Zinedine Zidane hefur áhyggjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 11:00 Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, fylgist með á æfingu liðsins. Vísir/Getty Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli. Zinedine Zidane segist hafa áhyggjur af þessu og að þetta vissulega angri hann. Nýi vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy er sá síðasti til að meiðast en hann meiddist á kálfa. Áður hafði Marco Asensio slitið krossband í leik á móti Arsenal og Brahim Diaz tognaði aftan í læri. Meiðsli Marco Asensio eru langalvarlegust en hann verður væntanlega frá í níu mánuði.Ojo, Zidane, preocupado por las lesiones que está sufriendo su plantilla https://t.co/MhwTxHZNn3 — MARCA (@marca) July 25, 2019 „Þessi meiðsli leikmanna minna angra mig og ég hef ányggjur af þessu. Meiðsli Ferland eru ekki eins alvarleg og hjá Asensio en hann getur ekki verið með okkur á næstunni. Svona hlutir gerast samt á undirbúningstímabilinu,“ sagði Zinedine Zidane við blaðamann Marca. Zidane vill ekki segja neitt um hvort meiðsli Marco Asensio breyti hans plönum með Real Madrid liðið. „Ég er ekki að hugsa um það hver komi í staðinn fyrir Marco. Við erum eyðilögð vegna meiðsla Marco en við erum að undirbúa þá leikmenn sem við höfum fyrir tímabilið. Svo snúum við aftur til Madrid,“ sagði Zinedine. Real Madrid er líka að missa aðra leikmenn. Dani Ceballos er farinn á lán til Arsenal og James Rodríguez verður væntanlega seldur til Napoli á Ítalíu. Zidane getur samt ekki kvartað mikið enda búinn að kaupa leikmenn fyrir meira en 300 milljónir evra í sumar. Þar á meðal eru menn eins og Eder Militao, Luka Jovic og að sjálfsögðu Eden Hazard Zidane var að sjálfsögðu spurður út í Gareth Bale sem hann hafði áður lýst yfir að væri á förum frá félaginu. Franski stjórinn var ekkert tilbúinn að segja um það hvort langur meiðslalisti kalli á að hann breyti þeirri afstöðu sinni. Real Madrid spilar næsta leik sinn í Bandaríkjaferðinni á morgun laugardag þegar liðið spilar við nágranna sína Atletico Madrid í New Jersey. Nú er bara að vona þeirra vegna að fleiri leikmenn meiðist ekki í þeim leik.Real Madrid's Ferland Mendy joins growing injury listhttps://t.co/oOwr7sLnKy — AS English (@English_AS) July 25, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli. Zinedine Zidane segist hafa áhyggjur af þessu og að þetta vissulega angri hann. Nýi vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy er sá síðasti til að meiðast en hann meiddist á kálfa. Áður hafði Marco Asensio slitið krossband í leik á móti Arsenal og Brahim Diaz tognaði aftan í læri. Meiðsli Marco Asensio eru langalvarlegust en hann verður væntanlega frá í níu mánuði.Ojo, Zidane, preocupado por las lesiones que está sufriendo su plantilla https://t.co/MhwTxHZNn3 — MARCA (@marca) July 25, 2019 „Þessi meiðsli leikmanna minna angra mig og ég hef ányggjur af þessu. Meiðsli Ferland eru ekki eins alvarleg og hjá Asensio en hann getur ekki verið með okkur á næstunni. Svona hlutir gerast samt á undirbúningstímabilinu,“ sagði Zinedine Zidane við blaðamann Marca. Zidane vill ekki segja neitt um hvort meiðsli Marco Asensio breyti hans plönum með Real Madrid liðið. „Ég er ekki að hugsa um það hver komi í staðinn fyrir Marco. Við erum eyðilögð vegna meiðsla Marco en við erum að undirbúa þá leikmenn sem við höfum fyrir tímabilið. Svo snúum við aftur til Madrid,“ sagði Zinedine. Real Madrid er líka að missa aðra leikmenn. Dani Ceballos er farinn á lán til Arsenal og James Rodríguez verður væntanlega seldur til Napoli á Ítalíu. Zidane getur samt ekki kvartað mikið enda búinn að kaupa leikmenn fyrir meira en 300 milljónir evra í sumar. Þar á meðal eru menn eins og Eder Militao, Luka Jovic og að sjálfsögðu Eden Hazard Zidane var að sjálfsögðu spurður út í Gareth Bale sem hann hafði áður lýst yfir að væri á förum frá félaginu. Franski stjórinn var ekkert tilbúinn að segja um það hvort langur meiðslalisti kalli á að hann breyti þeirri afstöðu sinni. Real Madrid spilar næsta leik sinn í Bandaríkjaferðinni á morgun laugardag þegar liðið spilar við nágranna sína Atletico Madrid í New Jersey. Nú er bara að vona þeirra vegna að fleiri leikmenn meiðist ekki í þeim leik.Real Madrid's Ferland Mendy joins growing injury listhttps://t.co/oOwr7sLnKy — AS English (@English_AS) July 25, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira