson er þjálfari KR líkt og á síðustu leiktíð. vísir/skjáskot Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta karla bættu við sig leikmanni í gær er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Craion, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð, þekkir hvern krók og kima í Vesturbænum eftir að hafa leikið með þeim frá 2014 til 2016 og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. KR hefur safnað að sér mörgum góðum leikmönnum í sumar og hafa unnið deildina síðustu sex ár. Ingi Þór Steinarsson, þjálfari KR, segir þó að Íslandsmeistaratitillinn í vetur verði engin göngutúr í garðinum. „Það er ekkert unnið fyrir fram. Við erum reynslunni ríkari eftir að 2008-2009 tímabilið þar sem okkur var rétt allir bikarar sem til voru en ef eitthvað er þá er þetta erfiðara,“ sagði Ingi. „Það þarf virkilega að hafa fyrir þessu og menn þurfa að vera fókuseraðir og í góðu standi.“ Brynjar Þór Björnsson er aftur kominn heim eftir eitt ár á Sauðárkróki en einnig munu bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir leika á heimaslóðum í vetur. „Þetta eru flottir strákar og það er gaman að fá svona marga KR-inga heim. Það gerir þetta öðruvísi. Ef menn eru í standi og gera þetta vel þá verður þetta gaman.“KR að stefna á #sjöpeat?https://t.co/SESyZXrPt6— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 27, 2019 „Ef við ætlum að halda að við getum slakað eitthvað á, þá verður þetta hundleiðinlegt. Við erum mjög hungraðir og langar að halda sigurgöngunni áfram en það er ekkert gefið í þessu.“ Ingi segir að það séu mörg lið sem gætu blandað sér í baráttuna í vetur. „Það eru mörg góð lið í deildinni og í baráttan verður hörð. Úrslitakeppnin er geggjuð eins og alltaf. Það má lítið útaf bregða til þess að eitthvað klikki. Við þurfum að halda vel á spilunum.“ KR útilokar ekki að bæta við fleiri leikmönnum áður en tímabilið hefst. Kristófer Acox gekkst undir aðgerð á dögunum og fari hún verr en á sýnist þurfi KR-ingar mögulega stóran mann inn í teiginn. „Við erum að bíða eftir því hvað kemur út úr þessu hjá Kristófer Acox. Aðgerðin gekk ekki alveg sem skildi sem hann fór í og við þurfum að sjá hvað verður. Ef það verður vesen með hann gætum við þurft að stækka okkur í teignum,“ sagði Ingi. Innslagið í heild smá sjá hér að neðan.Klippa: Ingi um liðsstyrkinn og tímabilið framundan Dominos-deild karla Tengdar fréttir Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta karla bættu við sig leikmanni í gær er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Craion, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð, þekkir hvern krók og kima í Vesturbænum eftir að hafa leikið með þeim frá 2014 til 2016 og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. KR hefur safnað að sér mörgum góðum leikmönnum í sumar og hafa unnið deildina síðustu sex ár. Ingi Þór Steinarsson, þjálfari KR, segir þó að Íslandsmeistaratitillinn í vetur verði engin göngutúr í garðinum. „Það er ekkert unnið fyrir fram. Við erum reynslunni ríkari eftir að 2008-2009 tímabilið þar sem okkur var rétt allir bikarar sem til voru en ef eitthvað er þá er þetta erfiðara,“ sagði Ingi. „Það þarf virkilega að hafa fyrir þessu og menn þurfa að vera fókuseraðir og í góðu standi.“ Brynjar Þór Björnsson er aftur kominn heim eftir eitt ár á Sauðárkróki en einnig munu bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir leika á heimaslóðum í vetur. „Þetta eru flottir strákar og það er gaman að fá svona marga KR-inga heim. Það gerir þetta öðruvísi. Ef menn eru í standi og gera þetta vel þá verður þetta gaman.“KR að stefna á #sjöpeat?https://t.co/SESyZXrPt6— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 27, 2019 „Ef við ætlum að halda að við getum slakað eitthvað á, þá verður þetta hundleiðinlegt. Við erum mjög hungraðir og langar að halda sigurgöngunni áfram en það er ekkert gefið í þessu.“ Ingi segir að það séu mörg lið sem gætu blandað sér í baráttuna í vetur. „Það eru mörg góð lið í deildinni og í baráttan verður hörð. Úrslitakeppnin er geggjuð eins og alltaf. Það má lítið útaf bregða til þess að eitthvað klikki. Við þurfum að halda vel á spilunum.“ KR útilokar ekki að bæta við fleiri leikmönnum áður en tímabilið hefst. Kristófer Acox gekkst undir aðgerð á dögunum og fari hún verr en á sýnist þurfi KR-ingar mögulega stóran mann inn í teiginn. „Við erum að bíða eftir því hvað kemur út úr þessu hjá Kristófer Acox. Aðgerðin gekk ekki alveg sem skildi sem hann fór í og við þurfum að sjá hvað verður. Ef það verður vesen með hann gætum við þurft að stækka okkur í teignum,“ sagði Ingi. Innslagið í heild smá sjá hér að neðan.Klippa: Ingi um liðsstyrkinn og tímabilið framundan
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36