Tökum næsta skref með Skessunni Benedikt Bóas skrifar 15. ágúst 2019 15:00 Valdimar Svavarsson í Kaplakrika á sínum heimavelli skömmu fyrir leikinn gegn KR. Hann gerir ráð fyrir að Skessan verði komin í notkun í september og það muni breyta miklu fyrir knattspyrnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þrjú yfirbyggð hús verða þá í Kaplakrika, misstór. Fréttablaðið/valli Leikur FH og KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins hófst klukkan 18 en í Kaplakrika eru engin flóðljós og því þurfti að hafa snör handtök eftir vinnu í gær til að ná á leikinn. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé ekki á döfinni að koma upp flóðljósum, annað sé í forgangi. Í fundargerð innkauparáðs Reykjavíkur frá því í júlí kemur fram að Þróttur og Leiknir séu að endurnýja vallarlýsingu á sínum völlum og er kostnaðaráætlun 65 milljónir króna. Eftir verslunarmannahelgi er yfirleitt spilað á völlum sem ekki hafa flóðlýsingu mun fyrr að deginum, þótt leikdagarnir séu yfirleitt um helgar en það er ekki algilt. Á mánudag mæta Víkingar í heimsókn í Frostaskjól og hefst leikurinn klukkan 18 en þar eru engin flóðljós á meðan viðureign Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 undir skærum flóðljósum. „Flóðljós hafa ekkert verið sérstaklega sett á dagskrá. Við erum með grasvöll og ætlum að vera með grasvöll um ókomna tíð. Þá er yfirleitt leiktímum stillt upp eftir birtu og þetta hefur ekki verið uppi á borðum hér í Kaplakrika. Þetta hangir saman við velli sem eru í notkun allt árið eins og gervigrasvellir eru almennt og ef mig misminnir ekki þá eru ekki margir grasvellir með flóðlýsingu fyrir utan þjóðarleikvanginn, Laugardalsvöll,“ segir hann.Aðstaðan var löngu sprungin Aðstaða til knattspyrnuiðkunar í Kaplakrika hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem ýmislegt hefur verið látið flakka. Á 90 ára afmælisári félagsins er þó horft björtum augum til framtíðar og segir Valdimar að spennandi hlutir séu að gerast. „Við tökum Skessuna í notkun von bráðar og þar verður góð lýsing og góð aðstaða. Við getum vonandi tekið næstu skref þegar Skessan verður opnuð og haldið áfram að bæta okkur. Þá verðum við komin með þrjú yfirbyggð hús með mismunandi kosti hvert hús. Þá getum við veitt meiri þjónustu. Við erum búin að skrifa undir samninga við 10 unga FH-inga og við erum að byggja upp hópinn og styrkja grunninn fyrir framtíðina. Þetta eru strákar frá 15-19 ára og við erum að setja meiri kraft í þann hóp. Við erum með afreksstefnu sem sinnir þessum betri og efnilegri strákum og stelpum því við viljum byggja á okkar uppalda fólki. En vegna aðstöðuleysis höfum við ekki getað gert eins mikið og við hefðum viljað og þetta er hluti af því að bæta úr því.“ Í skýrslu frá 2017 um aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði sem Geir Bjarnason skrifaði kemur fram að hægt hefði verið að létta á þörfinni fyrir aukið rými með aðgerðum sem enginn vildi fara í. Að takmarka fjölda iðkenda, takmarka rými, hækka gjöld og fækka æfingum. Í skýrslunni kom fram að að jafnaði séu um 400 börn í hverjum árgangi í grunnskólum bæjarins og sem dæmi voru um 280 börn skráð í 5. flokk karla og kvenna hjá Haukum og FH. Valdimar segir að aðstaðan í Kaplakrika hafi verið löngu sprungin. „Hún var það. Ef maður lýsir þessum síðustu tveimur til þremur árum þá var þetta þannig að við vorum að æfa í okkar húsum en vegna fjölda komum við okkar æfingum ekki fyrir þannig að við höfum æft á ÍR-velli í Breiðholti, Álftanesi, Ásvöllum og þetta hefur komið mörgum í erfiða stöðu, sérstaklega á síðustu tveimur árum. Orkan sem hefur farið í þetta hjá öllum er mikil og vonandi getum við nú beint henni annað og orðið betri í íþróttinni og umgjörð og öðru sem viðkemur fótboltanum.“Horfir til betri vegar Knattspyrnudeildin telur um þúsund manns og segir Valdimar að Hafnarfjarðarbær hafi nýverið hækkað niðurgreiðslu til foreldra vegna íþróttaiðkunar sem hann fagni. Það sé þó önnur hlið á peningnum. „Bæjaryfirvöld hafa ekki alltaf áttað sig á því að með því að fjölga iðkendum og hvetja til íþróttaiðkunar þarf að veita þjónustu og ef félögin hafa ekki aðstöðu eða umgjörð til þess þá er erfitt að stunda íþróttina. En þetta horfir allt til betri vegar og bærinn er að gera fína hluti eins og við.“ Hann segir að framtíðin sé björt í Kaplakrika og á þessu afmælisári sé gott að kíkja í kristalskúluna. „Ég er bjartsýnn á framtíðina og þó maður geti alltaf pirrað sig yfir að vinna ekki alla fótboltaleiki þá erum við að standa okkur almennt mjög vel hvert sem litið er. Við erum félag sem þorir og við ætlum að leggja áherslu á góða þjónustu við okkar iðkendur og með komu Skessunnar erum við komin með aðstöðu sem fáir ef einhverjir geta keppt við.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Leikur FH og KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins hófst klukkan 18 en í Kaplakrika eru engin flóðljós og því þurfti að hafa snör handtök eftir vinnu í gær til að ná á leikinn. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé ekki á döfinni að koma upp flóðljósum, annað sé í forgangi. Í fundargerð innkauparáðs Reykjavíkur frá því í júlí kemur fram að Þróttur og Leiknir séu að endurnýja vallarlýsingu á sínum völlum og er kostnaðaráætlun 65 milljónir króna. Eftir verslunarmannahelgi er yfirleitt spilað á völlum sem ekki hafa flóðlýsingu mun fyrr að deginum, þótt leikdagarnir séu yfirleitt um helgar en það er ekki algilt. Á mánudag mæta Víkingar í heimsókn í Frostaskjól og hefst leikurinn klukkan 18 en þar eru engin flóðljós á meðan viðureign Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 undir skærum flóðljósum. „Flóðljós hafa ekkert verið sérstaklega sett á dagskrá. Við erum með grasvöll og ætlum að vera með grasvöll um ókomna tíð. Þá er yfirleitt leiktímum stillt upp eftir birtu og þetta hefur ekki verið uppi á borðum hér í Kaplakrika. Þetta hangir saman við velli sem eru í notkun allt árið eins og gervigrasvellir eru almennt og ef mig misminnir ekki þá eru ekki margir grasvellir með flóðlýsingu fyrir utan þjóðarleikvanginn, Laugardalsvöll,“ segir hann.Aðstaðan var löngu sprungin Aðstaða til knattspyrnuiðkunar í Kaplakrika hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem ýmislegt hefur verið látið flakka. Á 90 ára afmælisári félagsins er þó horft björtum augum til framtíðar og segir Valdimar að spennandi hlutir séu að gerast. „Við tökum Skessuna í notkun von bráðar og þar verður góð lýsing og góð aðstaða. Við getum vonandi tekið næstu skref þegar Skessan verður opnuð og haldið áfram að bæta okkur. Þá verðum við komin með þrjú yfirbyggð hús með mismunandi kosti hvert hús. Þá getum við veitt meiri þjónustu. Við erum búin að skrifa undir samninga við 10 unga FH-inga og við erum að byggja upp hópinn og styrkja grunninn fyrir framtíðina. Þetta eru strákar frá 15-19 ára og við erum að setja meiri kraft í þann hóp. Við erum með afreksstefnu sem sinnir þessum betri og efnilegri strákum og stelpum því við viljum byggja á okkar uppalda fólki. En vegna aðstöðuleysis höfum við ekki getað gert eins mikið og við hefðum viljað og þetta er hluti af því að bæta úr því.“ Í skýrslu frá 2017 um aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði sem Geir Bjarnason skrifaði kemur fram að hægt hefði verið að létta á þörfinni fyrir aukið rými með aðgerðum sem enginn vildi fara í. Að takmarka fjölda iðkenda, takmarka rými, hækka gjöld og fækka æfingum. Í skýrslunni kom fram að að jafnaði séu um 400 börn í hverjum árgangi í grunnskólum bæjarins og sem dæmi voru um 280 börn skráð í 5. flokk karla og kvenna hjá Haukum og FH. Valdimar segir að aðstaðan í Kaplakrika hafi verið löngu sprungin. „Hún var það. Ef maður lýsir þessum síðustu tveimur til þremur árum þá var þetta þannig að við vorum að æfa í okkar húsum en vegna fjölda komum við okkar æfingum ekki fyrir þannig að við höfum æft á ÍR-velli í Breiðholti, Álftanesi, Ásvöllum og þetta hefur komið mörgum í erfiða stöðu, sérstaklega á síðustu tveimur árum. Orkan sem hefur farið í þetta hjá öllum er mikil og vonandi getum við nú beint henni annað og orðið betri í íþróttinni og umgjörð og öðru sem viðkemur fótboltanum.“Horfir til betri vegar Knattspyrnudeildin telur um þúsund manns og segir Valdimar að Hafnarfjarðarbær hafi nýverið hækkað niðurgreiðslu til foreldra vegna íþróttaiðkunar sem hann fagni. Það sé þó önnur hlið á peningnum. „Bæjaryfirvöld hafa ekki alltaf áttað sig á því að með því að fjölga iðkendum og hvetja til íþróttaiðkunar þarf að veita þjónustu og ef félögin hafa ekki aðstöðu eða umgjörð til þess þá er erfitt að stunda íþróttina. En þetta horfir allt til betri vegar og bærinn er að gera fína hluti eins og við.“ Hann segir að framtíðin sé björt í Kaplakrika og á þessu afmælisári sé gott að kíkja í kristalskúluna. „Ég er bjartsýnn á framtíðina og þó maður geti alltaf pirrað sig yfir að vinna ekki alla fótboltaleiki þá erum við að standa okkur almennt mjög vel hvert sem litið er. Við erum félag sem þorir og við ætlum að leggja áherslu á góða þjónustu við okkar iðkendur og með komu Skessunnar erum við komin með aðstöðu sem fáir ef einhverjir geta keppt við.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira