Fyrirliði Evrópumeistara Liverpool með nýtt húðflúr og fær líka að heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 11:30 Jordan Henderson með Meistaradeildarbikarinn sem verður hér eftir alltaf "hluti af honum“. Getty/Marc Atkins Jordan Henderson komst í úrvalshóp í Madrid 1. júní síðastliðinn þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum eftir sigur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðeins fjórir aðrir leikmenn Liverpool hafa lyft þessum eftirsótta bikar eða þeir Emlyn Hughes (1977, 1978), Phil Thompson (1981), Graeme Souness (1984) og Steven Gerrard (2005). Henderson ákvað að minnast þessa miklu tímamóta með sérstökum hætti. Hann mætti á húðflúrstofu með ákveðna ósk.Jordan Henderson's new tattoo of the Champions League trophy on his left thigh 'He's saving the right leg for the Premier League trophy' #LFChttps://t.co/6eKJaVp9lX — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 30, 2019Jordan Henderson vildi fá Meistarabikarinn húðflúraðan á vinstra lærið og fékk það eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Henderson kom til Liverpool frá Sunderland árið 2011 en hann var þá bara tvítugur. Enginn leikmaður Liverpool í dag hefur verið lengur hjá félaginu. Jordan Henderson tók við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard og var búinn að bíða lengi eftir því að fá að lyfta bikar. Liverpool vann síðast titil tímabilið 2011-12 og hafði tapað þremur úrslitaleikjum á síðustu þremur tímabilum. Nú fékk Henderson loksins að upplifa það að stíga fram og taka við bikar. Þetta var án vafa stærsta stundin hans á ferlinum og kappinn var klökkur í viðtölum eftir leik. Jordan Henderson ætlaði að vera öruggur með að gleyma ekki þessum degi og þetta húðflúr ætti að sjá til þess. Henderson hefur hins vegar fengið á sig talsverða gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir uppátækið og margir hafa látið hann heyra það. Gagnrýnendum hans finnst þetta full mikið af sjálfshreykni og rembingi. Þeim finnst að fyrirliði Evrópumeistaranna eigi að sýna meiri auðmýkt. Aðrir hafa líka bent á það að hægra lærið er nú laust fyrir húðflúr af Englandsbikarnum takist Liverpool að vinna hann í vetur eftir þrjátíu ára bið.This time last month, Liverpool captain Jordan Henderson lifted the Champions League trophy pic.twitter.com/vBcByw7tmA — Goal (@goal) July 1, 2019 Enski boltinn Húðflúr Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Jordan Henderson komst í úrvalshóp í Madrid 1. júní síðastliðinn þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum eftir sigur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðeins fjórir aðrir leikmenn Liverpool hafa lyft þessum eftirsótta bikar eða þeir Emlyn Hughes (1977, 1978), Phil Thompson (1981), Graeme Souness (1984) og Steven Gerrard (2005). Henderson ákvað að minnast þessa miklu tímamóta með sérstökum hætti. Hann mætti á húðflúrstofu með ákveðna ósk.Jordan Henderson's new tattoo of the Champions League trophy on his left thigh 'He's saving the right leg for the Premier League trophy' #LFChttps://t.co/6eKJaVp9lX — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 30, 2019Jordan Henderson vildi fá Meistarabikarinn húðflúraðan á vinstra lærið og fékk það eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Henderson kom til Liverpool frá Sunderland árið 2011 en hann var þá bara tvítugur. Enginn leikmaður Liverpool í dag hefur verið lengur hjá félaginu. Jordan Henderson tók við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard og var búinn að bíða lengi eftir því að fá að lyfta bikar. Liverpool vann síðast titil tímabilið 2011-12 og hafði tapað þremur úrslitaleikjum á síðustu þremur tímabilum. Nú fékk Henderson loksins að upplifa það að stíga fram og taka við bikar. Þetta var án vafa stærsta stundin hans á ferlinum og kappinn var klökkur í viðtölum eftir leik. Jordan Henderson ætlaði að vera öruggur með að gleyma ekki þessum degi og þetta húðflúr ætti að sjá til þess. Henderson hefur hins vegar fengið á sig talsverða gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir uppátækið og margir hafa látið hann heyra það. Gagnrýnendum hans finnst þetta full mikið af sjálfshreykni og rembingi. Þeim finnst að fyrirliði Evrópumeistaranna eigi að sýna meiri auðmýkt. Aðrir hafa líka bent á það að hægra lærið er nú laust fyrir húðflúr af Englandsbikarnum takist Liverpool að vinna hann í vetur eftir þrjátíu ára bið.This time last month, Liverpool captain Jordan Henderson lifted the Champions League trophy pic.twitter.com/vBcByw7tmA — Goal (@goal) July 1, 2019
Enski boltinn Húðflúr Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira