Frábært að fá þessa leiki Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2019 16:00 Benedikt Guðmundsson ræðir hér við leikmenn sína í æfingabúðum landsliðsins á dögunum. Mynd/KKÍ Körfubolti Fyrsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar hefst eftir helgi þegar Ísland hefur leik á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Þar mætir íslenska liðið Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á fimm dögum og fær sigurvegari riðilsins gullverðlaunin að launum. Þetta eru fyrstu leikir liðsins eftir að Benedikt tók við liðinu af Ívari Ásgrímssyni fyrr í vetur. Alls voru 25 leikmenn í fyrsta æfingahóp liðsins sem hefur æft saman undanfarnar tvær vikur áður en þjálfarateymið tilkynnti tólf manna lokahóp í vikunni. Að sögn Benedikts gengu æfingarnar vel og náðist góður árangur þrátt fyrir að tíminn væri knappur. „Hingað til hefur allt gengið vel. Auðvitað þegar maður kemur nýr inn er margt sem maður vill leggja áherslu á. Við erum búin að fara vel yfir þá hluti í vörn og sókn sem við viljum leggja áherslu á í leikjum. Maður þarf að líka að vera varkár og reyna ekki að koma að of miklum upplýsingum í einu sem getur flækst fyrir.“ Aðspurður segist Benedikt hafa átt erfitt með að skera niður í tólf leikmenn fyrir Smáþjóðaleikana. „Það var erfitt að skera niður, við vildum skoða marga leikmenn, þar á meðal stelpur sem voru ekki á Íslandi í vetur. Við vildum sjá hverjar myndu henta vel inn í það sem við ætlum að gera. Þetta er búið að vera smá púsluspil að finna þá leikmenn sem henta í það sem við viljum gera. Við byrjum í raun á núlli sem nýtt þjálfarateymi og það fengu allir leikmennirnir tækifæri.“ Ísland hefur leik gegn Möltu, liði sem vann stórsigur á Íslandi síðast þegar liðin mættust á Smáþjóðaleikunum. „Við erum búin að kynna okkur Möltu vel og Svartfjallaland þekkjum við ágætlega. Hin liðin munum við skoða nánar þegar við komum út til Svartfjallalands.“ Benedikt tekur því fagnandi að fá þessa leiki sem undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í vetur. „Það er frábært að fá þessa keppnisleiki. Það hefði ekki verið gott að byrja strax á leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Við viljum prófa ákveðna leikmenn og ákveðna hluti inni á vellinum og á sama tíma lærir maður sem þjálfari inn á leikmenn sína í leikjum og þær inn á það sem við ætlumst til af þeim. Fyrir okkur í þjálfarateyminu er frábært að fá leikina á Smáþjóðaleikunum,“ segir Benedikt og bætir við: „Svartfjallaland hefur ekki alltaf sent lið til keppni en ég fagna því að þær verði með. Þær eru að fara á EM og verða erfiðar viðureignar. Auðvitað minnka líkurnar á því að við vinnum mótið en ég er ekki bara að horfa á það í hvaða sæti við lendum, ég er meira að horfa á að liðið taki framförum og komi fyrir vikið enn sterkara inn þegar undankeppni EM hefst.“ Tveir nýliðar eru í hópnum. „Þóranna er búin að vera mikið meidd í vetur en heillaði okkur upp úr skónum á æfingunum rétt eins og Sigrún. Þær hafa báðar verið mjög flottar á æfingum og það verður gaman að sjá þær þegar komið er í leikina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Körfubolti Fyrsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar hefst eftir helgi þegar Ísland hefur leik á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Þar mætir íslenska liðið Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á fimm dögum og fær sigurvegari riðilsins gullverðlaunin að launum. Þetta eru fyrstu leikir liðsins eftir að Benedikt tók við liðinu af Ívari Ásgrímssyni fyrr í vetur. Alls voru 25 leikmenn í fyrsta æfingahóp liðsins sem hefur æft saman undanfarnar tvær vikur áður en þjálfarateymið tilkynnti tólf manna lokahóp í vikunni. Að sögn Benedikts gengu æfingarnar vel og náðist góður árangur þrátt fyrir að tíminn væri knappur. „Hingað til hefur allt gengið vel. Auðvitað þegar maður kemur nýr inn er margt sem maður vill leggja áherslu á. Við erum búin að fara vel yfir þá hluti í vörn og sókn sem við viljum leggja áherslu á í leikjum. Maður þarf að líka að vera varkár og reyna ekki að koma að of miklum upplýsingum í einu sem getur flækst fyrir.“ Aðspurður segist Benedikt hafa átt erfitt með að skera niður í tólf leikmenn fyrir Smáþjóðaleikana. „Það var erfitt að skera niður, við vildum skoða marga leikmenn, þar á meðal stelpur sem voru ekki á Íslandi í vetur. Við vildum sjá hverjar myndu henta vel inn í það sem við ætlum að gera. Þetta er búið að vera smá púsluspil að finna þá leikmenn sem henta í það sem við viljum gera. Við byrjum í raun á núlli sem nýtt þjálfarateymi og það fengu allir leikmennirnir tækifæri.“ Ísland hefur leik gegn Möltu, liði sem vann stórsigur á Íslandi síðast þegar liðin mættust á Smáþjóðaleikunum. „Við erum búin að kynna okkur Möltu vel og Svartfjallaland þekkjum við ágætlega. Hin liðin munum við skoða nánar þegar við komum út til Svartfjallalands.“ Benedikt tekur því fagnandi að fá þessa leiki sem undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í vetur. „Það er frábært að fá þessa keppnisleiki. Það hefði ekki verið gott að byrja strax á leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Við viljum prófa ákveðna leikmenn og ákveðna hluti inni á vellinum og á sama tíma lærir maður sem þjálfari inn á leikmenn sína í leikjum og þær inn á það sem við ætlumst til af þeim. Fyrir okkur í þjálfarateyminu er frábært að fá leikina á Smáþjóðaleikunum,“ segir Benedikt og bætir við: „Svartfjallaland hefur ekki alltaf sent lið til keppni en ég fagna því að þær verði með. Þær eru að fara á EM og verða erfiðar viðureignar. Auðvitað minnka líkurnar á því að við vinnum mótið en ég er ekki bara að horfa á það í hvaða sæti við lendum, ég er meira að horfa á að liðið taki framförum og komi fyrir vikið enn sterkara inn þegar undankeppni EM hefst.“ Tveir nýliðar eru í hópnum. „Þóranna er búin að vera mikið meidd í vetur en heillaði okkur upp úr skónum á æfingunum rétt eins og Sigrún. Þær hafa báðar verið mjög flottar á æfingum og það verður gaman að sjá þær þegar komið er í leikina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira