Fimm mörk í röð á tæpum fimm mínútum eftir töfraleikhlé Patreks Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2019 11:00 Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla með mögnuðum sigri, 32-30, á deildarmeisturum Hauka á útivelli eftir framlengdan leik. Selfoss getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni á miðvikudagskvöldið þegar að fjórði leikurinn fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Útlitið var svart hjá Selfyssingum í gær því Haukarnir áttu leikinn í seinni hálfleik og komust fimm mörkum yfir, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir. Sjóðheitum Adam Haukur Baumruk skoraði þá yfir allan völlinn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé og fór yfir stöðuna með sínum mönnum. Hann bætti aukamanni í sóknina og spilaði sjö á móti sex, hann sagði mönnum að fara í árásir og ekki gefast upp auk þess sem hann gerði smávægilegar breytingar á 6:0-vörninni.Þetta leikhlé átti heldur betur eftir að skila sínu því Selfyssingar skoruðu strax í næstu sókn en markið gerði Haukur Þrastarson. Slakt skot Atla Más Bárusonar leiddi svo til marks úr hraðaupphlaupi sem Guðni Ingvarsson skoraði og þá tóku Selfyssinar heldur betur við sér í stúkunni. Leikmenn liðsins drógu orku þaðan og héldu áfram að fara á kostum en Sölvi Ólafsson komst í ham og varði 86 prósent skotanna sem hann fékk á sig síðustu tíu mínúturnar plús hinar tíu í framlengingunni. Atli Ævar Ingólfsson átti eftir að bæta við tveimur mörkum á þessum ótrúlega kafla og Elvar Örn Jónsson einu en í heildina skoraði Selfoss fimm mörk á fjórum mínútum og 25 sekúndum og jafnaði í 26-26. Bæði lið skoruðu svo aðeins eitt mark hvort síðustu fimm mínútur leiksins. Selfoss er nú búið að vinna Hauka tvisvar í Schenker-höllinni og þurfa Haukarnir að vinna aftur á útivelli á miðvikudagskvöldið eins og síðast þegar að Daníel Þór Ingason tryggði liðinu magnaðan sigur með flautumarki. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla með mögnuðum sigri, 32-30, á deildarmeisturum Hauka á útivelli eftir framlengdan leik. Selfoss getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni á miðvikudagskvöldið þegar að fjórði leikurinn fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Útlitið var svart hjá Selfyssingum í gær því Haukarnir áttu leikinn í seinni hálfleik og komust fimm mörkum yfir, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir. Sjóðheitum Adam Haukur Baumruk skoraði þá yfir allan völlinn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé og fór yfir stöðuna með sínum mönnum. Hann bætti aukamanni í sóknina og spilaði sjö á móti sex, hann sagði mönnum að fara í árásir og ekki gefast upp auk þess sem hann gerði smávægilegar breytingar á 6:0-vörninni.Þetta leikhlé átti heldur betur eftir að skila sínu því Selfyssingar skoruðu strax í næstu sókn en markið gerði Haukur Þrastarson. Slakt skot Atla Más Bárusonar leiddi svo til marks úr hraðaupphlaupi sem Guðni Ingvarsson skoraði og þá tóku Selfyssinar heldur betur við sér í stúkunni. Leikmenn liðsins drógu orku þaðan og héldu áfram að fara á kostum en Sölvi Ólafsson komst í ham og varði 86 prósent skotanna sem hann fékk á sig síðustu tíu mínúturnar plús hinar tíu í framlengingunni. Atli Ævar Ingólfsson átti eftir að bæta við tveimur mörkum á þessum ótrúlega kafla og Elvar Örn Jónsson einu en í heildina skoraði Selfoss fimm mörk á fjórum mínútum og 25 sekúndum og jafnaði í 26-26. Bæði lið skoruðu svo aðeins eitt mark hvort síðustu fimm mínútur leiksins. Selfoss er nú búið að vinna Hauka tvisvar í Schenker-höllinni og þurfa Haukarnir að vinna aftur á útivelli á miðvikudagskvöldið eins og síðast þegar að Daníel Þór Ingason tryggði liðinu magnaðan sigur með flautumarki.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15