Guðni ætlar að ræða við Hamrén um vindilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 17:16 Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Tyrklands í gær dró Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, upp vindil sem hann ætlaði að reykja í tilefni sigursins. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, ritaði formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hún gagnrýndi athæfi Hamréns. „Ég hef ekki séð svona lagað í marga áratugi. Mér er sérstaklega misboðið þar sem KSÍ, sem eitt aðildarfélaga ÍSÍ, beitir sér sérstaklega í forvörnum,“ sagði Guðlaug í samtali við mbl.is í dag. „Sigurinn var dásamlegur, en að flagga því í mynd og viðtali, það finnst mér afskaplega ósmekklegt og skrítin skilaboð til barna og ungmenna sem líta mjög upp til allra þessa aðila.“ Í samtali við Reykjavík síðdegis sagðist Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætla að ræða við Hamrén um vindlamálið. „Ég var búinn að svara þessu. Það kom athugasemd og við tókum henni eins og hún er. Við munum ræða við Hamrén um að þessu megi sleppa,“ sagði Guðni. „Auðvitað viljum við sýna gott fordæmi og vindlareykingar eru ekki hollar þótt sumir leitist í að taka einn og einn sigurvindil. Ég held að hann hafi gert þetta í sigurgleðinni. Við ræðum þetta í rólegheitum. Þetta er ekkert mál og hann þarf ekkert endilega að flagga vindlum á fjölmiðlafundum og gerir það eflaust ekkert í framtíðinni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfari Íslands lendir í vandræðum vegna tóbaksnotkunar. Bæði Ólafur Jóhannesson og Lars Lagerbäck báðust afsökunar á tóbaksnotkun á sínum tíma. Hlusta má á viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05 Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18 Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37 Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54 Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30 Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Tyrklands í gær dró Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, upp vindil sem hann ætlaði að reykja í tilefni sigursins. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, ritaði formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hún gagnrýndi athæfi Hamréns. „Ég hef ekki séð svona lagað í marga áratugi. Mér er sérstaklega misboðið þar sem KSÍ, sem eitt aðildarfélaga ÍSÍ, beitir sér sérstaklega í forvörnum,“ sagði Guðlaug í samtali við mbl.is í dag. „Sigurinn var dásamlegur, en að flagga því í mynd og viðtali, það finnst mér afskaplega ósmekklegt og skrítin skilaboð til barna og ungmenna sem líta mjög upp til allra þessa aðila.“ Í samtali við Reykjavík síðdegis sagðist Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætla að ræða við Hamrén um vindlamálið. „Ég var búinn að svara þessu. Það kom athugasemd og við tókum henni eins og hún er. Við munum ræða við Hamrén um að þessu megi sleppa,“ sagði Guðni. „Auðvitað viljum við sýna gott fordæmi og vindlareykingar eru ekki hollar þótt sumir leitist í að taka einn og einn sigurvindil. Ég held að hann hafi gert þetta í sigurgleðinni. Við ræðum þetta í rólegheitum. Þetta er ekkert mál og hann þarf ekkert endilega að flagga vindlum á fjölmiðlafundum og gerir það eflaust ekkert í framtíðinni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfari Íslands lendir í vandræðum vegna tóbaksnotkunar. Bæði Ólafur Jóhannesson og Lars Lagerbäck báðust afsökunar á tóbaksnotkun á sínum tíma. Hlusta má á viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05 Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18 Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37 Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54 Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30 Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05
Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18
Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37
Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54
Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45