Börkur: Ólafur er besti þjálfari sem til er á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. júní 2019 11:17 Ólafur Jóhannesson þarf ekki að óttast um starf sitt á Hlíðarenda þrátt fyrir sex töp í níu leikjum og að liðið sé úr leik í bikarkeppninni. vísir/vilhelm Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir ekki koma til greina að reka Ólaf Jóhannesson sem þjálfara Vals þó svo illa gangi þessa dagana. Ólafur fær fullan stuðning frá stjórninni. „Staða þjálfarans er traust og örugg. Hann hefur skilað fjórum titlum á síðustu fjórum árum og er einn sigursælasti þjálfari íslenskrar knattspyrnusögu. Hans staða er eins örugg og hægt er,“ segir Börkur ákveðinn. „Þetta er besti þjálfari sem til er á Íslandi í dag og þó víðar væri leitað. Ég get ekki séð að það væri skynsamlegt að skipta honum út.“Börkur Edvardsson.Börkur hefur verið lengi í kringum fótboltann hjá Valsmönnum og þekkir það að berjast í mótvindi. „Ég hef verið í knattspyrnudeildinni frá 2003 og hef alveg staðið með vindinn í fangið og farið yfir brekkur með félaginu. Við erum staddir á erfiðum stað sem við þurfum að vinna okkur út úr í sameiningu. Við treystum þessum strákum 100 prósent til þess að vinna sig út úr þessu. Það reynir á karakter manna og úr hverju þeir eru gerðir núna. Í mótlæti kynnist maður félögum sínum hvað best.“ Valur hefur ekki bara tapað sex af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni heldur hefur gustað um félagið. Það voru talsverð læti í kringum mál Gary Martin framan af sumri og nú síðast í kringum Hannes Þór Halldórsson markvörð. „Það hefur ekkert blásið inn í klúbbnum þar sem menn eru samstíga. Stundum byrjar að ganga illa og þá magnast hlutir upp og halda áfram. Við erum því miður í auga stormsins núna,“ segir formaðurinn sem er ekki sáttur við alla umfjöllun um félagið og þá virðist hann sérstaklega beina spjótum sínum að hlaðvarpi Dr. Football sem hann kvartaði meðal annars yfir á Twitter í gær.Gat samt ekki séð né heyrt að hann hafi eða sé gramur. Eðlilega er hann sár, hissa og reiður yfir þessari neikvæðu og óskiljanlegri umræðu og fá yfir sig slúðrið frá fullorðnum mönnum sem keppast við að kalla sig og hvorn annan king og höfðingja er sorglegt. — E.Börkur Edvards (@borkur_e) June 19, 2019Hannes Þór Halldórsson sýndi tilfinningar eftir leik í gær.vísir/vilhelm„Þessi mál sem hafa verið að dynja yfir okkur af misgáfulegum podcöstum og einhverjum aðilum sem kalla sig höfðingja, king og allt þetta. Það truflar okkur ekkert frá degi til dags en hins vegar finnst mér umræðan almennt ekki nógu góð,“ segir Börkur og bætir við. „Við erum að fá fullt af frábærum leikmönnum í deildina og mikill metnaður hjá öllum félögum en umfjöllunin er almennt frekar neikvæð og persónubundin og frekar til þess fallin að níða skóinn af náunganum frekar en að vera fagleg og uppbyggileg. Að sjálfsögðu má gagnrýna en mér finnst þessi umræða vera komin út fyrir öll velsæmismörk.Umræðan er svolítið sóðaleg „Mér finnst ósóminn kristallast í umræðunni um Hannes og hans mál. Að hann sé meiddur og fari í 2-3 daga frí kemur í raun engum við nema viðkomandi félagi og leikmanninum. Mér finnst umræðan svolítið sóðaleg og á lágu plani. Það er eitthvað sem við höfum ekki átt að venjast hingað til á Íslandi. Það er kannski fylgifiskur þess að vera með alla þessa miðla og alla þessa athygli á Íslandsmótinu. „Það raðast inn misgáfulegir menn að fjalla um þetta og þar af leiðandi verður umræðan misgáfuleg. Það truflar okkur í sjálfu sér ekki og hefur ekki verið umræðan inn í félaginu. Við erum svolítið berskjaldaðir núna og auðvelt skotmark. Við eigum erfitt með að svara fyrir okkur á meðan illa gengur inn á vellinum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Jó: Erum í fallbaráttu og verðum að virða það Óli Jó var ómyrkur í máli í kvöld. 19. júní 2019 21:30 Sjáðu frábært aukaspyrnumark Pablo og öll hin mörk kvöldsins Sjáðu öll fimm mörkin úr stórleiknum. 19. júní 2019 22:12 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 3-2 │ Mögnuð endurkoma KR KR á toppinn. 19. júní 2019 22:00 Hannes: Stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig Hannes lét gamminn geysa í kvöld. 19. júní 2019 22:07 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir ekki koma til greina að reka Ólaf Jóhannesson sem þjálfara Vals þó svo illa gangi þessa dagana. Ólafur fær fullan stuðning frá stjórninni. „Staða þjálfarans er traust og örugg. Hann hefur skilað fjórum titlum á síðustu fjórum árum og er einn sigursælasti þjálfari íslenskrar knattspyrnusögu. Hans staða er eins örugg og hægt er,“ segir Börkur ákveðinn. „Þetta er besti þjálfari sem til er á Íslandi í dag og þó víðar væri leitað. Ég get ekki séð að það væri skynsamlegt að skipta honum út.“Börkur Edvardsson.Börkur hefur verið lengi í kringum fótboltann hjá Valsmönnum og þekkir það að berjast í mótvindi. „Ég hef verið í knattspyrnudeildinni frá 2003 og hef alveg staðið með vindinn í fangið og farið yfir brekkur með félaginu. Við erum staddir á erfiðum stað sem við þurfum að vinna okkur út úr í sameiningu. Við treystum þessum strákum 100 prósent til þess að vinna sig út úr þessu. Það reynir á karakter manna og úr hverju þeir eru gerðir núna. Í mótlæti kynnist maður félögum sínum hvað best.“ Valur hefur ekki bara tapað sex af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni heldur hefur gustað um félagið. Það voru talsverð læti í kringum mál Gary Martin framan af sumri og nú síðast í kringum Hannes Þór Halldórsson markvörð. „Það hefur ekkert blásið inn í klúbbnum þar sem menn eru samstíga. Stundum byrjar að ganga illa og þá magnast hlutir upp og halda áfram. Við erum því miður í auga stormsins núna,“ segir formaðurinn sem er ekki sáttur við alla umfjöllun um félagið og þá virðist hann sérstaklega beina spjótum sínum að hlaðvarpi Dr. Football sem hann kvartaði meðal annars yfir á Twitter í gær.Gat samt ekki séð né heyrt að hann hafi eða sé gramur. Eðlilega er hann sár, hissa og reiður yfir þessari neikvæðu og óskiljanlegri umræðu og fá yfir sig slúðrið frá fullorðnum mönnum sem keppast við að kalla sig og hvorn annan king og höfðingja er sorglegt. — E.Börkur Edvards (@borkur_e) June 19, 2019Hannes Þór Halldórsson sýndi tilfinningar eftir leik í gær.vísir/vilhelm„Þessi mál sem hafa verið að dynja yfir okkur af misgáfulegum podcöstum og einhverjum aðilum sem kalla sig höfðingja, king og allt þetta. Það truflar okkur ekkert frá degi til dags en hins vegar finnst mér umræðan almennt ekki nógu góð,“ segir Börkur og bætir við. „Við erum að fá fullt af frábærum leikmönnum í deildina og mikill metnaður hjá öllum félögum en umfjöllunin er almennt frekar neikvæð og persónubundin og frekar til þess fallin að níða skóinn af náunganum frekar en að vera fagleg og uppbyggileg. Að sjálfsögðu má gagnrýna en mér finnst þessi umræða vera komin út fyrir öll velsæmismörk.Umræðan er svolítið sóðaleg „Mér finnst ósóminn kristallast í umræðunni um Hannes og hans mál. Að hann sé meiddur og fari í 2-3 daga frí kemur í raun engum við nema viðkomandi félagi og leikmanninum. Mér finnst umræðan svolítið sóðaleg og á lágu plani. Það er eitthvað sem við höfum ekki átt að venjast hingað til á Íslandi. Það er kannski fylgifiskur þess að vera með alla þessa miðla og alla þessa athygli á Íslandsmótinu. „Það raðast inn misgáfulegir menn að fjalla um þetta og þar af leiðandi verður umræðan misgáfuleg. Það truflar okkur í sjálfu sér ekki og hefur ekki verið umræðan inn í félaginu. Við erum svolítið berskjaldaðir núna og auðvelt skotmark. Við eigum erfitt með að svara fyrir okkur á meðan illa gengur inn á vellinum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Jó: Erum í fallbaráttu og verðum að virða það Óli Jó var ómyrkur í máli í kvöld. 19. júní 2019 21:30 Sjáðu frábært aukaspyrnumark Pablo og öll hin mörk kvöldsins Sjáðu öll fimm mörkin úr stórleiknum. 19. júní 2019 22:12 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 3-2 │ Mögnuð endurkoma KR KR á toppinn. 19. júní 2019 22:00 Hannes: Stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig Hannes lét gamminn geysa í kvöld. 19. júní 2019 22:07 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Óli Jó: Erum í fallbaráttu og verðum að virða það Óli Jó var ómyrkur í máli í kvöld. 19. júní 2019 21:30
Sjáðu frábært aukaspyrnumark Pablo og öll hin mörk kvöldsins Sjáðu öll fimm mörkin úr stórleiknum. 19. júní 2019 22:12
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 3-2 │ Mögnuð endurkoma KR KR á toppinn. 19. júní 2019 22:00
Hannes: Stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig Hannes lét gamminn geysa í kvöld. 19. júní 2019 22:07