Brunaútsala á áður rándýrum leikmönnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2019 06:00 Gareth Bale kostaði Real Madrid fúlgur fjár en fer líklega frítt frá félaginu vísir/getty Nú þegar deildarkeppnir eru búnar eða að klárast í flestum löndum Evrópu þá fer fótboltinn úti í heimi að snúast um félagsskiptamarkaðinn. Eins og vanalega eru nokkur stór nöfn sem eru í boði fyrir þá sem eiga nóg af seðlum í veskinu. Manchester United vill ólmt losna við Alexis Sanchez og er félagið sagt hringja um allan heim og bjóða hann. Frétt The Times segir forráðamenn United meira að segja tilbúna til þess að borga hluta af launum Sanchez hjá öðru félagi, eins og þeir gerðu fyrir Everton þegar Wayne Rooney fór þangað fyrir tveimur árum. Walesverjinn Gareth Bale er ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane og Real Madrid er sagt bjóða hann frítt. Bale er hins vegar með launakröfur sem ekki allir ráða við. Það sama má segja um Sanchez. Real vill leysa sín vandamál með því að taka inn stórstjörnurnar Eden Hazard, Kylian Mbappe og Neymar. Florentino Perez vill hins vegar losna við það að borga Bale laun fyrir að sitja á bekknum. Þá eru menn í Barcelona ekki fullkomlega ánægðir, þrátt fyrir Spánarmeistaratitil og möguleika á bikartitli, því liðið féll út úr Meistaradeildinni í undanúrslitunum. Sá sem á að taka sökina á sig, ef svo má komast að orði, og menn ætla að losa sig við er Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn kostaði Börsunga 120 milljónir evra fyrir átján mánuðum síðan. Það er nokkuð ljóst að hann er falur fyrir mun minni upphæð miðað við sögusagnir frá Spáni. Þá er nýkrýndur Englandsmeistari Leroy Sane til sölu ef hann skrifar ekki undir framlengingu hjá Manchester City. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Nú þegar deildarkeppnir eru búnar eða að klárast í flestum löndum Evrópu þá fer fótboltinn úti í heimi að snúast um félagsskiptamarkaðinn. Eins og vanalega eru nokkur stór nöfn sem eru í boði fyrir þá sem eiga nóg af seðlum í veskinu. Manchester United vill ólmt losna við Alexis Sanchez og er félagið sagt hringja um allan heim og bjóða hann. Frétt The Times segir forráðamenn United meira að segja tilbúna til þess að borga hluta af launum Sanchez hjá öðru félagi, eins og þeir gerðu fyrir Everton þegar Wayne Rooney fór þangað fyrir tveimur árum. Walesverjinn Gareth Bale er ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane og Real Madrid er sagt bjóða hann frítt. Bale er hins vegar með launakröfur sem ekki allir ráða við. Það sama má segja um Sanchez. Real vill leysa sín vandamál með því að taka inn stórstjörnurnar Eden Hazard, Kylian Mbappe og Neymar. Florentino Perez vill hins vegar losna við það að borga Bale laun fyrir að sitja á bekknum. Þá eru menn í Barcelona ekki fullkomlega ánægðir, þrátt fyrir Spánarmeistaratitil og möguleika á bikartitli, því liðið féll út úr Meistaradeildinni í undanúrslitunum. Sá sem á að taka sökina á sig, ef svo má komast að orði, og menn ætla að losa sig við er Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn kostaði Börsunga 120 milljónir evra fyrir átján mánuðum síðan. Það er nokkuð ljóst að hann er falur fyrir mun minni upphæð miðað við sögusagnir frá Spáni. Þá er nýkrýndur Englandsmeistari Leroy Sane til sölu ef hann skrifar ekki undir framlengingu hjá Manchester City.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira