Craig: Einn besti leikur Íslands síðustu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 18:16 Íslenska liðið þurfti sigur í dag og þeir skiluðu sigri vísir/daníel Ísland er í vænlegri stöðu fyrir lokaleik sinn í forkeppni Eurobasket eftir stórsigur á Portúgal í Laugardalshöll í dag. Craig Pedersen landsliðsþjálfari var að vonum hæstánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá öllum leikmönnunum. Það komu allir inn af krafti og einbeittir. Við fengum góða hjálp frá þeim sem komu af bekknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn í leikslok í Laugardalnum en Ísland vann öruggan 96-68 sigur. „Á mismunandi köflum í leiknum stigu mismunandi leikmenn upp. Elvar átti góðan leik, Ægir kom inn af krafti og Hlynur, hvað getur maður sagt? 21 stig frá honum af bekknum í dag, það er stórkostlegt. Guði sé lof að hann hafi komið inn í liðið.“ „En í heildina var þetta frábært framlag frá upphafi til enda. Þeir áttu nokkur smá áhlaup á okkur en það var alltaf að fara að gerast. Þeir eru með gott lið með góðar skyttur. Heilt yfir einn besti leikurinn sem við höfum spilað síðustu ár.“Hlynur Bæringsson var frábær fyrir Ísland í dag og var ekki að sjá að landsliðsskórnir hafi verið á hillunni í nokkra mánuðivísir/daníelÍsland er nú komið með fimm stig í riðlinum, stigi á eftir Portúgal sem hefur spilað sinn síðasta leik. Ísland mætir Sviss ytra í lokaleiknum á miðvikudag og fari svo að Sviss vinni þann leik verða öll liðin jöfn með sex stig og stigaskor gæti ráðið úrslitum. Var landsliðsþjálfarinn að hugsa um það í lokin? „Já, og það er hluti af ástæðu þess að við tökum leikhlé þegar það eru ellefu sekúndur eftir. Við vildum stilla upp kerfi til þess að ná í körfu því hvert stig skiptir máli.“ „Sviss er með lið sem getur skorað mikið og er mjög hættulegt. Við þurftum að vinna með eins miklum mun og við gátum.“ „Við náðum mjög góðu skoti í lokin en það fór ekki niður. Þetta er skot sem við viljum sjá Elvar taka og við hefðum varla getað beðið um betra skot.“ Besta niðurstaðan fyrir Ísland er að sækja sigur til Sviss og klára riðilin án þess að þurfa að fara í flókna útreikninga. Hvað þarf liðið að gera til þess að sækja sigur? „Við þurfum að gera eins og í dag, spila einbeittir í 40 mínútur.“ „Við þurfum að spila af krafti og hreyfa boltann. Við erum búnir að vinna í nokkrum hlutum í vikunni fyrir þennan leik sem munu vonandi hjálpa okkur gegn Sviss, en núna leyfum við okkur að njóta þessa sigurs og fara svo að einbeita okkur að Sviss,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands. Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Ísland er í vænlegri stöðu fyrir lokaleik sinn í forkeppni Eurobasket eftir stórsigur á Portúgal í Laugardalshöll í dag. Craig Pedersen landsliðsþjálfari var að vonum hæstánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá öllum leikmönnunum. Það komu allir inn af krafti og einbeittir. Við fengum góða hjálp frá þeim sem komu af bekknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn í leikslok í Laugardalnum en Ísland vann öruggan 96-68 sigur. „Á mismunandi köflum í leiknum stigu mismunandi leikmenn upp. Elvar átti góðan leik, Ægir kom inn af krafti og Hlynur, hvað getur maður sagt? 21 stig frá honum af bekknum í dag, það er stórkostlegt. Guði sé lof að hann hafi komið inn í liðið.“ „En í heildina var þetta frábært framlag frá upphafi til enda. Þeir áttu nokkur smá áhlaup á okkur en það var alltaf að fara að gerast. Þeir eru með gott lið með góðar skyttur. Heilt yfir einn besti leikurinn sem við höfum spilað síðustu ár.“Hlynur Bæringsson var frábær fyrir Ísland í dag og var ekki að sjá að landsliðsskórnir hafi verið á hillunni í nokkra mánuðivísir/daníelÍsland er nú komið með fimm stig í riðlinum, stigi á eftir Portúgal sem hefur spilað sinn síðasta leik. Ísland mætir Sviss ytra í lokaleiknum á miðvikudag og fari svo að Sviss vinni þann leik verða öll liðin jöfn með sex stig og stigaskor gæti ráðið úrslitum. Var landsliðsþjálfarinn að hugsa um það í lokin? „Já, og það er hluti af ástæðu þess að við tökum leikhlé þegar það eru ellefu sekúndur eftir. Við vildum stilla upp kerfi til þess að ná í körfu því hvert stig skiptir máli.“ „Sviss er með lið sem getur skorað mikið og er mjög hættulegt. Við þurftum að vinna með eins miklum mun og við gátum.“ „Við náðum mjög góðu skoti í lokin en það fór ekki niður. Þetta er skot sem við viljum sjá Elvar taka og við hefðum varla getað beðið um betra skot.“ Besta niðurstaðan fyrir Ísland er að sækja sigur til Sviss og klára riðilin án þess að þurfa að fara í flókna útreikninga. Hvað þarf liðið að gera til þess að sækja sigur? „Við þurfum að gera eins og í dag, spila einbeittir í 40 mínútur.“ „Við þurfum að spila af krafti og hreyfa boltann. Við erum búnir að vinna í nokkrum hlutum í vikunni fyrir þennan leik sem munu vonandi hjálpa okkur gegn Sviss, en núna leyfum við okkur að njóta þessa sigurs og fara svo að einbeita okkur að Sviss,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands.
Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira