Harry Kane vonast til að ná úrslitaleiknum á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2019 11:00 Harry Kane fagnar sigri Tottenham í gær og var ekkert mikið að hlífa ökklanum. Getty/Charlotte Wilson Stuðningsmenn Tottenham gátu ekki bara glaðst yfir frábærum sigri sinna manna í Amsterdam í gær því þeir sáu líka stjörnuframherjann Harry Kane hlaupa um í fagnaðarlátunum. Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan að hann meiddist á ökkla 9. apríl síðastliðinn en það var augljóst á fögnuði hans í gær að það styttist í endurkomuna. „Endurhæfingin gengur vel,“ sagði Harry Kane við blaðamann BBC. „Ég byrjaði að hlaupa í beinni línu í þessari viku og ég er farinn að æfa meira til að sanna mig fyrir stjóranum,“ sagði Kane. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham og komst svo í 2-0 í seinni leiknum í gærkvöldi. Þrjú mörk frá Tottenham, þar af það síðasta í uppbótatíma, tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Liverpool í Madrid. Kane meiddist í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Manchester City. Hann var í heiðursstúkunni þegar Lucas Moura skoraði þriðja markið á sjöttu mínútu í uppbótatíma en dreif sig þá niður á völl. Hann var kominn þangað þegar lokaflautið gall.Harry Kane says he is "hopeful" he'll be fit for the #ChampionsLeague final against Liverpool next month. In full: https://t.co/oR0BdV7BlN#Spurs#LFC#THFC#bbcfootballpic.twitter.com/2Yfr3wGwvl — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019 „Ég er fyrst og fremst stuðningsmaður og ég veit hversu miklu máli þetta skipti klúbbinn,“ sagði Harry Kane en Tottenham hefur aldrei áður spilað til úrslita í Meistaradeildinni. „Fyrri hálfleikurinn voru vonbrigði og við leyfðum þeim að spila sinn leik. Ég fór í klefann í hálfleik og við vissum allir að þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Við áttum hins vegar inni 45 mínútur til að gefa allt í þetta,“ sagði Kane. „Strákarnir köfuðu djúpt og sýndu ástríðu. Það er ekki hægt að biðja um meira. Við urðum að bíða eftir þriðja markinu fram á lokamínútuna en við fundum leiðina. Um þetta snýst fótboltinn og nú erum við á leiðinni í úrslitaleikinn,“ sagði Kane. Kane er vongóður um að ná úrslitaleiknum sem fer fram 1. júní næstkomandi eða eftir 23 daga. Kane fær því rúmar þrjár vikur til að koma sér í gang á ný. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Stuðningsmenn Tottenham gátu ekki bara glaðst yfir frábærum sigri sinna manna í Amsterdam í gær því þeir sáu líka stjörnuframherjann Harry Kane hlaupa um í fagnaðarlátunum. Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan að hann meiddist á ökkla 9. apríl síðastliðinn en það var augljóst á fögnuði hans í gær að það styttist í endurkomuna. „Endurhæfingin gengur vel,“ sagði Harry Kane við blaðamann BBC. „Ég byrjaði að hlaupa í beinni línu í þessari viku og ég er farinn að æfa meira til að sanna mig fyrir stjóranum,“ sagði Kane. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham og komst svo í 2-0 í seinni leiknum í gærkvöldi. Þrjú mörk frá Tottenham, þar af það síðasta í uppbótatíma, tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Liverpool í Madrid. Kane meiddist í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Manchester City. Hann var í heiðursstúkunni þegar Lucas Moura skoraði þriðja markið á sjöttu mínútu í uppbótatíma en dreif sig þá niður á völl. Hann var kominn þangað þegar lokaflautið gall.Harry Kane says he is "hopeful" he'll be fit for the #ChampionsLeague final against Liverpool next month. In full: https://t.co/oR0BdV7BlN#Spurs#LFC#THFC#bbcfootballpic.twitter.com/2Yfr3wGwvl — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019 „Ég er fyrst og fremst stuðningsmaður og ég veit hversu miklu máli þetta skipti klúbbinn,“ sagði Harry Kane en Tottenham hefur aldrei áður spilað til úrslita í Meistaradeildinni. „Fyrri hálfleikurinn voru vonbrigði og við leyfðum þeim að spila sinn leik. Ég fór í klefann í hálfleik og við vissum allir að þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Við áttum hins vegar inni 45 mínútur til að gefa allt í þetta,“ sagði Kane. „Strákarnir köfuðu djúpt og sýndu ástríðu. Það er ekki hægt að biðja um meira. Við urðum að bíða eftir þriðja markinu fram á lokamínútuna en við fundum leiðina. Um þetta snýst fótboltinn og nú erum við á leiðinni í úrslitaleikinn,“ sagði Kane. Kane er vongóður um að ná úrslitaleiknum sem fer fram 1. júní næstkomandi eða eftir 23 daga. Kane fær því rúmar þrjár vikur til að koma sér í gang á ný.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira